Líður eins og á glænýjum Porsche á litríkum Hippa 3. nóvember 2012 06:00 Gabriel Gerald Haesler hefur sett "litríkasta bíl landsins“ á söluskrá. Fréttablaðið/Anton "Þetta vekur mikla athygli en það eru ekki margir sem vilja kaupa hann,“ segir Gabriel Gerald Haesler.Hann hefur sett inn auglýsingu á vefsíðuna Bland.is þar sem hann auglýsir "litríkasta bíl Íslands“ til sölu. Bíllinn, sem er af tegundinni Volkswagen Vento frá árinu 1997, var málaður í listasmiðju Hafnarhússins árið 2009 af nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti og var það myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson sem stýrði verkefninu. Bíllinn var í eigu þáverandi menningarstjóra Hafnarhússins."Þetta var gömul drusla sem hún átti sem hún ætlaði að láta henda. Síðan var þessi listasmiðja í Hafnarhúsinu og hún bauð fram bílinn sinn,“ segir Gabríel, sem frétti af honum í gegnum móður sína sem var að vinna í Hafnarhúsinu. "Ég var að leita mér að ódýrum bíl. Hún tók eftir því að hún var að selja bílinn sinn og það bara hitti voðalega heppilega á.“Þessi litríki bíll hefur fengið viðurnefnið Hippinn og vekur mikla athygli hvert sem hann fer. "Það er ekki búið að vera leiðinlegt að eiga þennan bíl. Manni líður eins og maður sé á splunkunýjum Porsche. Það eru einhvern veginn allir að fylgjast með manni,“ segir hann. Spurður hvað vinum hans finnst um Hippann segir Gabríel: "Það eru mjög skiptar skoðanir á því hvort þetta sé flottur bíll eða ekki en það finnst öllum bíllinn athyglisverður.“ Hann er sannfærður um að þetta sé litríkasti bíll landsins. "Ég hef aldrei fengið staðfestingu á því en ég hef ekki séð litríkari bíl enn þá.“Verðið sem Gabriel setur á bílinn er 230 þúsund krónur. "Hann er í toppstandi. Það er ekkert að honum.“freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Þetta vekur mikla athygli en það eru ekki margir sem vilja kaupa hann,“ segir Gabriel Gerald Haesler.Hann hefur sett inn auglýsingu á vefsíðuna Bland.is þar sem hann auglýsir "litríkasta bíl Íslands“ til sölu. Bíllinn, sem er af tegundinni Volkswagen Vento frá árinu 1997, var málaður í listasmiðju Hafnarhússins árið 2009 af nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti og var það myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson sem stýrði verkefninu. Bíllinn var í eigu þáverandi menningarstjóra Hafnarhússins."Þetta var gömul drusla sem hún átti sem hún ætlaði að láta henda. Síðan var þessi listasmiðja í Hafnarhúsinu og hún bauð fram bílinn sinn,“ segir Gabríel, sem frétti af honum í gegnum móður sína sem var að vinna í Hafnarhúsinu. "Ég var að leita mér að ódýrum bíl. Hún tók eftir því að hún var að selja bílinn sinn og það bara hitti voðalega heppilega á.“Þessi litríki bíll hefur fengið viðurnefnið Hippinn og vekur mikla athygli hvert sem hann fer. "Það er ekki búið að vera leiðinlegt að eiga þennan bíl. Manni líður eins og maður sé á splunkunýjum Porsche. Það eru einhvern veginn allir að fylgjast með manni,“ segir hann. Spurður hvað vinum hans finnst um Hippann segir Gabríel: "Það eru mjög skiptar skoðanir á því hvort þetta sé flottur bíll eða ekki en það finnst öllum bíllinn athyglisverður.“ Hann er sannfærður um að þetta sé litríkasti bíll landsins. "Ég hef aldrei fengið staðfestingu á því en ég hef ekki séð litríkari bíl enn þá.“Verðið sem Gabriel setur á bílinn er 230 þúsund krónur. "Hann er í toppstandi. Það er ekkert að honum.“freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira