Hvað gerist þegar lífið tekur nýja stefnu? 22. nóvember 2012 00:01 Úr sýningu Íslenska dansflokksins Fréttablaðið/Vilhelm Steve Lorenz er höfundur dansverksins …Og þá aldrei framar, eins fjögurra nýrra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld. Hann er kóreógraf eigin verks, dansar í öðru verki sýningarinnar og er í undanúrslitum í Dans, dans, dans. „Verkið heitir …Og þá aldrei framar og fjallar um ákvarðanir sem fólk þarf að taka í lífi sínu og hvernig þær ákvarðanir breyta lífi þess varanlega," segir Steve Lorenz, höfundur eins fjögurra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld undir yfirskriftinni Á nýju sviði. „Stundum tekur lífið reyndar af fólki ráðin, það lendir í slysi til dæmis og þarf að aðlagast nýjum aðstæðum og ég er líka að fjalla um hvernig það fer að því." Tónlistin sem dansað er við er samsafn laga sem Steve segir vera „alternative"-tónlist og raftónlist. Steve er höfundur verksins en dansar ekki í því sjálfur. Hann dansar hins vegar í verkinu Ótta eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Unni Elísabet Gunnarsdóttur, sem er eitt verkanna fjögurra. Auk þess tekur hann þátt í undanúrslitum Dans, dans, dans á laugardagskvöldið. „Já, þetta er hektísk vika," segir hann. „En ég er ekkert stressaður, bara spenntur og hlakka til að sjá verkið mitt í endanlegri útgáfu. Þarf bara að passa að halda ró minni og skipuleggja mig vel." Spurður hvort ekki sé ósanngjarnt gagnvart öðrum keppendum í Dans, dans, dans að þaulreyndir atvinnudansarar taki þátt segir Steve að hann geti ekki séð það. „Samkvæmisdansararnir eru líka atvinnufólk og hafa tekið þátt í heimsmeistarakeppni. Það hef ég aldrei gert, þannig að ég er lítill fiskur í þessari tjörn. En ég skil samt alveg að fólk velti þessu fyrir sér. Auðvitað hef ég mun meiri reynslu en flestir dansararnir þarna en ég held að þátttaka atvinnudansara hækki standardinn og hvetji hina dansarana til að gera sitt besta. Mér finnst öll atriðin mjög góð og hef ekki séð neinn stórkostlegan mun. Ég þurfti virkilega að leggja hart að mér til að komast áfram síðast." Lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Steve Lorenz er höfundur dansverksins …Og þá aldrei framar, eins fjögurra nýrra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld. Hann er kóreógraf eigin verks, dansar í öðru verki sýningarinnar og er í undanúrslitum í Dans, dans, dans. „Verkið heitir …Og þá aldrei framar og fjallar um ákvarðanir sem fólk þarf að taka í lífi sínu og hvernig þær ákvarðanir breyta lífi þess varanlega," segir Steve Lorenz, höfundur eins fjögurra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld undir yfirskriftinni Á nýju sviði. „Stundum tekur lífið reyndar af fólki ráðin, það lendir í slysi til dæmis og þarf að aðlagast nýjum aðstæðum og ég er líka að fjalla um hvernig það fer að því." Tónlistin sem dansað er við er samsafn laga sem Steve segir vera „alternative"-tónlist og raftónlist. Steve er höfundur verksins en dansar ekki í því sjálfur. Hann dansar hins vegar í verkinu Ótta eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Unni Elísabet Gunnarsdóttur, sem er eitt verkanna fjögurra. Auk þess tekur hann þátt í undanúrslitum Dans, dans, dans á laugardagskvöldið. „Já, þetta er hektísk vika," segir hann. „En ég er ekkert stressaður, bara spenntur og hlakka til að sjá verkið mitt í endanlegri útgáfu. Þarf bara að passa að halda ró minni og skipuleggja mig vel." Spurður hvort ekki sé ósanngjarnt gagnvart öðrum keppendum í Dans, dans, dans að þaulreyndir atvinnudansarar taki þátt segir Steve að hann geti ekki séð það. „Samkvæmisdansararnir eru líka atvinnufólk og hafa tekið þátt í heimsmeistarakeppni. Það hef ég aldrei gert, þannig að ég er lítill fiskur í þessari tjörn. En ég skil samt alveg að fólk velti þessu fyrir sér. Auðvitað hef ég mun meiri reynslu en flestir dansararnir þarna en ég held að þátttaka atvinnudansara hækki standardinn og hvetji hina dansarana til að gera sitt besta. Mér finnst öll atriðin mjög góð og hef ekki séð neinn stórkostlegan mun. Ég þurfti virkilega að leggja hart að mér til að komast áfram síðast."
Lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira