Hrollvekjur í gamni og alvöru TRS skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Drakúla sjálfur hefur tekið sig til og opnað fimm stjörnu hótel í teiknimyndinni Hotel Transylvania. Hótelið er hinn besti hvíldarstaður fyrir skrímsli og fjölskyldur þeirra þar sem ekkert mannfólk er að angra þau. Öll frægustu skrímsli heims eru saman komin á Hotel Transylvania eina helgina til að halda upp á 118 ára afmæli dóttur Drakúla, Mavis. Drakúla er mikið í mun að þjónusta þessa merkilegu gesti sína af fremsta megni en þegar ungur drengur villist inn á hótelið einmitt þessa helgi er voðinn vís. Ekki skánar það svo þegar drengurinn rennir hýru auga til afmælisbarnsins sjálfs. Það er hópur stjarna sem ljáir persónum myndarinnar rödd sína og má þar meðal annars nefna Adam Sandler, Selenu Gomez, Kevin James, Andy Samberg og Steve Buscemi. Hrollvekjan House at the End of the Street er einnig frumsýnd um helgina. Myndin segir frá Ryan, ungum strák sem missti foreldra sína þegar systir hans myrti þá. Sjálfur komst hann undan. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, eins og Elissa kemst að þegar hún flytur í næsta hús. Vegna misskilnings var sagt frá því í síðustu viku að House at the End of the Street yrði frumsýnd þá um helgina og leiðréttist það hér með. Hægt er að sjá sýnishorn hér. Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Drakúla sjálfur hefur tekið sig til og opnað fimm stjörnu hótel í teiknimyndinni Hotel Transylvania. Hótelið er hinn besti hvíldarstaður fyrir skrímsli og fjölskyldur þeirra þar sem ekkert mannfólk er að angra þau. Öll frægustu skrímsli heims eru saman komin á Hotel Transylvania eina helgina til að halda upp á 118 ára afmæli dóttur Drakúla, Mavis. Drakúla er mikið í mun að þjónusta þessa merkilegu gesti sína af fremsta megni en þegar ungur drengur villist inn á hótelið einmitt þessa helgi er voðinn vís. Ekki skánar það svo þegar drengurinn rennir hýru auga til afmælisbarnsins sjálfs. Það er hópur stjarna sem ljáir persónum myndarinnar rödd sína og má þar meðal annars nefna Adam Sandler, Selenu Gomez, Kevin James, Andy Samberg og Steve Buscemi. Hrollvekjan House at the End of the Street er einnig frumsýnd um helgina. Myndin segir frá Ryan, ungum strák sem missti foreldra sína þegar systir hans myrti þá. Sjálfur komst hann undan. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, eins og Elissa kemst að þegar hún flytur í næsta hús. Vegna misskilnings var sagt frá því í síðustu viku að House at the End of the Street yrði frumsýnd þá um helgina og leiðréttist það hér með. Hægt er að sjá sýnishorn hér.
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira