Íslensk stúlka etur kappi í Danmarks næste Topmodel 24. október 2012 09:00 Guðrún ásamt danska tónlistarmanninum Christopher. Kanal4/Krestine Havemann "Ég er ekkert svo hrifin af því að horfa á mig í sjónvarpinu," segir hin tvítuga Guðrún Eir Hermannsdóttir, sem tekur þátt í raunveruleikaþáttunum Danmarks Næste Topmodel sem sýndir eru þessa dagana á Kanal 4. Guðrún Eir flutti til Danmerkur með foreldrum sínum, Hermanni Guðmundssyni og Oddnýju Ingimundardóttur, þegar hún var átta ára gömul og búa þau í bænum Esbjerg á Jótlandi. Guðrúnu Eir hafði ekki látið sig dreyma um fyrirsætustörf áður en ákvað að slá til er hún sá prufur auglýstar fyrir þættina í Árósum. "Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi. Áður en ég var með í þáttunum var ég mjög feimin fyrir framan myndavélina," segir Guðrún. Þættirnir voru svo teknir upp í byrjun sumars í Kaupmannahöfn. "Upptökuferlið var allt öðruvísi en ég bjóst við og stundum frekar erfitt. Við bjuggum fimmtán stelpur saman í íbúð og máttum ekki gera mikið utan við tökurnar." Guðrún Eir á erfitt með að horfa á sjálfa sig í sjónvarpinu og segir sömu sögu gilda um fjölskyldu sína. "Þau eru mjög stolt af mér en finnst frekar erfitt að horfa á þættina. Upptökuferlið er gjörólíkt lokaútkomunni í sjónvarpinu. Stundum kannast ég varla við það sem er að gerast á skjánum. Ég hugsa að ég fari ekki aftur í sjónvarpið," segir Guðrún, sem þó er spáð góðu gengi í keppninni.Guðrún Eir Hermannsdóttir.Fimm þáttum er nú lokið af seríunni og því tíu stúlkur eftir. Í síðasta þætti var Guðrún valin til að leika aðalhlutverkið í tónlistarmyndbandi með danska söngvaranum Christopher sem er mjög vinsæll í föðurlandi sínu. Guðrún Eir stefnir ekki endilega á fyrirsætubransann í framtíðinni en stúlkurnar mega ekki sitja fyrir á meðan þættirnir eru í sýningu. Guðrún reynir að sækja Ísland heim einu sinni á ári. Hana langar að fínpússa íslenskuna sem hún er orðin ansi ryðguð í. "Draumurinn er að búa í London og verða fatahönnuður. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
"Ég er ekkert svo hrifin af því að horfa á mig í sjónvarpinu," segir hin tvítuga Guðrún Eir Hermannsdóttir, sem tekur þátt í raunveruleikaþáttunum Danmarks Næste Topmodel sem sýndir eru þessa dagana á Kanal 4. Guðrún Eir flutti til Danmerkur með foreldrum sínum, Hermanni Guðmundssyni og Oddnýju Ingimundardóttur, þegar hún var átta ára gömul og búa þau í bænum Esbjerg á Jótlandi. Guðrúnu Eir hafði ekki látið sig dreyma um fyrirsætustörf áður en ákvað að slá til er hún sá prufur auglýstar fyrir þættina í Árósum. "Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi. Áður en ég var með í þáttunum var ég mjög feimin fyrir framan myndavélina," segir Guðrún. Þættirnir voru svo teknir upp í byrjun sumars í Kaupmannahöfn. "Upptökuferlið var allt öðruvísi en ég bjóst við og stundum frekar erfitt. Við bjuggum fimmtán stelpur saman í íbúð og máttum ekki gera mikið utan við tökurnar." Guðrún Eir á erfitt með að horfa á sjálfa sig í sjónvarpinu og segir sömu sögu gilda um fjölskyldu sína. "Þau eru mjög stolt af mér en finnst frekar erfitt að horfa á þættina. Upptökuferlið er gjörólíkt lokaútkomunni í sjónvarpinu. Stundum kannast ég varla við það sem er að gerast á skjánum. Ég hugsa að ég fari ekki aftur í sjónvarpið," segir Guðrún, sem þó er spáð góðu gengi í keppninni.Guðrún Eir Hermannsdóttir.Fimm þáttum er nú lokið af seríunni og því tíu stúlkur eftir. Í síðasta þætti var Guðrún valin til að leika aðalhlutverkið í tónlistarmyndbandi með danska söngvaranum Christopher sem er mjög vinsæll í föðurlandi sínu. Guðrún Eir stefnir ekki endilega á fyrirsætubransann í framtíðinni en stúlkurnar mega ekki sitja fyrir á meðan þættirnir eru í sýningu. Guðrún reynir að sækja Ísland heim einu sinni á ári. Hana langar að fínpússa íslenskuna sem hún er orðin ansi ryðguð í. "Draumurinn er að búa í London og verða fatahönnuður. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira