Jólagjafir í skókössum handa þúsundum úkraínskra barna 8. nóvember 2012 12:41 Salvar Geir hefur þrisvar sinnum farið til Úkraínu með skókassa. Hann segir það átakanlegt en jafnframt ómetanlegt. mynd/einkasafn „Við heimsækjum munaðarleysingjahæli og börn sem búa við bág kjör. Fyrir flest börnin sem við gefum skókassa er þetta eina jólagjöfin sem þau fá," segir Salvar Geir Guðgeirsson, einn forsprakka verkefnisins Jól í skókassa sem lýkur á laugardaginn. Á mörgum heimilum er það orðið hluti af jólaundirbúningnum að taka þátt í verkefninu, sem er nú haldið í níunda sinn og er alþjóðlegt samstarfsverkefni á milli hóps innan KFUM og KFUK á Íslandi og í Úkraínu. Hver sem hefur áhuga á getur tekið þátt með því að útbúa jólagjöf í skókassa og skila inn. Allir kassarnir eru síðan fluttir til Úkraínu, þar sem bágstöddum eru gefnir þeir að gjöf. „Þetta snýst um að minnast þeirra sem minna mega sín og hvað margt smátt getur virkilega gert eitt stórt," segir Salvar Geir. Verkefnið er allt unnið í sjálfboðavinnu og hefur vaxið gríðarlega á síðustu níu árum. „Þetta byrjaði árið 2004 sem krúttlegt innanhúsverkefni hjá hópi innan KFUM og KFUK. Þá söfnuðum við 500 kössum og fannst það frábært. Verkefnið spurðist hratt út og árið eftir voru kassarnir orðnir fimm sinnum fleiri, um 2.500. Árið 2006 vorum við svo með um 5.000 kassa og sú tala hefur nokkurn veginn haldist síðan," segir Salvar Geir. Hópur sjálfboðaliða vinnur svo að því að yfirfara alla kassa sem berast. „Við viljum passa upp á að allir kassarnir innihaldi það sem þeir eiga að innihalda og séu svipaðir að gæðum. Það þarf líka að passa upp á að þeir innihaldi ekkert sem þeir ekki mega innihalda eins og vökva, stríðsleikföng eða spil," segir Salvar Geir. Spil eru til að mynda tengd fjárhættuspilum í Úkraínu, sem eru ólögleg og mikið vandamál þar í landi. Jóladagur á svæðinu þar sem kössunum er dreift er 7. janúar og fer afhending fram í kringum þann dag. Árlega fylgja einstaklingar úr undirbúningshópnum kössunum utan og hjálpa til við útdeilinguna. Salvar Geir hefur farið í þrígang og segir upplifunina mikla. „Það er átakanlegt að sjá með eigin augum hvað lífskjörin eru miklu lakari þarna en við erum vön. Jafnframt er ómetanlegt að fá að afhenda kassana persónulega og upplifa gleði barnanna við að fá þá í hendur og opna þá," segir hann. Allir sem hafa áhuga á geta tekið þátt og það er mjög einfalt að vera með:1.Finndu skókassa og pakkaðu honum inn. Mikilvægt er að lokinu sé pakkað inn sér því það verður að vera hægt að opna kassann.2.Ákveddu kyn og aldursflokk þess sem þú vilt gefa gjöfina.3.Settu gjöfina í kassann. Það er miðað við að kassinn innihaldi að minnsta kosti einn hlut úr fimm flokkum sem gefnir eru upp og óskað er eftir að 500 til 800 krónur fylgi með hverjum kassa fyrir sendingarkostnaði. Flokkarnir fimm eru:Fatnaður.Til dæmis húfur, sokkar, vettlingar.Ritföng.Til dæmis skrifblokkir, pennar, litir.Leikföng.Til dæmis bangsar, bílar, boltar.Sælgæti.Til dæmis brjóstsykur, sleikjó, karamellur.Hreinlætisvörur.Mælst er til að tannbursti og tannkrem sé í öllum kössum. Sápustykki og þvottapoki er líka sniðugt. 4.Lokaðu kassanum og skilaðu honum inn. Hægt er að skila honum inn víðs vegar um landið en aðalskilastaður í Reykjavík er í höfuðstöðvum KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28. Lokadagur til að skila inn kössum er næstkomandi laugardagur, 10. nóvember. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni Skokassar.net. Jólafréttir Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
„Við heimsækjum munaðarleysingjahæli og börn sem búa við bág kjör. Fyrir flest börnin sem við gefum skókassa er þetta eina jólagjöfin sem þau fá," segir Salvar Geir Guðgeirsson, einn forsprakka verkefnisins Jól í skókassa sem lýkur á laugardaginn. Á mörgum heimilum er það orðið hluti af jólaundirbúningnum að taka þátt í verkefninu, sem er nú haldið í níunda sinn og er alþjóðlegt samstarfsverkefni á milli hóps innan KFUM og KFUK á Íslandi og í Úkraínu. Hver sem hefur áhuga á getur tekið þátt með því að útbúa jólagjöf í skókassa og skila inn. Allir kassarnir eru síðan fluttir til Úkraínu, þar sem bágstöddum eru gefnir þeir að gjöf. „Þetta snýst um að minnast þeirra sem minna mega sín og hvað margt smátt getur virkilega gert eitt stórt," segir Salvar Geir. Verkefnið er allt unnið í sjálfboðavinnu og hefur vaxið gríðarlega á síðustu níu árum. „Þetta byrjaði árið 2004 sem krúttlegt innanhúsverkefni hjá hópi innan KFUM og KFUK. Þá söfnuðum við 500 kössum og fannst það frábært. Verkefnið spurðist hratt út og árið eftir voru kassarnir orðnir fimm sinnum fleiri, um 2.500. Árið 2006 vorum við svo með um 5.000 kassa og sú tala hefur nokkurn veginn haldist síðan," segir Salvar Geir. Hópur sjálfboðaliða vinnur svo að því að yfirfara alla kassa sem berast. „Við viljum passa upp á að allir kassarnir innihaldi það sem þeir eiga að innihalda og séu svipaðir að gæðum. Það þarf líka að passa upp á að þeir innihaldi ekkert sem þeir ekki mega innihalda eins og vökva, stríðsleikföng eða spil," segir Salvar Geir. Spil eru til að mynda tengd fjárhættuspilum í Úkraínu, sem eru ólögleg og mikið vandamál þar í landi. Jóladagur á svæðinu þar sem kössunum er dreift er 7. janúar og fer afhending fram í kringum þann dag. Árlega fylgja einstaklingar úr undirbúningshópnum kössunum utan og hjálpa til við útdeilinguna. Salvar Geir hefur farið í þrígang og segir upplifunina mikla. „Það er átakanlegt að sjá með eigin augum hvað lífskjörin eru miklu lakari þarna en við erum vön. Jafnframt er ómetanlegt að fá að afhenda kassana persónulega og upplifa gleði barnanna við að fá þá í hendur og opna þá," segir hann. Allir sem hafa áhuga á geta tekið þátt og það er mjög einfalt að vera með:1.Finndu skókassa og pakkaðu honum inn. Mikilvægt er að lokinu sé pakkað inn sér því það verður að vera hægt að opna kassann.2.Ákveddu kyn og aldursflokk þess sem þú vilt gefa gjöfina.3.Settu gjöfina í kassann. Það er miðað við að kassinn innihaldi að minnsta kosti einn hlut úr fimm flokkum sem gefnir eru upp og óskað er eftir að 500 til 800 krónur fylgi með hverjum kassa fyrir sendingarkostnaði. Flokkarnir fimm eru:Fatnaður.Til dæmis húfur, sokkar, vettlingar.Ritföng.Til dæmis skrifblokkir, pennar, litir.Leikföng.Til dæmis bangsar, bílar, boltar.Sælgæti.Til dæmis brjóstsykur, sleikjó, karamellur.Hreinlætisvörur.Mælst er til að tannbursti og tannkrem sé í öllum kössum. Sápustykki og þvottapoki er líka sniðugt. 4.Lokaðu kassanum og skilaðu honum inn. Hægt er að skila honum inn víðs vegar um landið en aðalskilastaður í Reykjavík er í höfuðstöðvum KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28. Lokadagur til að skila inn kössum er næstkomandi laugardagur, 10. nóvember. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni Skokassar.net.
Jólafréttir Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“