Sykur til Wall of Sound Álfrún Pálsdóttir skrifar 1. nóvember 2012 08:00 „Það stefna allir á heimsfrægð, alltaf," segir Halldór Eldjárn, einn meðlima hljómsveitarinnar Sykurs sem nýverið landaði plötusamningi við breska útgáfuna Wall of Sound. Það var stofnandi og eigandi plötuútgáfunnar, Mark Jones, sem hreifst af Sykri þegar hljómsveitin spilaði á Great Escape tónlistarhátíðinni í Brighton í vor. Síðan þá hafa viðræður staðið yfir og nú er komið í ljós að seinni plata Sykurs, Mesópótamía, verður gefin út og dreift í Evrópu á vegum Wall of Sound. „Þetta hefur verið í bígerð í smá tíma og er bara mikil snilld í alla staði. Við erum öll mjög spennt en reynum að vera ekki með of mikla meikdrauma strax. Maður er víst ekki orðinn frægur fyrr en maður er kominn með aðdáendur í löndum sem maður vissi ekki að væru til." Ásamt Halldóri skipa þau Stefán Finnbogason, Kristján Eldjárn og söngkonan Agnes Björt Andradóttir hljómsveitina, sem verður í góðum félagsskap hjá Wall of Sound. Á mála þar eru til að mynda dæmis goðsögnin Grace Jones, norska rafsveitin Röyksopp og Human League. Spurður um hvort sveitin græði peninga á að skrifa undir samning við svona stórt plötufyrirtæki stendur ekki á svörum hjá Halldóri. „Jú, það eru víst einhverjir peningar í þessu hjá þeim en mér skilst að við fáum bara borgað í Rolex-úrum til byrja með." Eins og hjá mörgum íslenskum hljómsveitum er brjálað að gera hjá Sykri næstu daga vegna Iceland Airwaves. Sveitin kemur fram fimm sinnum yfir hátíðina og riðu á vaðið í gærkvöldi í Hörpu. „Þetta er í fjórða sinn sem við spilum á Airwaves. Fyrst var það árið 2008 en þá vorum við bara tveir í sveitinni. Það svaf maður á dansgólfinu á meðan við spiluðum og okkur var næstum hent út fyrir að vera undir aldri. Það var ansi eftirminnileg frumraun, en ég á ekki von á að nokkur sofni á tónleikum okkar um helgina." Tónlist Tengdar fréttir Snow Patrol bauð Sykri að "remixa” Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra,“ segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. 11. október 2012 00:01 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það stefna allir á heimsfrægð, alltaf," segir Halldór Eldjárn, einn meðlima hljómsveitarinnar Sykurs sem nýverið landaði plötusamningi við breska útgáfuna Wall of Sound. Það var stofnandi og eigandi plötuútgáfunnar, Mark Jones, sem hreifst af Sykri þegar hljómsveitin spilaði á Great Escape tónlistarhátíðinni í Brighton í vor. Síðan þá hafa viðræður staðið yfir og nú er komið í ljós að seinni plata Sykurs, Mesópótamía, verður gefin út og dreift í Evrópu á vegum Wall of Sound. „Þetta hefur verið í bígerð í smá tíma og er bara mikil snilld í alla staði. Við erum öll mjög spennt en reynum að vera ekki með of mikla meikdrauma strax. Maður er víst ekki orðinn frægur fyrr en maður er kominn með aðdáendur í löndum sem maður vissi ekki að væru til." Ásamt Halldóri skipa þau Stefán Finnbogason, Kristján Eldjárn og söngkonan Agnes Björt Andradóttir hljómsveitina, sem verður í góðum félagsskap hjá Wall of Sound. Á mála þar eru til að mynda dæmis goðsögnin Grace Jones, norska rafsveitin Röyksopp og Human League. Spurður um hvort sveitin græði peninga á að skrifa undir samning við svona stórt plötufyrirtæki stendur ekki á svörum hjá Halldóri. „Jú, það eru víst einhverjir peningar í þessu hjá þeim en mér skilst að við fáum bara borgað í Rolex-úrum til byrja með." Eins og hjá mörgum íslenskum hljómsveitum er brjálað að gera hjá Sykri næstu daga vegna Iceland Airwaves. Sveitin kemur fram fimm sinnum yfir hátíðina og riðu á vaðið í gærkvöldi í Hörpu. „Þetta er í fjórða sinn sem við spilum á Airwaves. Fyrst var það árið 2008 en þá vorum við bara tveir í sveitinni. Það svaf maður á dansgólfinu á meðan við spiluðum og okkur var næstum hent út fyrir að vera undir aldri. Það var ansi eftirminnileg frumraun, en ég á ekki von á að nokkur sofni á tónleikum okkar um helgina."
Tónlist Tengdar fréttir Snow Patrol bauð Sykri að "remixa” Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra,“ segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. 11. október 2012 00:01 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Snow Patrol bauð Sykri að "remixa” Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra,“ segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. 11. október 2012 00:01