Viðskipti erlent

SAS fækkar starfsmönnum um 40%

Hátt olíuverð, efnahagsvandræðin í Evrópu og samkeppni við lággjaldaflugfélög hafa reynst mörgum stórum evrópskum flugfélögum erfið á síðustu árum.
Hátt olíuverð, efnahagsvandræðin í Evrópu og samkeppni við lággjaldaflugfélög hafa reynst mörgum stórum evrópskum flugfélögum erfið á síðustu árum. Nordicphotos/AFP
Norræna flugfélagið SAS mun á næstunni fækka starfsmönnum sínum um 40% eða um 6.000 manns með uppsögnum og sölu dótturfélaga. Þá verða laun og lífeyrisgreiðslur starfsmanna lækkuð til að létta undir rekstri félagsins sem á í verulegum fjárhagsvandræðum.

Það er ekki síst samkeppni við evrópsk lággjaldaflugfélög sem hefur reynst SAS erfið síðustu ár. Flugfélagið hefur ekki skilað hagnaði í fjölda ára en með þessum aðgerðum hyggst flugfélagið lækka árlegan rekstrarkostnað um þrjá milljarða sænskra króna, jafngildi ríflega 57 milljarða íslenskra króna. Rickard Gustafsson, framkvæmdastjóri SAS, segist gera sér grein fyrir því að hagræðingaraðgerðirnar séu sársaukafullar fyrir starfsmenn en segir þær óhjákvæmilegar. „Þetta er í raun og veru síðasta tækifærið okkar ef við ætlum að tryggja rekstrargrundvöll félagsins," segir Gustafsson.

SAS er að helmingi í eigu sænska, danska og norska ríkisins en hinn helmingurinn er í eigu fjárfesta, þar á meðal hinnar sænsku Wallenberg-fjölskyldu.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×