Halda góðgerðarball til styrktar Kvennaathvarfinu 17. október 2012 00:01 Andri Haraldsson og vinir hans í Félagsfíklunum halda góðgerðarball í kvöld fyrir Kvennaathvarfið. fréttablaðið/vilhelm Tónleikarnir verða í Háteigsskóla í kvöld. Þeir hefjast klukkan 19 og standa yfir til 22. Andri Haraldsson, fimmtán ára unglingur úr Háteigsskóla, heldur ásamt félögum sínum í hópnum Félagsfíklarnir góðgerðarball í kvöld til styrktar Kvennaathvarfinu. Félagsmiðstöðin Kampur tekur einnig þátt í skipulagningunni. Félagsfíklarnir hafa áður haldið böll og ýmsa aðra viðburði en þetta verður fyrsta góðgerðarballið þeirra, og ekki það síðasta að sögn Andra. „Við fengum þessa hugmynd í sumar að reyna að fá mætingu á svolítið stórt ball. Hugmyndin um góðgerðarball kom ekki fyrr en mikið seinna," segir hann. „Mamma sagði mér frá þessu með Kvennaathvarfið. Ég byrjaði að hugsa um þetta og sagði strákunum frá þessu og þeir voru mjög til í þetta. Við vitum að þau eru í fjáröflun fyrir nýju húsnæði og betra umhverfi. Við hugsuðum með okkur að það væri fínt að ná að styrkja þau svolítið og reyna að fá betri líðan þarna. Manni finnst vera svo lítið lagt í þetta." Búið er að selja um 160 miða á ballið og kostar miðinn 500 krónur. Plötusnúður úr röðum Félagsfíklanna mun sjá um tónlistina. Takmarkið er að safna eitt hundrað þúsund krónum sem verða svo afhentar Kvennaathvarfinu. Andri er með fleiri verkefni í bígerð því hann er að undirbúa heimildarmynd um heimilisofbeldi. „Ég hef mikinn áhuga á kvikmyndagerð og mig langaði að gera heimildarmynd um eitthvað sem gæti skipt máli, sérstaklega fyrir krakka á mínum aldri. Það er engin fræðsla um þetta í skólum og mig langaði að tengja myndina og ballið svolítið saman." Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Tónleikarnir verða í Háteigsskóla í kvöld. Þeir hefjast klukkan 19 og standa yfir til 22. Andri Haraldsson, fimmtán ára unglingur úr Háteigsskóla, heldur ásamt félögum sínum í hópnum Félagsfíklarnir góðgerðarball í kvöld til styrktar Kvennaathvarfinu. Félagsmiðstöðin Kampur tekur einnig þátt í skipulagningunni. Félagsfíklarnir hafa áður haldið böll og ýmsa aðra viðburði en þetta verður fyrsta góðgerðarballið þeirra, og ekki það síðasta að sögn Andra. „Við fengum þessa hugmynd í sumar að reyna að fá mætingu á svolítið stórt ball. Hugmyndin um góðgerðarball kom ekki fyrr en mikið seinna," segir hann. „Mamma sagði mér frá þessu með Kvennaathvarfið. Ég byrjaði að hugsa um þetta og sagði strákunum frá þessu og þeir voru mjög til í þetta. Við vitum að þau eru í fjáröflun fyrir nýju húsnæði og betra umhverfi. Við hugsuðum með okkur að það væri fínt að ná að styrkja þau svolítið og reyna að fá betri líðan þarna. Manni finnst vera svo lítið lagt í þetta." Búið er að selja um 160 miða á ballið og kostar miðinn 500 krónur. Plötusnúður úr röðum Félagsfíklanna mun sjá um tónlistina. Takmarkið er að safna eitt hundrað þúsund krónum sem verða svo afhentar Kvennaathvarfinu. Andri er með fleiri verkefni í bígerð því hann er að undirbúa heimildarmynd um heimilisofbeldi. „Ég hef mikinn áhuga á kvikmyndagerð og mig langaði að gera heimildarmynd um eitthvað sem gæti skipt máli, sérstaklega fyrir krakka á mínum aldri. Það er engin fræðsla um þetta í skólum og mig langaði að tengja myndina og ballið svolítið saman."
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira