Ólafur: Juventus hefur gríðarlegan sóknarþunga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Andrea Pirlo hefur verið magnaður í sterku liði Juventus. nordicphottos/AFP Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hefur starfað fyrir danska liðið Nordsjælland að undanförnu og leikgreint lið Ítalíumeistara Juventus. Þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leikurinn fer fram í Tórínó. „Ég var að borða hádegismat með þjálfaranum áðan og mér heyrist á honum að það sé fullur hugur á að ná góðum úrslitum í leiknum," sagði Ólafur þegar að Fréttablaðið heyrði í honum. Hann var þá staddur ytra en þar hefur hann verið síðan á föstudag. Juventus tapaði um helgina fyrir Inter, 3-1, í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar en þetta var fyrsta tap Juventus í 49 deildarleikjum í röð. „Þeir komu inn af gríðarlega miklum krafti í þann leik og ég á ekki von á öðru en að svipað verði upp á teningnum gegn Nordsjælland," sagði Ólafur en hann segir mikinn sóknarþunga búa í liði Juventus. „Það fer það orð af ítalska boltanum heima að þetta sé fyrst og fremst mikill varnarleikur og annað í þeim dúr. Staðreyndin er hins vegar sú að Juventus er gríðarlega öflugt og gríðarlega teknískt knattspyrnulið," segir Ólafur. „Ef Nordsjælland nær að standa af sér mesta áhlaupið í upphafi leiks verður útlitið strax betra fyrir þá." Þessi lið skildu jöfn, 1-1, á Parken fyrir tveimur vikum síðan en Ítalirnir skoruðu jöfnunarmarkið þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Auðvitað var það svekkjandi en liðið má vel við una þegar allt er tekið inn í reikninginn," segir Ólafur sem segir að lykilatriði fyrir danska liðið sé að stöðva miðvallarleikmanninn Andrea Pirlo. „Það fer mjög mikið í gegnum hann og liðið hagar sér á ákveðinn hátt þegar hann er stöðvaður. Það eru nokkur atriði í sóknarleik Juventus sem andstæðingar liðsins verða að vera alveg klárir á ef ekki á illa að fara og þetta er eitt af því," segir Ólafur. Juventus hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum til þessa í Meistaradeildinni og segja forráðamenn liðsins að ekkert nema sigur komi til greina í kvöld. Úkraínska liðið Shakhtar Donetsk er óvænt á toppnum með sjö stig eftir sigur á Chelsea í síðustu umferð en liðin mætast á ný í kvöld. Nordsjælland er neðst í riðlinum með eitt stig og þarf því að ná jákvæðum úrslitum í næstu leikjum til að eiga möguleika á að minnsta kosti þriðja sætinu sem veitir þátttökurétt í Evrópudeild UEFA eftir áramót. En þó svo að Ólafur hafi lokið leikgreiningu sinni á Juventus fyrir Nordsjælland mun hann áfram starfa fyrir liðið. „Ég fer næst til Úkraínu til að fylgjast með Shakhtar Donetsk sem verður næsti andstæðingur eftir tvær vikur," segir Ólafur. „Þetta er óneitanlega skemmtileg vinna fyrir mig og lengir tímabilið, ef svo má segja." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hefur starfað fyrir danska liðið Nordsjælland að undanförnu og leikgreint lið Ítalíumeistara Juventus. Þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leikurinn fer fram í Tórínó. „Ég var að borða hádegismat með þjálfaranum áðan og mér heyrist á honum að það sé fullur hugur á að ná góðum úrslitum í leiknum," sagði Ólafur þegar að Fréttablaðið heyrði í honum. Hann var þá staddur ytra en þar hefur hann verið síðan á föstudag. Juventus tapaði um helgina fyrir Inter, 3-1, í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar en þetta var fyrsta tap Juventus í 49 deildarleikjum í röð. „Þeir komu inn af gríðarlega miklum krafti í þann leik og ég á ekki von á öðru en að svipað verði upp á teningnum gegn Nordsjælland," sagði Ólafur en hann segir mikinn sóknarþunga búa í liði Juventus. „Það fer það orð af ítalska boltanum heima að þetta sé fyrst og fremst mikill varnarleikur og annað í þeim dúr. Staðreyndin er hins vegar sú að Juventus er gríðarlega öflugt og gríðarlega teknískt knattspyrnulið," segir Ólafur. „Ef Nordsjælland nær að standa af sér mesta áhlaupið í upphafi leiks verður útlitið strax betra fyrir þá." Þessi lið skildu jöfn, 1-1, á Parken fyrir tveimur vikum síðan en Ítalirnir skoruðu jöfnunarmarkið þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Auðvitað var það svekkjandi en liðið má vel við una þegar allt er tekið inn í reikninginn," segir Ólafur sem segir að lykilatriði fyrir danska liðið sé að stöðva miðvallarleikmanninn Andrea Pirlo. „Það fer mjög mikið í gegnum hann og liðið hagar sér á ákveðinn hátt þegar hann er stöðvaður. Það eru nokkur atriði í sóknarleik Juventus sem andstæðingar liðsins verða að vera alveg klárir á ef ekki á illa að fara og þetta er eitt af því," segir Ólafur. Juventus hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum til þessa í Meistaradeildinni og segja forráðamenn liðsins að ekkert nema sigur komi til greina í kvöld. Úkraínska liðið Shakhtar Donetsk er óvænt á toppnum með sjö stig eftir sigur á Chelsea í síðustu umferð en liðin mætast á ný í kvöld. Nordsjælland er neðst í riðlinum með eitt stig og þarf því að ná jákvæðum úrslitum í næstu leikjum til að eiga möguleika á að minnsta kosti þriðja sætinu sem veitir þátttökurétt í Evrópudeild UEFA eftir áramót. En þó svo að Ólafur hafi lokið leikgreiningu sinni á Juventus fyrir Nordsjælland mun hann áfram starfa fyrir liðið. „Ég fer næst til Úkraínu til að fylgjast með Shakhtar Donetsk sem verður næsti andstæðingur eftir tvær vikur," segir Ólafur. „Þetta er óneitanlega skemmtileg vinna fyrir mig og lengir tímabilið, ef svo má segja."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira