Samsamaði sig sjóræningjum sara@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 06:00 „Þetta er sjálfstætt framhald Indjánans. Sjóræninginn segir frá Hlemmsárunum mínum, þegar ég er á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í stórum dráttum segir bókin frá því þegar ég lýk barnaskóla og fer í Réttarholtsskóla. Þar varð ég fyrir miklu einelti og lenti í ákveðnum erfiðleikum, svo kynnist ég pönkinu og fer að hanga á Hlemmi," segir Jón Gnarr borgarstjóri um nýútkomna bók sína, Sjóræningjann. Bókin er skálduð ævisaga líkt og fyrri bók Jóns, Indjáninn. Jón hóf að semja Sjóræningjann stuttu eftir að hann lauk við þá fyrri, en ákvað að bíða með útgáfu bókarinnar þar til nú. „Ég vildi ekki gefa hana út strax því ég var ekki tilbúinn til þess. Í fyrra þótti mér tíminn kominn og ég settist niður og las bókina yfir og fíniseraði hana. Mér fannst mikilvægt að koma henni út, það skiptir svo miklu máli fyrir þá sem eru í líkum aðstæðum og ég var, að fá sögu einhvers sem hefur farið í gegnum það sama. Það virkar sem hvatning og veitir samhug. Á sama tíma var þetta þerapía fyrir mig og ég uppgötvaði margt í sambandi við mitt líf, og lífið almennt, við að skrifin. Bókin fékk mig til að skilja betur hver ég er og úr hverju ég er." Jón var mjög heillaður af indjánum og sjóræningjum sem barn og þaðan eru titlar bókanna fengnir. Hann leit á sjóræningja sem utangarðsfólk síns tíma og samsamaði sig þeim. „Ég var alltaf mjög heillaður af menningarsamfélögum sem ég upplifði sem frjáls samfélög. Fyrir mér var indjáni manneskja sem lifði frjáls í sátt og samlyndi við náttúruna. Þegar ég varð unglingur yfirfærðist þessi áhugi minn svolítið yfir á sjóræningja. Sjóræningjar voru gjarnan fólk sem hafði orðið undir í samfélaginu og komist í kast við lögin og varð því að flýja hið hefðbundna samfélag. Mér fannst þetta góður titill á bókina því á þessum tíma var ég að flýja skólakerfið og þá erfiðleika sem ég gekk í gegnum þar. Hlemmur var minn sjóræningjavettvangur." Sjóræninginn er önnur bókin í þríleik og mun þriðja og síðasta bókin fjalla um tímann sem Jón eyddi á heimavistarskóla á Núpi í Dýrafirði. Inntur eftir því hvort hann hafi nokkurn tíma í aflögu fyrir fjölskyldu sína á milli þess sem hann sinnir embætti borgarstjóra og listagyðjunni, svarar Jón neitandi. „Líf mitt er þannig að ég á ekkert líf," segir hann og hlær. „Ég er með standandi dagskrá alltaf. Í sumar, þegar ég ætlaði að eyða sumarfríinu mínu hjá systur minni í Noregi, þá lýsti Morgunblaðið eftir mér, eins og frægt er orðið. Þannig að ég á aldrei frí." Lífið Menning Tengdar fréttir Útpældur bókatitill Frosti Gnarr, sonur Jóns, hannar bókarkápu Sjóræningjans, en á henni má sjá mynd af húðflúri sem Jón fékk sér nítján ára gamall. 22. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er sjálfstætt framhald Indjánans. Sjóræninginn segir frá Hlemmsárunum mínum, þegar ég er á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í stórum dráttum segir bókin frá því þegar ég lýk barnaskóla og fer í Réttarholtsskóla. Þar varð ég fyrir miklu einelti og lenti í ákveðnum erfiðleikum, svo kynnist ég pönkinu og fer að hanga á Hlemmi," segir Jón Gnarr borgarstjóri um nýútkomna bók sína, Sjóræningjann. Bókin er skálduð ævisaga líkt og fyrri bók Jóns, Indjáninn. Jón hóf að semja Sjóræningjann stuttu eftir að hann lauk við þá fyrri, en ákvað að bíða með útgáfu bókarinnar þar til nú. „Ég vildi ekki gefa hana út strax því ég var ekki tilbúinn til þess. Í fyrra þótti mér tíminn kominn og ég settist niður og las bókina yfir og fíniseraði hana. Mér fannst mikilvægt að koma henni út, það skiptir svo miklu máli fyrir þá sem eru í líkum aðstæðum og ég var, að fá sögu einhvers sem hefur farið í gegnum það sama. Það virkar sem hvatning og veitir samhug. Á sama tíma var þetta þerapía fyrir mig og ég uppgötvaði margt í sambandi við mitt líf, og lífið almennt, við að skrifin. Bókin fékk mig til að skilja betur hver ég er og úr hverju ég er." Jón var mjög heillaður af indjánum og sjóræningjum sem barn og þaðan eru titlar bókanna fengnir. Hann leit á sjóræningja sem utangarðsfólk síns tíma og samsamaði sig þeim. „Ég var alltaf mjög heillaður af menningarsamfélögum sem ég upplifði sem frjáls samfélög. Fyrir mér var indjáni manneskja sem lifði frjáls í sátt og samlyndi við náttúruna. Þegar ég varð unglingur yfirfærðist þessi áhugi minn svolítið yfir á sjóræningja. Sjóræningjar voru gjarnan fólk sem hafði orðið undir í samfélaginu og komist í kast við lögin og varð því að flýja hið hefðbundna samfélag. Mér fannst þetta góður titill á bókina því á þessum tíma var ég að flýja skólakerfið og þá erfiðleika sem ég gekk í gegnum þar. Hlemmur var minn sjóræningjavettvangur." Sjóræninginn er önnur bókin í þríleik og mun þriðja og síðasta bókin fjalla um tímann sem Jón eyddi á heimavistarskóla á Núpi í Dýrafirði. Inntur eftir því hvort hann hafi nokkurn tíma í aflögu fyrir fjölskyldu sína á milli þess sem hann sinnir embætti borgarstjóra og listagyðjunni, svarar Jón neitandi. „Líf mitt er þannig að ég á ekkert líf," segir hann og hlær. „Ég er með standandi dagskrá alltaf. Í sumar, þegar ég ætlaði að eyða sumarfríinu mínu hjá systur minni í Noregi, þá lýsti Morgunblaðið eftir mér, eins og frægt er orðið. Þannig að ég á aldrei frí."
Lífið Menning Tengdar fréttir Útpældur bókatitill Frosti Gnarr, sonur Jóns, hannar bókarkápu Sjóræningjans, en á henni má sjá mynd af húðflúri sem Jón fékk sér nítján ára gamall. 22. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Útpældur bókatitill Frosti Gnarr, sonur Jóns, hannar bókarkápu Sjóræningjans, en á henni má sjá mynd af húðflúri sem Jón fékk sér nítján ára gamall. 22. nóvember 2012 06:00