Bat For Lashes gefa út nýja plötu 18. október 2012 00:01 Bat For Lashes hefur gefið út sína þriðju plötu, The Haunted Man. Gagnrýnendur eru sammála um að þar sé á ferðinni gæðagripur. Þriðja plata Bat For Lashes, The Haunted Man, er nýkomin út. Þrjú ár eru liðin síðan Two Suns leit dagsins ljós og hafa aðdáendur víða um heim beðið spenntir eftir næsta útspili. Hljómsveitin er hugarfóstur Natöshu Khan sem verður 33 ára í næstu viku. Faðir hennar er pakistanskur en móðirin ensk. Fyrstu stóru tónleikar Bat For Lashes í London voru árið 2005 þegar hún hitaði upp fyrir CocoRosie á tónleikastaðnum Scala. Ári síðar steig hún á svið sem aðalnúmerið á Scala og á meðal gesta í salnum voru Björk, Nellee Hooper og Brett Anderson úr Suede. Í hópi annarra aðdáenda hennar eru Devendra Banhart, Jarvis Cocker, M.I.A. og Thom Yorke. Árið 2006 kom út fyrsta plata Bat For Lashes, Fur and Gold, þar sem seiðandi og myrk popptónlistin hitti í mark. Gagnrýnendur hrifust með og hlaut platan tilnefningu til hinna virtu Mercury-verðlauna. Bjartara var yfir næstu útgáfu, Two Suns, sem kom út þremur árum síðar og náði hún fimmta sæti á breska breiðskífulistanum. Þar voru rafpælingarnar orðnar meira áberandi en áður. Sú var einnig tilnefnd til Mercury-verðlaunanna og greinilegt að þarna var komin tónlistarkona í fremstu röð. Eitt lag af plötunni, Daniel, tryggði Nathöshu Ivor Novello-verðlaunin í Bretlandi sem eru einnig mikils metin. Aðrar hljómsveitir og tónlistarmenn fóru að gefa Bat For Lashes gaum og Khan fór í tónleikaferð með Coldplay árið 2010. Hún samdi lag með Beck fyrir Twilight-myndina Eclipse og söng lagið Strangelove eftir Depeche Mode í herferð á vegum tískurisans Gucci. The Haunted Man þykir vel heppnuð og fær Khan hrós fyrir að fylgja Two Suns vel á eftir með vandaðri plötu og sanna í leiðinni að Bat For Lashes er komin til að vera. Hún fær fjórar stjörnur í Q, Mojo og The Guardian, þrjár í The Independent og The Observer í Bretlandi, 8 af 10 hjá NME og 7 af 10 hjá Uncut.nordicphotos/getty Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Bat For Lashes hefur gefið út sína þriðju plötu, The Haunted Man. Gagnrýnendur eru sammála um að þar sé á ferðinni gæðagripur. Þriðja plata Bat For Lashes, The Haunted Man, er nýkomin út. Þrjú ár eru liðin síðan Two Suns leit dagsins ljós og hafa aðdáendur víða um heim beðið spenntir eftir næsta útspili. Hljómsveitin er hugarfóstur Natöshu Khan sem verður 33 ára í næstu viku. Faðir hennar er pakistanskur en móðirin ensk. Fyrstu stóru tónleikar Bat For Lashes í London voru árið 2005 þegar hún hitaði upp fyrir CocoRosie á tónleikastaðnum Scala. Ári síðar steig hún á svið sem aðalnúmerið á Scala og á meðal gesta í salnum voru Björk, Nellee Hooper og Brett Anderson úr Suede. Í hópi annarra aðdáenda hennar eru Devendra Banhart, Jarvis Cocker, M.I.A. og Thom Yorke. Árið 2006 kom út fyrsta plata Bat For Lashes, Fur and Gold, þar sem seiðandi og myrk popptónlistin hitti í mark. Gagnrýnendur hrifust með og hlaut platan tilnefningu til hinna virtu Mercury-verðlauna. Bjartara var yfir næstu útgáfu, Two Suns, sem kom út þremur árum síðar og náði hún fimmta sæti á breska breiðskífulistanum. Þar voru rafpælingarnar orðnar meira áberandi en áður. Sú var einnig tilnefnd til Mercury-verðlaunanna og greinilegt að þarna var komin tónlistarkona í fremstu röð. Eitt lag af plötunni, Daniel, tryggði Nathöshu Ivor Novello-verðlaunin í Bretlandi sem eru einnig mikils metin. Aðrar hljómsveitir og tónlistarmenn fóru að gefa Bat For Lashes gaum og Khan fór í tónleikaferð með Coldplay árið 2010. Hún samdi lag með Beck fyrir Twilight-myndina Eclipse og söng lagið Strangelove eftir Depeche Mode í herferð á vegum tískurisans Gucci. The Haunted Man þykir vel heppnuð og fær Khan hrós fyrir að fylgja Two Suns vel á eftir með vandaðri plötu og sanna í leiðinni að Bat For Lashes er komin til að vera. Hún fær fjórar stjörnur í Q, Mojo og The Guardian, þrjár í The Independent og The Observer í Bretlandi, 8 af 10 hjá NME og 7 af 10 hjá Uncut.nordicphotos/getty
Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira