Jón Þór Birgisson og félagar í Sigur Rós ætla að gefa öllum þeim sem kaupa miða á fyrirhugaða tónleikaferð hljómsveitarinnar til Bandaríkjanna á næsta ári nýja EP-plötu sem hefur að geyma þrjú lög.
Platan verður gefin aðdáendum sveitarinnar í stafrænu formi frá 22. mars næstkomandi. Um verður að ræða ný og óútgefin lög og búast má við að eitt þeirra verði Brennisteinn sem var frumflutt á tónleikum hljómsveitarinnar í Nýju Laugardalshöllinni á dögunum við góðar undirtektir.
