Erlent fjölmiðlafólk 300 talsins 22. október 2012 08:00 David Fricke, einn virtasti blaðamaður tímaritsins Rolling Stone, mætir annað árið í röð. Um þrjú hundruð manns frá fjölmiðlum víða í heiminum verða á meðal gesta á Airwaves-hátíðinni sem hefst í Reykjavík í lok mánaðarins. Fjöldinn er álíka mikill og mætti á hátíðina í fyrra. "Þetta er ómissandi fyrir okkur til að breiða út boðskapinn. Við erum lítið festival en stórt vörumerki. Svona umfjöllun er mikilvæg fyrir okkur til að keppa við að láta heiminn vita af okkur," segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Airwaves. Meðal þeirra fjölmiðla sem eiga fulltrúa á hátíðinni í þetta sinn eru BBC Radio, bandaríska tónlistarsíðan Paste Magazine, The Independent, Vice TV, Rolling Stone með blaðamanninn David Fricke í fararbroddi, Gaffa, Berlingske Tidende, danska- og norska ríkisútvarpið og bandarísku útvarpsstöðvarnar KEXP og KCRW. Einnig mætir til landsins fólk frá Quint Magazine í Dubai, LE TV frá Kína og blaðamenn frá japönsku tímariti og vefsíðu. Rússneskir, pólskir og þýskir blaðamenn verða einnig á svæðinu. Fólk frá hátíðum á borð við Euroconic, by:Larm, G! Festival, CMJ í New York, Spot Festival og Canadian Music Week verður einnig með augun á innlendum jafnt sem erlendum flytjendum. Bækistöðvar erlendu gestanna verða á Hótel Plaza í Aðalstræti. "Við búumst við því að um sex þúsund manns fari í gegnum fjölmiðlamiðstöðina á Plaza og við erum að búa okkur vel undir það," segir Kamilla. - fb Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Um þrjú hundruð manns frá fjölmiðlum víða í heiminum verða á meðal gesta á Airwaves-hátíðinni sem hefst í Reykjavík í lok mánaðarins. Fjöldinn er álíka mikill og mætti á hátíðina í fyrra. "Þetta er ómissandi fyrir okkur til að breiða út boðskapinn. Við erum lítið festival en stórt vörumerki. Svona umfjöllun er mikilvæg fyrir okkur til að keppa við að láta heiminn vita af okkur," segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Airwaves. Meðal þeirra fjölmiðla sem eiga fulltrúa á hátíðinni í þetta sinn eru BBC Radio, bandaríska tónlistarsíðan Paste Magazine, The Independent, Vice TV, Rolling Stone með blaðamanninn David Fricke í fararbroddi, Gaffa, Berlingske Tidende, danska- og norska ríkisútvarpið og bandarísku útvarpsstöðvarnar KEXP og KCRW. Einnig mætir til landsins fólk frá Quint Magazine í Dubai, LE TV frá Kína og blaðamenn frá japönsku tímariti og vefsíðu. Rússneskir, pólskir og þýskir blaðamenn verða einnig á svæðinu. Fólk frá hátíðum á borð við Euroconic, by:Larm, G! Festival, CMJ í New York, Spot Festival og Canadian Music Week verður einnig með augun á innlendum jafnt sem erlendum flytjendum. Bækistöðvar erlendu gestanna verða á Hótel Plaza í Aðalstræti. "Við búumst við því að um sex þúsund manns fari í gegnum fjölmiðlamiðstöðina á Plaza og við erum að búa okkur vel undir það," segir Kamilla. - fb
Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira