Leikhúsið er hálfpartinn verndaður vinnustaður 1. nóvember 2012 00:01 Ragnar segist hafa notað sama verferli við vinnslu leikritsins og hann hefur gert við vinnslu kvikmynda sinna og þáttaraða. fréttablaðið/anton Stutta útgáfan er sú að Magnús Geir borgarleikhússtjóri hefur annað slagið undanfarin ár leitað til mín og spurt hvort ég hafi áhuga á að leikstýra hjá sér. Ég hafði aldrei tíma, var upptekinn við annað, en hafði svo sem alveg áhuga," segir Ragnar. "Magnús gafst svo upp á biðinni í fyrra og við bókuðum þetta í haust. Hann gaf mér algjörlega frítt spil með það hvað ég vildi gera og svo góðu boði gat ég ekki hafnað." Þú ert búinn að vera lengi að þróa verkið, ekki satt? "Ég gekk frá grunnsöguþræði og persónum í fyrra og byrjaði svo að hitta leikarana, einn í einu, í janúar og þróa persónurnar með þeim. Í vor var ég tilbúinn með atriðahandrit og þá tókum við tveggja vikna spuna sem ég festi á filmu. Það varð heilmikill massi af efni, um það bil fjörutíu klukkutímar, sem ég sat svo yfir í tvo mánuði heima í Súðavík í sumar og hamraði út hinn endanlega leiktexta." Er mikill munur á því að vinna í leikhúsinu eða við kvikmyndagerðina? "Það er töluverður munur. Þetta er svona þægileg innivinna en í kvikmyndagerðinni er maður hálfan daginn í bíl að þeytast á milli staða í misjöfnum veðrum og vindum og alltaf eitthvað nýtt að koma upp á. Leikhúsið hins vegar er svona hálfpartinn verndaður vinnustaður. En verkferlið nálgaðist ég á mjög svipaðan hátt og þegar ég er að gera kvikmyndir." Það hefur ekki verið Jón Gnarr sem reddaði þér þessari þægilegu innivinnu, samanber kosningaloforð hans um að útvega vinum sínum slíka vinnu? "Nei, hann hafði nú ekki hönd í bagga held ég, nema hann hafi kannski undirstungið Magnús Geir, ég bara veit það ekki." Talandi um Jón Gnarr, eru einhverjir ódauðlegir karakterar þarna sambærilegir við Vaktakarakterana? "Í augnablikinu finnst mér þeir allir ódauðlegir, en er auðvitað í miðri hringiðunni og kannski ekki dómbær. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þeir verða "legendary" en ég get allavega fullyrt að þeir eru mjög eftirminnilegir. Kynjahlutföllin eru líka öll önnur en í Vöktunum, þar var karllægur heimur en hér er upplifun kvenna í forgrunni." Fjallar verkið um rasisma og hatur á innflytjendum? "Einn af útgangspunktum verksins eru fordómar. Þeir birtast í ýmsum myndum og meðal annars er Indíana, aðalpersónan, mjög fordómafull manneskja og bara rasisti, svo það sé sagt hreint út. Í stigaganginum hennar býr fólk héðan og þaðan úr heiminum við litla hrifningu hennar en hún verður líka að kljást við það að stolt hennar og yndi, Gullregnið í garðinum hennar, er líka innflytjandi og á ekki tilverurétt á Íslandi samkvæmt nýrri tilskipun yfirvalda." Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Stutta útgáfan er sú að Magnús Geir borgarleikhússtjóri hefur annað slagið undanfarin ár leitað til mín og spurt hvort ég hafi áhuga á að leikstýra hjá sér. Ég hafði aldrei tíma, var upptekinn við annað, en hafði svo sem alveg áhuga," segir Ragnar. "Magnús gafst svo upp á biðinni í fyrra og við bókuðum þetta í haust. Hann gaf mér algjörlega frítt spil með það hvað ég vildi gera og svo góðu boði gat ég ekki hafnað." Þú ert búinn að vera lengi að þróa verkið, ekki satt? "Ég gekk frá grunnsöguþræði og persónum í fyrra og byrjaði svo að hitta leikarana, einn í einu, í janúar og þróa persónurnar með þeim. Í vor var ég tilbúinn með atriðahandrit og þá tókum við tveggja vikna spuna sem ég festi á filmu. Það varð heilmikill massi af efni, um það bil fjörutíu klukkutímar, sem ég sat svo yfir í tvo mánuði heima í Súðavík í sumar og hamraði út hinn endanlega leiktexta." Er mikill munur á því að vinna í leikhúsinu eða við kvikmyndagerðina? "Það er töluverður munur. Þetta er svona þægileg innivinna en í kvikmyndagerðinni er maður hálfan daginn í bíl að þeytast á milli staða í misjöfnum veðrum og vindum og alltaf eitthvað nýtt að koma upp á. Leikhúsið hins vegar er svona hálfpartinn verndaður vinnustaður. En verkferlið nálgaðist ég á mjög svipaðan hátt og þegar ég er að gera kvikmyndir." Það hefur ekki verið Jón Gnarr sem reddaði þér þessari þægilegu innivinnu, samanber kosningaloforð hans um að útvega vinum sínum slíka vinnu? "Nei, hann hafði nú ekki hönd í bagga held ég, nema hann hafi kannski undirstungið Magnús Geir, ég bara veit það ekki." Talandi um Jón Gnarr, eru einhverjir ódauðlegir karakterar þarna sambærilegir við Vaktakarakterana? "Í augnablikinu finnst mér þeir allir ódauðlegir, en er auðvitað í miðri hringiðunni og kannski ekki dómbær. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þeir verða "legendary" en ég get allavega fullyrt að þeir eru mjög eftirminnilegir. Kynjahlutföllin eru líka öll önnur en í Vöktunum, þar var karllægur heimur en hér er upplifun kvenna í forgrunni." Fjallar verkið um rasisma og hatur á innflytjendum? "Einn af útgangspunktum verksins eru fordómar. Þeir birtast í ýmsum myndum og meðal annars er Indíana, aðalpersónan, mjög fordómafull manneskja og bara rasisti, svo það sé sagt hreint út. Í stigaganginum hennar býr fólk héðan og þaðan úr heiminum við litla hrifningu hennar en hún verður líka að kljást við það að stolt hennar og yndi, Gullregnið í garðinum hennar, er líka innflytjandi og á ekki tilverurétt á Íslandi samkvæmt nýrri tilskipun yfirvalda."
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira