Ólafur: Juventus hefur gríðarlegan sóknarþunga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Andrea Pirlo hefur verið magnaður í sterku liði Juventus. nordicphottos/AFP Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hefur starfað fyrir danska liðið Nordsjælland að undanförnu og leikgreint lið Ítalíumeistara Juventus. Þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leikurinn fer fram í Tórínó. „Ég var að borða hádegismat með þjálfaranum áðan og mér heyrist á honum að það sé fullur hugur á að ná góðum úrslitum í leiknum," sagði Ólafur þegar að Fréttablaðið heyrði í honum. Hann var þá staddur ytra en þar hefur hann verið síðan á föstudag. Juventus tapaði um helgina fyrir Inter, 3-1, í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar en þetta var fyrsta tap Juventus í 49 deildarleikjum í röð. „Þeir komu inn af gríðarlega miklum krafti í þann leik og ég á ekki von á öðru en að svipað verði upp á teningnum gegn Nordsjælland," sagði Ólafur en hann segir mikinn sóknarþunga búa í liði Juventus. „Það fer það orð af ítalska boltanum heima að þetta sé fyrst og fremst mikill varnarleikur og annað í þeim dúr. Staðreyndin er hins vegar sú að Juventus er gríðarlega öflugt og gríðarlega teknískt knattspyrnulið," segir Ólafur. „Ef Nordsjælland nær að standa af sér mesta áhlaupið í upphafi leiks verður útlitið strax betra fyrir þá." Þessi lið skildu jöfn, 1-1, á Parken fyrir tveimur vikum síðan en Ítalirnir skoruðu jöfnunarmarkið þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Auðvitað var það svekkjandi en liðið má vel við una þegar allt er tekið inn í reikninginn," segir Ólafur sem segir að lykilatriði fyrir danska liðið sé að stöðva miðvallarleikmanninn Andrea Pirlo. „Það fer mjög mikið í gegnum hann og liðið hagar sér á ákveðinn hátt þegar hann er stöðvaður. Það eru nokkur atriði í sóknarleik Juventus sem andstæðingar liðsins verða að vera alveg klárir á ef ekki á illa að fara og þetta er eitt af því," segir Ólafur. Juventus hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum til þessa í Meistaradeildinni og segja forráðamenn liðsins að ekkert nema sigur komi til greina í kvöld. Úkraínska liðið Shakhtar Donetsk er óvænt á toppnum með sjö stig eftir sigur á Chelsea í síðustu umferð en liðin mætast á ný í kvöld. Nordsjælland er neðst í riðlinum með eitt stig og þarf því að ná jákvæðum úrslitum í næstu leikjum til að eiga möguleika á að minnsta kosti þriðja sætinu sem veitir þátttökurétt í Evrópudeild UEFA eftir áramót. En þó svo að Ólafur hafi lokið leikgreiningu sinni á Juventus fyrir Nordsjælland mun hann áfram starfa fyrir liðið. „Ég fer næst til Úkraínu til að fylgjast með Shakhtar Donetsk sem verður næsti andstæðingur eftir tvær vikur," segir Ólafur. „Þetta er óneitanlega skemmtileg vinna fyrir mig og lengir tímabilið, ef svo má segja." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hefur starfað fyrir danska liðið Nordsjælland að undanförnu og leikgreint lið Ítalíumeistara Juventus. Þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leikurinn fer fram í Tórínó. „Ég var að borða hádegismat með þjálfaranum áðan og mér heyrist á honum að það sé fullur hugur á að ná góðum úrslitum í leiknum," sagði Ólafur þegar að Fréttablaðið heyrði í honum. Hann var þá staddur ytra en þar hefur hann verið síðan á föstudag. Juventus tapaði um helgina fyrir Inter, 3-1, í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar en þetta var fyrsta tap Juventus í 49 deildarleikjum í röð. „Þeir komu inn af gríðarlega miklum krafti í þann leik og ég á ekki von á öðru en að svipað verði upp á teningnum gegn Nordsjælland," sagði Ólafur en hann segir mikinn sóknarþunga búa í liði Juventus. „Það fer það orð af ítalska boltanum heima að þetta sé fyrst og fremst mikill varnarleikur og annað í þeim dúr. Staðreyndin er hins vegar sú að Juventus er gríðarlega öflugt og gríðarlega teknískt knattspyrnulið," segir Ólafur. „Ef Nordsjælland nær að standa af sér mesta áhlaupið í upphafi leiks verður útlitið strax betra fyrir þá." Þessi lið skildu jöfn, 1-1, á Parken fyrir tveimur vikum síðan en Ítalirnir skoruðu jöfnunarmarkið þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Auðvitað var það svekkjandi en liðið má vel við una þegar allt er tekið inn í reikninginn," segir Ólafur sem segir að lykilatriði fyrir danska liðið sé að stöðva miðvallarleikmanninn Andrea Pirlo. „Það fer mjög mikið í gegnum hann og liðið hagar sér á ákveðinn hátt þegar hann er stöðvaður. Það eru nokkur atriði í sóknarleik Juventus sem andstæðingar liðsins verða að vera alveg klárir á ef ekki á illa að fara og þetta er eitt af því," segir Ólafur. Juventus hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum til þessa í Meistaradeildinni og segja forráðamenn liðsins að ekkert nema sigur komi til greina í kvöld. Úkraínska liðið Shakhtar Donetsk er óvænt á toppnum með sjö stig eftir sigur á Chelsea í síðustu umferð en liðin mætast á ný í kvöld. Nordsjælland er neðst í riðlinum með eitt stig og þarf því að ná jákvæðum úrslitum í næstu leikjum til að eiga möguleika á að minnsta kosti þriðja sætinu sem veitir þátttökurétt í Evrópudeild UEFA eftir áramót. En þó svo að Ólafur hafi lokið leikgreiningu sinni á Juventus fyrir Nordsjælland mun hann áfram starfa fyrir liðið. „Ég fer næst til Úkraínu til að fylgjast með Shakhtar Donetsk sem verður næsti andstæðingur eftir tvær vikur," segir Ólafur. „Þetta er óneitanlega skemmtileg vinna fyrir mig og lengir tímabilið, ef svo má segja."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Sjá meira