Tónlist sem vex Trausti Júlíusson skrifar 17. október 2012 00:01 Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson taka upp spunaþráðinn tíu árum seinna. Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson, The Box Tree Fyrir tíu árum gerðu Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari saman plötuna After Silence þar sem þeir fluttu fjórtán frumsamin verk. Sú plata fékk frábæra dóma og fyrir það samstarf fengu þeir m.a. verðlaun sem besti flytjandinn á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2002. Umslag After Silence var mjög vel heppnað og átti þátt í að móta ímynd tónlistarinnar. Nú hafa þeir Skúli og Óskar sent frá sér nýja plötu, The Box Tree, og aftur vekja umbúðirnar mikla athygli. Platan kemur í ílöngum plastvasa, ásamt stóru blaði sem er teiknað og samanbrotið eins og landakort. Það eru tíu lög á The Box Tree, öll eftir Skúla nema Keeper sem þeir Óskar sömdu í sameiningu. Tónlistin á nýju plötunni er í sama anda og tónlist fyrri plötunnar, en samt virkar hún látlausari við fyrstu hlustun. Lögin eru flest mjög áþekk. Skúli prjónar listilega áfram bassamunstur sem hljóma eins og þau séu alltaf eins en eru í raun flókin og síbreytileg og Óskar spinnur flottar saxófónslaufur ofan á. Þessi tónlist lætur frekar lítið yfir sér. Hún er ekki beinlínis krefjandi. Það má láta hana ganga í bakgrunninum og hún er mjög notaleg þannig. Ef maður gefur henni meiri gaum, hækkar í græjunum og færir hana í forgrunninn þá opnast boxið hins vegar og hún vex í allar áttir. Á heildina litið er þetta einstök plata frá tveimur afburðahljóðfæraleikurum. Niðurstaða: Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson taka upp spunaþráðinn tíu árum seinna. Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson, The Box Tree Fyrir tíu árum gerðu Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari saman plötuna After Silence þar sem þeir fluttu fjórtán frumsamin verk. Sú plata fékk frábæra dóma og fyrir það samstarf fengu þeir m.a. verðlaun sem besti flytjandinn á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2002. Umslag After Silence var mjög vel heppnað og átti þátt í að móta ímynd tónlistarinnar. Nú hafa þeir Skúli og Óskar sent frá sér nýja plötu, The Box Tree, og aftur vekja umbúðirnar mikla athygli. Platan kemur í ílöngum plastvasa, ásamt stóru blaði sem er teiknað og samanbrotið eins og landakort. Það eru tíu lög á The Box Tree, öll eftir Skúla nema Keeper sem þeir Óskar sömdu í sameiningu. Tónlistin á nýju plötunni er í sama anda og tónlist fyrri plötunnar, en samt virkar hún látlausari við fyrstu hlustun. Lögin eru flest mjög áþekk. Skúli prjónar listilega áfram bassamunstur sem hljóma eins og þau séu alltaf eins en eru í raun flókin og síbreytileg og Óskar spinnur flottar saxófónslaufur ofan á. Þessi tónlist lætur frekar lítið yfir sér. Hún er ekki beinlínis krefjandi. Það má láta hana ganga í bakgrunninum og hún er mjög notaleg þannig. Ef maður gefur henni meiri gaum, hækkar í græjunum og færir hana í forgrunninn þá opnast boxið hins vegar og hún vex í allar áttir. Á heildina litið er þetta einstök plata frá tveimur afburðahljóðfæraleikurum. Niðurstaða: Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson taka upp spunaþráðinn tíu árum seinna.
Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira