Hverjir eru bestir?! Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 31. október 2012 08:00 Ég var nýlega stödd á stað þar sem börn og unglingar æfa krefjandi íþrótt. Foreldrar og fylgdarlið getur fylgst með æfingunni gegnum gler og þar sátu nokkrir og horfðu. Það mátti þekkja þá úr sem voru heimavanir við glerið. Þeir höfðu með sér lesefni til að drepa tímann þar til æfingunni lyki meðan nýliðarnir sátu með nefin við rúðurnar og misstu ekki af einni einustu hreyfingu sinna í salnum. Ég var í nýliðahópnum en reyndi að fara bil beggja. Átti þó bágt með að halda mig frá rúðunni. „Til hamingju elsku drengurinn," hrópaði skyndilega reffileg kona og þreif unglingspilt í fangið. „Jii, hvað ég er stolt af þér, ha!" bætti hún við svo hátt að pilturinn fór hjá sér. Það var auðskiljanlegt að hann hafði verið að vinna til einhverra verðlauna. Ég gat vel skilið að konan væri stolt. Sjálf horfði ég gagntekin á krakkana í salnum bjóða þyngdaraflinu birginn og framkvæma æfingar sem ég skildi ekki fyrir nokkurn mun að væru líkamlega mögulegar. Líkamlegt form þessara grislinga var svo margfalt betra en mitt eigið að ég átti meira skylt við kartöflusekk en nokkurt þeirra. Það var ekki annað hægt en að dást að þeim. „Ekkert andskotans bronsrugl á mínum ha!," bætti þá reffilega konan við enn hærra og sló á öxl drengsins. Ég viðurkenni að ég er ókunnug heimi íþrótta. Hef enga íþrótt æft af nokkru viti og fylgist ekki með keppnum. Ég veit þó að í keppni eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og þeir sem hljóta þau teljast hafa staðið sig best. Þetta með „andskotans" bronsið vakti því athygli mína og ég reyndi að hugsa ekki um hver viðbrögð þeirrar reffilegu hefðu verið ef aumingja drengurinn hefði einmitt unnið brons. Ég sá að athugasemdin hafði vakið athygli einhverra þarna í kring og drengurinn strauk sér um höfuð í vandræðagangi. En þó höfðu alls ekki allir sperrt eyrun. Flestir sátu enn með nefin límd við rúðuna og blikkuðu ekki auga og allt í einu runnu á mig tvær grímur. Voru það kannski ekki nýliðarnir sem sátu sem límdir við glerið? Gat það verið að þeir heimavönu fylgdust svona grannt með hverri einustu hreyfingu sinna í salnum, af ótta við „andskotans" bronsið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun
Ég var nýlega stödd á stað þar sem börn og unglingar æfa krefjandi íþrótt. Foreldrar og fylgdarlið getur fylgst með æfingunni gegnum gler og þar sátu nokkrir og horfðu. Það mátti þekkja þá úr sem voru heimavanir við glerið. Þeir höfðu með sér lesefni til að drepa tímann þar til æfingunni lyki meðan nýliðarnir sátu með nefin við rúðurnar og misstu ekki af einni einustu hreyfingu sinna í salnum. Ég var í nýliðahópnum en reyndi að fara bil beggja. Átti þó bágt með að halda mig frá rúðunni. „Til hamingju elsku drengurinn," hrópaði skyndilega reffileg kona og þreif unglingspilt í fangið. „Jii, hvað ég er stolt af þér, ha!" bætti hún við svo hátt að pilturinn fór hjá sér. Það var auðskiljanlegt að hann hafði verið að vinna til einhverra verðlauna. Ég gat vel skilið að konan væri stolt. Sjálf horfði ég gagntekin á krakkana í salnum bjóða þyngdaraflinu birginn og framkvæma æfingar sem ég skildi ekki fyrir nokkurn mun að væru líkamlega mögulegar. Líkamlegt form þessara grislinga var svo margfalt betra en mitt eigið að ég átti meira skylt við kartöflusekk en nokkurt þeirra. Það var ekki annað hægt en að dást að þeim. „Ekkert andskotans bronsrugl á mínum ha!," bætti þá reffilega konan við enn hærra og sló á öxl drengsins. Ég viðurkenni að ég er ókunnug heimi íþrótta. Hef enga íþrótt æft af nokkru viti og fylgist ekki með keppnum. Ég veit þó að í keppni eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og þeir sem hljóta þau teljast hafa staðið sig best. Þetta með „andskotans" bronsið vakti því athygli mína og ég reyndi að hugsa ekki um hver viðbrögð þeirrar reffilegu hefðu verið ef aumingja drengurinn hefði einmitt unnið brons. Ég sá að athugasemdin hafði vakið athygli einhverra þarna í kring og drengurinn strauk sér um höfuð í vandræðagangi. En þó höfðu alls ekki allir sperrt eyrun. Flestir sátu enn með nefin límd við rúðuna og blikkuðu ekki auga og allt í einu runnu á mig tvær grímur. Voru það kannski ekki nýliðarnir sem sátu sem límdir við glerið? Gat það verið að þeir heimavönu fylgdust svona grannt með hverri einustu hreyfingu sinna í salnum, af ótta við „andskotans" bronsið?
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun