Craig tók á sínum tíma við hlutverki James Bond af Pierce Brosnan. Hann reyndi frá upphafi að gera rulluna að sinni eigin.
„Ég vildi ekki mæta og takast á við hlutverkið með því að herma eftir Pierce [Brosnan] eða Sean [Connery]. Það er ekki starfið mitt." Hann hafði metnaðarfullar hugmyndir um hvernig mætti dýpka persónu Bond, gera hann tilfinninganæmari og mannlegri.
„Ég er hrifinn af því hvernig lífið slær hann niður. Það er einn af uppáhaldsþáttum mínum þegar kemur að karakternum. Hvernig hann kemst á fætur er svo áhugaverði hlutinn."
Vildi ekki herma eftir öðrum leikurum
