Í stærri kjól fyrir jól? Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Nú nálgast jólin og fólk byrjað að huga að því að finna til uppáhaldssmákökuuppskriftirnar sínar, kafa eftir jólaskrautinu og velja jólagjafir handa nánustu vinum og aðstandendum. Einhverra hluta vegna hefur það blandast í jólaundirbúninginn hjá sumum að koma sér „í kjólinn fyrir jólin". Það hef ég aldrei skilið. Eru jólin ekki einmitt annáluð fitunarhátíð? Til hvers að hamast við að koma sér í kjólinn fyrir jólin til þess eins að passa ekki í hann eftir jólin? Er þá ekki bara betra að fara í megrun í janúar? Ef frá er talinn boðskapurinn um Jesú og gæðastundir með fjölskyldunni er maturinn uppáhaldsatriðið mitt við jólahátíðina. Ég bjó til að mynda í Austurríki ein jólin og fékk pylsusúpu í matinn á aðfangadagskvöld. Það þótti mér ekki skemmtilegt. Fyrir þá sem er mjög umhugað um línurnar er ég þó með nokkur góð ráð til að geta leyft sér hluti yfir hátíðarnar (og reyndar alltaf) án þess þó að missa allt niðrum sig. 1. Borðaðu standandi. Þannig sest fitan á ökklana en ekki rassinn og það er öllum sama þó þú sért með svera ökkla. 2. Borðaðu nóg af ís. Líkaminn eyðir svo mikilli orku í að hita sig upp á móti kuldanum að þú grennist. 3. Það tekur tólf mínútur fyrir líkamann að átta sig á því að hann sé saddur. Fáðu þér því bita á tólf mínútna fresti. 4. Allt sem er borðað í veislum er ekki fitandi svo nýttu þér þau tilfelli vel. (Það sama á reyndar við um það sem er borðað í útlöndum, svona upp á seinni tíma.) Fyrir þá sem hafa verið að huga að leiðum til að borða eins mikið og þeir geta yfir hátíðarnar er ég líka með nokkur gullin ráð. 1. Stattu upp þegar þú ert orðin of södd/saddur. Þá dettur maturinn niður og þú getur borðað meira. 2. Borðaðu ís þegar þú ert orðin of södd/saddur – já, aftur. Kuldinn í ísnum gerir það nefnilega líka að verkum að meltingin vinnur hraðar og þú getur þar af leiðandi borðað meira. 3. Borðaðu hratt og innbyrtu sem mest á fyrstu tólf mínútunum, áður en líkaminn áttar sig á að hann sé saddur. Það eru 11 aðrir mánuðir í árinu þar sem hægt er að hafa áhyggjur af línunum. Gefum okkur frí í einn mánuð á ári (eða tvo ef þið eruð byrjuð að baka smákökur eins og ég). Ég ætla í það minnsta að gera vel við mig í mat og drykk þessi jólin, eins og reyndar flest önnur. Ég kaupi mér þá bara stærri kjól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Tinna Rós Steinsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Nú nálgast jólin og fólk byrjað að huga að því að finna til uppáhaldssmákökuuppskriftirnar sínar, kafa eftir jólaskrautinu og velja jólagjafir handa nánustu vinum og aðstandendum. Einhverra hluta vegna hefur það blandast í jólaundirbúninginn hjá sumum að koma sér „í kjólinn fyrir jólin". Það hef ég aldrei skilið. Eru jólin ekki einmitt annáluð fitunarhátíð? Til hvers að hamast við að koma sér í kjólinn fyrir jólin til þess eins að passa ekki í hann eftir jólin? Er þá ekki bara betra að fara í megrun í janúar? Ef frá er talinn boðskapurinn um Jesú og gæðastundir með fjölskyldunni er maturinn uppáhaldsatriðið mitt við jólahátíðina. Ég bjó til að mynda í Austurríki ein jólin og fékk pylsusúpu í matinn á aðfangadagskvöld. Það þótti mér ekki skemmtilegt. Fyrir þá sem er mjög umhugað um línurnar er ég þó með nokkur góð ráð til að geta leyft sér hluti yfir hátíðarnar (og reyndar alltaf) án þess þó að missa allt niðrum sig. 1. Borðaðu standandi. Þannig sest fitan á ökklana en ekki rassinn og það er öllum sama þó þú sért með svera ökkla. 2. Borðaðu nóg af ís. Líkaminn eyðir svo mikilli orku í að hita sig upp á móti kuldanum að þú grennist. 3. Það tekur tólf mínútur fyrir líkamann að átta sig á því að hann sé saddur. Fáðu þér því bita á tólf mínútna fresti. 4. Allt sem er borðað í veislum er ekki fitandi svo nýttu þér þau tilfelli vel. (Það sama á reyndar við um það sem er borðað í útlöndum, svona upp á seinni tíma.) Fyrir þá sem hafa verið að huga að leiðum til að borða eins mikið og þeir geta yfir hátíðarnar er ég líka með nokkur gullin ráð. 1. Stattu upp þegar þú ert orðin of södd/saddur. Þá dettur maturinn niður og þú getur borðað meira. 2. Borðaðu ís þegar þú ert orðin of södd/saddur – já, aftur. Kuldinn í ísnum gerir það nefnilega líka að verkum að meltingin vinnur hraðar og þú getur þar af leiðandi borðað meira. 3. Borðaðu hratt og innbyrtu sem mest á fyrstu tólf mínútunum, áður en líkaminn áttar sig á að hann sé saddur. Það eru 11 aðrir mánuðir í árinu þar sem hægt er að hafa áhyggjur af línunum. Gefum okkur frí í einn mánuð á ári (eða tvo ef þið eruð byrjuð að baka smákökur eins og ég). Ég ætla í það minnsta að gera vel við mig í mat og drykk þessi jólin, eins og reyndar flest önnur. Ég kaupi mér þá bara stærri kjól!
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun