Safna pening á netinu til að ljúka við gerð Hross 16. nóvember 2012 15:00 Friðrik Þór Friðriksson, framleiðandi Hross, ásamt leikstjóranum Benedikt Erlingssyni. Þeir safna nú peningum til að geta lokið við gerð hennar. fréttablaðið/vilhelm „Við erum að safna peningum í eftirvinnsluna svo við getum gert þetta vel,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross. Tökum á henni er lokið og er stefnt á frumsýningu hérlendis næsta haust. Á síðunni Alpha.karolinafund.com óska aðstandendur Hross eftir fjárhagsaðstoð til að geta klárað myndina og vonast þeir til að safna sex og hálfri milljón króna á tveimur mánuðum. Í staðinn fá þeir sem veita aðstoðina eitthvað fyrir sinn snúð. Verðflokkarnir sem koma til greina á síðunni eru sjö. Fyrir rúmar átta hundruð krónur fær fólk persónulegan tölvupóst frá Benedikt þar sem hann þakkar fyrir aðstoðina. Fyrir þann dýrasta, 1,6 milljónir króna eða meira, fær það áritaðan mynddisk, boðsmiða á frumsýningu Hross og kvöldmat með aðstandendum myndarinnar fyrir frumsýninguna. Einnig eru þeir titlaðir meðframleiðendur og geta fengið eitt prósent af ágóðanum. „Við þurfum á hjálp að halda. Ef menn vilja vera meðskapendur að fyrstu íslensku hestamyndinni og góðri kvikmynd þá er þetta tækifærið,“ segir Benedikt. Stutt er síðan Fréttablaðið greindi frá því að tónlistarmaðurinn Pétur Ben notaði þessa sömu vefsíðu til að safna fyrir gerð næstu plötu sinnar. Í staðinn gátu menn fengið áritaða plötu og einkatónleika á Skype. Spurður hvort þetta sé ekki óvenjuleg aðferð til að fjármagna kvikmynd er Benedikt sammála því. „Ég held að þetta hafi ekki verið áður gert með mynd í fullri lengd á Íslandi. Stuttmyndir hafa verið fjármagnaðar í gegnum erlendar síður en við erum að ríða á vaðið, eins og það heitir á hestamáli,“ segir hann og heldur áfram: „Við höfum tvo mánuði til stefnu. Það eru komin tvö prósent. Miðað við Hollywood-myndirnar hérna í sumar þá var fjárhagsáætlunin okkar eitt prósent af þeim peningum sem Hollywood-mennirnir höfðu.“ Kvikmyndasjóður Íslands hefur staðið á bak við Hross, auk einkafjárfesta og er lista yfir þá að finna á síðunni Hrosss.is. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Við erum að safna peningum í eftirvinnsluna svo við getum gert þetta vel,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross. Tökum á henni er lokið og er stefnt á frumsýningu hérlendis næsta haust. Á síðunni Alpha.karolinafund.com óska aðstandendur Hross eftir fjárhagsaðstoð til að geta klárað myndina og vonast þeir til að safna sex og hálfri milljón króna á tveimur mánuðum. Í staðinn fá þeir sem veita aðstoðina eitthvað fyrir sinn snúð. Verðflokkarnir sem koma til greina á síðunni eru sjö. Fyrir rúmar átta hundruð krónur fær fólk persónulegan tölvupóst frá Benedikt þar sem hann þakkar fyrir aðstoðina. Fyrir þann dýrasta, 1,6 milljónir króna eða meira, fær það áritaðan mynddisk, boðsmiða á frumsýningu Hross og kvöldmat með aðstandendum myndarinnar fyrir frumsýninguna. Einnig eru þeir titlaðir meðframleiðendur og geta fengið eitt prósent af ágóðanum. „Við þurfum á hjálp að halda. Ef menn vilja vera meðskapendur að fyrstu íslensku hestamyndinni og góðri kvikmynd þá er þetta tækifærið,“ segir Benedikt. Stutt er síðan Fréttablaðið greindi frá því að tónlistarmaðurinn Pétur Ben notaði þessa sömu vefsíðu til að safna fyrir gerð næstu plötu sinnar. Í staðinn gátu menn fengið áritaða plötu og einkatónleika á Skype. Spurður hvort þetta sé ekki óvenjuleg aðferð til að fjármagna kvikmynd er Benedikt sammála því. „Ég held að þetta hafi ekki verið áður gert með mynd í fullri lengd á Íslandi. Stuttmyndir hafa verið fjármagnaðar í gegnum erlendar síður en við erum að ríða á vaðið, eins og það heitir á hestamáli,“ segir hann og heldur áfram: „Við höfum tvo mánuði til stefnu. Það eru komin tvö prósent. Miðað við Hollywood-myndirnar hérna í sumar þá var fjárhagsáætlunin okkar eitt prósent af þeim peningum sem Hollywood-mennirnir höfðu.“ Kvikmyndasjóður Íslands hefur staðið á bak við Hross, auk einkafjárfesta og er lista yfir þá að finna á síðunni Hrosss.is. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira