Leið að einangrun þórður snær júlíusson skrifar 26. október 2012 06:00 Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann lýsir efasemdum um virkni innstæðutryggingakerfis. Þar segir hann að „til framtíðar væri því rétt að festa í lög forgang sparifjáreigenda í þrotabú fallinna fjármálastofnana og leggja niður Tryggingarsjóð innstæðueigenda". Hann tengir þessa skoðun sína síðan við umræðuna um aðskilnað fjárfestinga- og viðskiptabanka og segir þau markmið sem búa að baki slíkum aðskilnaði séu tryggð. Á sama tíma verði ábyrgð ríkissjóðs á bankakerfinu afnumin fyrir fullt og allt. Að lokum stingur Huginn upp á því að þær upphæðir sem bankar borga í Tryggingarsjóðinn í dag renni til ríkisins til að mæta „þeirri skuldsetningu sem ríkissjóður varð fyrir þegar íslenska efnahagsundrið hrundi". Grein Hugins er ítarlegri útfærsla á sambærilegri hugmynd sem ráðherrann hans setti fram í grein í Financial Times fyrir skemmstu. Með þessum skrifum lýsa skoðanabræðurnir sýn sem er sprottin upp úr þeim neyðaraðgerðum sem Íslendingar gripu til við fall bankanna og reynslu þeirra af því að glíma við Icesave-málið alla tíð síðan. Þótt hugmyndin sé ágætt innlegg í umræðuna þá hefur hún augljósa galla. Það eru líkast til allir sammála um að það verði að finna leiðir til að afnema ríkisábyrgð á bankakerfinu. Það má ekki gerast aftur að mikilmennskubrjálæði sjálfvottaðra fjármálasnillinga sendi heilt hagkerfi á efnahagslega gjörgæsludeild. Það á enginn að vera of feitur til að falla. En leiðin að þessu markmiði er ekki sú að grípa til sérlausna fyrir Ísland. Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er Ísland hluti af hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Ef Ísland ákveður, eitt landa, að forgangstryggja innstæður mun það einfaldlega leiða til þess að lánakjör íslenskra fjármálastofnana á erlendu lánsfjármagni verður dýrara. Það mun aftur leiða til þess að vextir á lánum til einstaklinga og fyrirtækja verða dýrari. Sem leiðir til þess að stærstu fyrirtæki landsins, sem flest kjósa að gera upp í annarri mynt en krónu, færa viðskipti sín til erlendra banka. Þessi leið myndi vissulega leysa spurninguna um aðskilnað milli fjárfestinga- og viðskiptabanka vegna þess að fjárfestingabankastarfsemin myndi líkast til flytjast að fullu frá landinu. Það myndi draga úr hagvexti. Og koll af kolli. Þá vaknar líka spurning um hvernig alger forgangur innstæðueigenda ætti að ríma við sértryggðar skuldabréfaútgáfur sem tveir stóru bankanna hafa þegar ráðist í og sá þriðji bíður eftir leyfi fyrir. Í þeim eru ákveðin söfn húsnæðislána sett sem tryggingar. Mun forgangur innstæðueigenda trompa rétt kaupenda þeirra bréfa? Það vakna líka spurningar um hvað ætti að gera með það fé sem hefur verið greitt í fyrirhugað tryggingainnstæðukerfi. Er í lagi að rukka inn undir ákveðnum formerkjum, falla síðan frá þeim en hirða féð? Er tilhneiging Íslands til að breyta reglunum eftir á ekki lengur bundin við neyðarástand heldur orðin einhvers konar áskilinn réttur ráðamanna? Hugmyndin um forgang innstæðueigenda er ágæt, sérstaklega í ljósi þeirrar reynslu sem Íslendingar hafa gengið í gegnum. En hún þyrfti að vera framkvæmd í sátt og samstarfi við alþjóðasamfélagið. Annað myndi einangra Ísland og valda þjóðinni skaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann lýsir efasemdum um virkni innstæðutryggingakerfis. Þar segir hann að „til framtíðar væri því rétt að festa í lög forgang sparifjáreigenda í þrotabú fallinna fjármálastofnana og leggja niður Tryggingarsjóð innstæðueigenda". Hann tengir þessa skoðun sína síðan við umræðuna um aðskilnað fjárfestinga- og viðskiptabanka og segir þau markmið sem búa að baki slíkum aðskilnaði séu tryggð. Á sama tíma verði ábyrgð ríkissjóðs á bankakerfinu afnumin fyrir fullt og allt. Að lokum stingur Huginn upp á því að þær upphæðir sem bankar borga í Tryggingarsjóðinn í dag renni til ríkisins til að mæta „þeirri skuldsetningu sem ríkissjóður varð fyrir þegar íslenska efnahagsundrið hrundi". Grein Hugins er ítarlegri útfærsla á sambærilegri hugmynd sem ráðherrann hans setti fram í grein í Financial Times fyrir skemmstu. Með þessum skrifum lýsa skoðanabræðurnir sýn sem er sprottin upp úr þeim neyðaraðgerðum sem Íslendingar gripu til við fall bankanna og reynslu þeirra af því að glíma við Icesave-málið alla tíð síðan. Þótt hugmyndin sé ágætt innlegg í umræðuna þá hefur hún augljósa galla. Það eru líkast til allir sammála um að það verði að finna leiðir til að afnema ríkisábyrgð á bankakerfinu. Það má ekki gerast aftur að mikilmennskubrjálæði sjálfvottaðra fjármálasnillinga sendi heilt hagkerfi á efnahagslega gjörgæsludeild. Það á enginn að vera of feitur til að falla. En leiðin að þessu markmiði er ekki sú að grípa til sérlausna fyrir Ísland. Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er Ísland hluti af hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Ef Ísland ákveður, eitt landa, að forgangstryggja innstæður mun það einfaldlega leiða til þess að lánakjör íslenskra fjármálastofnana á erlendu lánsfjármagni verður dýrara. Það mun aftur leiða til þess að vextir á lánum til einstaklinga og fyrirtækja verða dýrari. Sem leiðir til þess að stærstu fyrirtæki landsins, sem flest kjósa að gera upp í annarri mynt en krónu, færa viðskipti sín til erlendra banka. Þessi leið myndi vissulega leysa spurninguna um aðskilnað milli fjárfestinga- og viðskiptabanka vegna þess að fjárfestingabankastarfsemin myndi líkast til flytjast að fullu frá landinu. Það myndi draga úr hagvexti. Og koll af kolli. Þá vaknar líka spurning um hvernig alger forgangur innstæðueigenda ætti að ríma við sértryggðar skuldabréfaútgáfur sem tveir stóru bankanna hafa þegar ráðist í og sá þriðji bíður eftir leyfi fyrir. Í þeim eru ákveðin söfn húsnæðislána sett sem tryggingar. Mun forgangur innstæðueigenda trompa rétt kaupenda þeirra bréfa? Það vakna líka spurningar um hvað ætti að gera með það fé sem hefur verið greitt í fyrirhugað tryggingainnstæðukerfi. Er í lagi að rukka inn undir ákveðnum formerkjum, falla síðan frá þeim en hirða féð? Er tilhneiging Íslands til að breyta reglunum eftir á ekki lengur bundin við neyðarástand heldur orðin einhvers konar áskilinn réttur ráðamanna? Hugmyndin um forgang innstæðueigenda er ágæt, sérstaklega í ljósi þeirrar reynslu sem Íslendingar hafa gengið í gegnum. En hún þyrfti að vera framkvæmd í sátt og samstarfi við alþjóðasamfélagið. Annað myndi einangra Ísland og valda þjóðinni skaða.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun