Fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir er í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Nýs Lífs sem kemur út í dag.
Þar talar hún opinskátt um fyrirsætubransann og væntanlegt brotthvarf sitt en Kolfinna segist ekki vera jafn spennt fyrir starfinu og hún var þegar hún byrjaði.
Kolfinna talar einnig um þær háu fjárhæðir sem fylgja tískuheiminum og hvernig hún fór að verða ónæm fyrir hrósi. Kolfinna skaust hratt upp á stjörnuhiminn í byrjun árs er hún gekk tískupallana fyrir frægustu tískuhús í heimi, á borð við Marc Jacobs, og prýddi tískuþætti í Vogue og forsíðu i-D. Fyrirsætan getur því gefið góða innsýn inn í hulinn heim tískunnar.
-áp
Í opinskáu viðtali

Mest lesið



Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari
Bíó og sjónvarp






Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin
Bíó og sjónvarp
