Geturðu talað við tölvuna þína? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. nóvember 2012 06:00 Íslenzkan er sprelllifandi og mikið notað tungumál. Það má til dæmis má sjá af þeirri staðreynd að aldrei hafa verið fleiri titlar í Bókatíðindunum en í ár. Þar ræður meðal annars sú þróun að bækur séu gefnar út á fleiri en einu formi; á pappír, sem hljóðbók og rafbók. Þannig er líklegt að næstu árin muni æ fleiri lesa jólabækurnar í spjaldtölvu eða á lesbretti fremur en á pappír. Texti á íslenzku skilar sér þá í nýjum miðlum, sem er gott. Þá vakna hins vegar stórar spurningar. Innan skamms geta lesendurnir talað við tölvuna sína og beðið hana vinsamlegast að opna nýju bókina eftir uppáhaldshöfundinn sinn. En geta þeir gert það á íslenzku? Og ef um rafbók er að ræða, mun tölvan geta lesið bókina fyrir þá á íslenzku? Á degi íslenzkrar tungu, sem er haldinn í dag á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, eru spurningar eins og þessar, sem lúta að íslenzkri máltækni, í brennidepli. Íslenzk málnefnd hefur augljóslega áttað sig á því að framtíð íslenzkunnar getur ráðizt á vettvangi stafrænnar tækni. Viðurkenningar nefndarinnar, sem kynntar voru fyrr í vikunni, fóru báðar til fólks sem hefur unnið merkilega sigra á sviði máltækni. Málnefndin leggur sömuleiðis aðaláherzlu á máltæknina í árlegri ályktun sinni um stöðu íslenzkrar tungu. Þar er bent á staðreyndir eins og þá að tölvur stýra nú þegar margvíslegum tækjum sem við notum í daglegu lífi, allt frá snjallsímum til bíla, og að í vaxandi mæli taka tölvurnar við raddskipunum. Það er líka staðreynd að samkvæmt nýlegri rannsókn er íslenzkan næstverst í stakk búin af 30 evrópskum tungumálum að bregðast við þessari þróun vegna skorts á gagnasöfnum, forritum og öðrum tæknilegum stuðningi við tungumálið. „Staða og framtíðarhorfur málsins ráðast ekki fyrst og fremst af fjölda málnotenda, heldur notkunarsviði málsins innan málsamfélagsins," segir málnefndin. „Íslenska er notuð á öllum sviðum – í stjórnkerfinu, skólakerfinu, viðskiptalífinu, og öllum samskiptum fólks. Komi hins vegar upp sú staða að málið verði ekki nothæft innan tölvu- og upplýsingatækninnar er hætta á ferðum vegna þess hve stórt hlutverk tæknin leikur í daglegu lífi almenning – hlutverk sem fer ört stækkandi." Þetta er laukrétt. Málnefndin bendir líka á að það sé jafndýrt að græja tungumál lítillar þjóðar í hinn stafræna ólgusjó og að gera tungumál sem hundruð milljóna tala nothæf á öllum sviðum tölvu- og upplýsingatækni. Þess vegna sjái íslenzk fyrirtæki sér lítinn hag í að þróa íslenzkan máltæknibúnað. Það skiptir máli að allir sem vilja íslenzkunni vel skilji þessa stöðu. Þróun máltækninnar mun þurfa opinberan stuðning sem stjórnmálamenn úthluta. Skólastjórnendur sem vilja útskrifa fólk sem hefur gott vald á íslenzku geta ekki verið þekktir fyrir að nýta sér ekki íslenzkt notendaviðmót fyrir tölvur sem þeim stendur til boða. Apple-fríkin eiga að heimta af seljendum tækjanna að þeir hlutist til um að stýrikerfið verði þýtt á íslenzku. Ef við viljum halda áfram að tala íslenzku verðum við líka að geta talað við tölvurnar okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Íslenzkan er sprelllifandi og mikið notað tungumál. Það má til dæmis má sjá af þeirri staðreynd að aldrei hafa verið fleiri titlar í Bókatíðindunum en í ár. Þar ræður meðal annars sú þróun að bækur séu gefnar út á fleiri en einu formi; á pappír, sem hljóðbók og rafbók. Þannig er líklegt að næstu árin muni æ fleiri lesa jólabækurnar í spjaldtölvu eða á lesbretti fremur en á pappír. Texti á íslenzku skilar sér þá í nýjum miðlum, sem er gott. Þá vakna hins vegar stórar spurningar. Innan skamms geta lesendurnir talað við tölvuna sína og beðið hana vinsamlegast að opna nýju bókina eftir uppáhaldshöfundinn sinn. En geta þeir gert það á íslenzku? Og ef um rafbók er að ræða, mun tölvan geta lesið bókina fyrir þá á íslenzku? Á degi íslenzkrar tungu, sem er haldinn í dag á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, eru spurningar eins og þessar, sem lúta að íslenzkri máltækni, í brennidepli. Íslenzk málnefnd hefur augljóslega áttað sig á því að framtíð íslenzkunnar getur ráðizt á vettvangi stafrænnar tækni. Viðurkenningar nefndarinnar, sem kynntar voru fyrr í vikunni, fóru báðar til fólks sem hefur unnið merkilega sigra á sviði máltækni. Málnefndin leggur sömuleiðis aðaláherzlu á máltæknina í árlegri ályktun sinni um stöðu íslenzkrar tungu. Þar er bent á staðreyndir eins og þá að tölvur stýra nú þegar margvíslegum tækjum sem við notum í daglegu lífi, allt frá snjallsímum til bíla, og að í vaxandi mæli taka tölvurnar við raddskipunum. Það er líka staðreynd að samkvæmt nýlegri rannsókn er íslenzkan næstverst í stakk búin af 30 evrópskum tungumálum að bregðast við þessari þróun vegna skorts á gagnasöfnum, forritum og öðrum tæknilegum stuðningi við tungumálið. „Staða og framtíðarhorfur málsins ráðast ekki fyrst og fremst af fjölda málnotenda, heldur notkunarsviði málsins innan málsamfélagsins," segir málnefndin. „Íslenska er notuð á öllum sviðum – í stjórnkerfinu, skólakerfinu, viðskiptalífinu, og öllum samskiptum fólks. Komi hins vegar upp sú staða að málið verði ekki nothæft innan tölvu- og upplýsingatækninnar er hætta á ferðum vegna þess hve stórt hlutverk tæknin leikur í daglegu lífi almenning – hlutverk sem fer ört stækkandi." Þetta er laukrétt. Málnefndin bendir líka á að það sé jafndýrt að græja tungumál lítillar þjóðar í hinn stafræna ólgusjó og að gera tungumál sem hundruð milljóna tala nothæf á öllum sviðum tölvu- og upplýsingatækni. Þess vegna sjái íslenzk fyrirtæki sér lítinn hag í að þróa íslenzkan máltæknibúnað. Það skiptir máli að allir sem vilja íslenzkunni vel skilji þessa stöðu. Þróun máltækninnar mun þurfa opinberan stuðning sem stjórnmálamenn úthluta. Skólastjórnendur sem vilja útskrifa fólk sem hefur gott vald á íslenzku geta ekki verið þekktir fyrir að nýta sér ekki íslenzkt notendaviðmót fyrir tölvur sem þeim stendur til boða. Apple-fríkin eiga að heimta af seljendum tækjanna að þeir hlutist til um að stýrikerfið verði þýtt á íslenzku. Ef við viljum halda áfram að tala íslenzku verðum við líka að geta talað við tölvurnar okkar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun