Framsækinn Lundúnarappari 25. október 2012 16:00 Nú þegar aðeins tæp vika er í að tónlistarveislan Iceland Airwaves skelli á eru margir á fullu að kynna sér þá listamenn sem spila á hátíðinni í ár. Það er gjarnan þannig með Airwaves að þegar maður skoðar listann í byrjun þá kannast maður ekki við næstum því öll nöfnin, en um leið og maður kynnir sér óþekktu nöfnin, þá fjölgar atriðunum sem maður má ekki missa af hratt. Breski tónlistarmaðurinn Ghostpoet er kominn á minn lista yfir ómissandi atriði á Airwaves 2012. Ghostpoet heitir réttu nafni Obaro Ejimiwe. Hann er af nígerískum og dóminíkönskum ættum, en er fæddur og uppalinn í Suður-London. Hann sendi frá sér sína fyrstu EP-plötu árið 2010 en fyrsta stóra platan, Peanut Butter Blues & Melancholy Jam, kom í febrúar 2011. Hún fékk strax frábærar viðtökur og var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna það ár. Plötu númer tvö frá kappanum er beðið með mikilli eftirvæntingu, en hún er væntanleg snemma á næsta ári. Ghostpoet er enskur rappari. Röddin hans minnir á köflum svolítið á meistara Roots Manuva og umfjöllunarefnin eru tekin beint úr hversdagsveruleika Lundúnaborgar. Tónlistin sem hljómar undir rímunum er hins vegar mjög fjölbreytt og framsækin blanda af poppi og raftónlist. Það kemur sennilega engum á óvart að Mike Skinner (The Streets) er mikill aðdáandi Ghostpoets. Ghostpoet spilar á Þýska barnum á laugardagskvöldinu. Þar verður mjög flott dagskrá það kvöld, en auk hans spila meðal annars Ghostigital (klikka aldrei á Airwaves), Bloodgroup, Ojba Rasta og austurrísku töffararnir í Electro Guzzi. Lífið Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Nú þegar aðeins tæp vika er í að tónlistarveislan Iceland Airwaves skelli á eru margir á fullu að kynna sér þá listamenn sem spila á hátíðinni í ár. Það er gjarnan þannig með Airwaves að þegar maður skoðar listann í byrjun þá kannast maður ekki við næstum því öll nöfnin, en um leið og maður kynnir sér óþekktu nöfnin, þá fjölgar atriðunum sem maður má ekki missa af hratt. Breski tónlistarmaðurinn Ghostpoet er kominn á minn lista yfir ómissandi atriði á Airwaves 2012. Ghostpoet heitir réttu nafni Obaro Ejimiwe. Hann er af nígerískum og dóminíkönskum ættum, en er fæddur og uppalinn í Suður-London. Hann sendi frá sér sína fyrstu EP-plötu árið 2010 en fyrsta stóra platan, Peanut Butter Blues & Melancholy Jam, kom í febrúar 2011. Hún fékk strax frábærar viðtökur og var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna það ár. Plötu númer tvö frá kappanum er beðið með mikilli eftirvæntingu, en hún er væntanleg snemma á næsta ári. Ghostpoet er enskur rappari. Röddin hans minnir á köflum svolítið á meistara Roots Manuva og umfjöllunarefnin eru tekin beint úr hversdagsveruleika Lundúnaborgar. Tónlistin sem hljómar undir rímunum er hins vegar mjög fjölbreytt og framsækin blanda af poppi og raftónlist. Það kemur sennilega engum á óvart að Mike Skinner (The Streets) er mikill aðdáandi Ghostpoets. Ghostpoet spilar á Þýska barnum á laugardagskvöldinu. Þar verður mjög flott dagskrá það kvöld, en auk hans spila meðal annars Ghostigital (klikka aldrei á Airwaves), Bloodgroup, Ojba Rasta og austurrísku töffararnir í Electro Guzzi.
Lífið Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira