Sjötíu manna Todmobile-rokk 16. nóvember 2012 16:00 Hljómsveitin stígur á svið í Eldborgarsalnum í kvöld. „Flækjustigið er afar mikið en með góðu fólki þá gengur þetta upp,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson í Todmobile. Hljómsveitin heldur sína árlegu tónlistarveislu í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Henni til stuðnings verður kammersveitin sem sá um hljóðfæraleik í sýningu Þjóðleikhússins á Vesalingunum, auk fjörutíu manna kórs. Todmobile verður einnig fjölmennari en áður því slagverksleikarar, bakraddasveit, hljóðgervilsleikarar og fleiri aðstoða sveitina. Samanlagt verða um sjötíu manns á sviðinu þegar mest lætur. Stífar æfingar hafa staðið yfir í Eldborg að undanförnu. „Að geta æft þetta í Eldborg og stillt af sándið með tæknifólkinu er gríðarlega mikilvægt,“ segir Þorvaldur Bjarni. „En svo það sé á hreinu þá er fólk ekkert að fara að mæta á einhverja 18. aldar kammertónleika. Við erum að „blasta“ Todmobile-rokkinu algjörlega. Rokkbandið verður stundum sér en stundum verður bara klassíska sveitin. Í stærstu lögunum, t.d. Betra en nokkuð annað, verðum við með rokksveitina, kammersveitina og svo fjörutíu manna kór.“ Þorvaldi Bjarna líkar vel við Eldborg en Todmobile spilaði þar í fyrsta sinn í fyrra. „Þetta er svolítið okkar heimavöllur. Þetta er akkúrat stærðin sem hentar okkur rosalega vel.“ Nokkrir miðar eru eftir á tónleikana og fást þeir á Harpa.is og Midi.is.- fb Tónlist Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Flækjustigið er afar mikið en með góðu fólki þá gengur þetta upp,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson í Todmobile. Hljómsveitin heldur sína árlegu tónlistarveislu í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Henni til stuðnings verður kammersveitin sem sá um hljóðfæraleik í sýningu Þjóðleikhússins á Vesalingunum, auk fjörutíu manna kórs. Todmobile verður einnig fjölmennari en áður því slagverksleikarar, bakraddasveit, hljóðgervilsleikarar og fleiri aðstoða sveitina. Samanlagt verða um sjötíu manns á sviðinu þegar mest lætur. Stífar æfingar hafa staðið yfir í Eldborg að undanförnu. „Að geta æft þetta í Eldborg og stillt af sándið með tæknifólkinu er gríðarlega mikilvægt,“ segir Þorvaldur Bjarni. „En svo það sé á hreinu þá er fólk ekkert að fara að mæta á einhverja 18. aldar kammertónleika. Við erum að „blasta“ Todmobile-rokkinu algjörlega. Rokkbandið verður stundum sér en stundum verður bara klassíska sveitin. Í stærstu lögunum, t.d. Betra en nokkuð annað, verðum við með rokksveitina, kammersveitina og svo fjörutíu manna kór.“ Þorvaldi Bjarna líkar vel við Eldborg en Todmobile spilaði þar í fyrsta sinn í fyrra. „Þetta er svolítið okkar heimavöllur. Þetta er akkúrat stærðin sem hentar okkur rosalega vel.“ Nokkrir miðar eru eftir á tónleikana og fást þeir á Harpa.is og Midi.is.- fb
Tónlist Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira