Jón segist vernda hagsmuni Bubba og Bítla 21. nóvember 2012 06:00 Hagsmunir Bubbi þakkaði Jóni Ólafssyni umhyggjuna í sinn garð á Facebook. „Vangaveltur mínar hvað varðar þetta lag miðuðust fyrst og fremst að því að vernda hagsmuni Bubba Morthens og réttindi höfunda lagsins Across The Universe, þeirra Johns Lennon og Pauls McCartney," segir Jón Ólafsson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda (FTT), í yfirlýsingu frá því í gær. Málið varðar fyrirspurn Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF), í kjölfar ábendingar Jóns til STEFs, vegna Bítlalagsins sem var á jólaplötu Bubba sem átti að koma út fyrir jól. Bubbi hafði þar flutt lagið í íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Bubbi þakkaði Jóni umhyggjuna á Facebook-síðu sinni í fyrradag og sagðist þar viss um hvaðan ábendingin til STEFs hefði komið. Í tilkynningu frá Senu og Bubba Morthens í gær var misskilningur sagður hafa orsakað leyfisleysið og líklegt sé að útgáfu plötunnar verði frestað um ár. Þá var fyrirspurnin sem barst frá STEFi sögð fordæmalaus, en Jón mótmælir þeirri staðhæfingu í yfirlýsingu sinni. „Á undanförnum mánuðum hafa FTT og STEF staðið fyrir vitundarvakningu á meðal tón- og textahöfunda varðandi réttindi og skyldur útgáfu á tónlist með nýjum textum. Fjöldi fyrirspurna hefur borist bæði FTT og STEFi og þeim jafnharðan komið áfram til hlutaðeigandi aðila þar sem með öllu er óleyfilegt að gefa út tónlist með breyttum texta án leyfis viðkomandi rétthafa," segir Jón.- trs Lífið Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira
„Vangaveltur mínar hvað varðar þetta lag miðuðust fyrst og fremst að því að vernda hagsmuni Bubba Morthens og réttindi höfunda lagsins Across The Universe, þeirra Johns Lennon og Pauls McCartney," segir Jón Ólafsson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda (FTT), í yfirlýsingu frá því í gær. Málið varðar fyrirspurn Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF), í kjölfar ábendingar Jóns til STEFs, vegna Bítlalagsins sem var á jólaplötu Bubba sem átti að koma út fyrir jól. Bubbi hafði þar flutt lagið í íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Bubbi þakkaði Jóni umhyggjuna á Facebook-síðu sinni í fyrradag og sagðist þar viss um hvaðan ábendingin til STEFs hefði komið. Í tilkynningu frá Senu og Bubba Morthens í gær var misskilningur sagður hafa orsakað leyfisleysið og líklegt sé að útgáfu plötunnar verði frestað um ár. Þá var fyrirspurnin sem barst frá STEFi sögð fordæmalaus, en Jón mótmælir þeirri staðhæfingu í yfirlýsingu sinni. „Á undanförnum mánuðum hafa FTT og STEF staðið fyrir vitundarvakningu á meðal tón- og textahöfunda varðandi réttindi og skyldur útgáfu á tónlist með nýjum textum. Fjöldi fyrirspurna hefur borist bæði FTT og STEFi og þeim jafnharðan komið áfram til hlutaðeigandi aðila þar sem með öllu er óleyfilegt að gefa út tónlist með breyttum texta án leyfis viðkomandi rétthafa," segir Jón.- trs
Lífið Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira