Skáldið á Þröm var enginn aumingi Bergsteinn skrifar 10. október 2012 00:01 Fór að huga að dagbókum Magnúsar Hj. Magnússonar eftir að Steindór Andersen rímnamaður kom honum á sporið. Fréttablaðið/pjetur Magnús Hj. Magnússon lifnar við í einleiknum Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm, sem sýnt er í Norðurpólnum um þessar mundir. Ársæll Níelsson, höfundur verksins og leikari, segir fulla ástæðu til að kynna sögu mannsins sem Halldór Laxness byggði Ólaf Kárason á. Þótt nafn Magnúsar Hj. Magnússonar sé ekki á allra vitorði, þekkja vísast flestir til sögu hans í gegnum Heimsljós Halldórs Laxness. Magnús bjó mest alla ævi á norðanverðum Vestfjörðum, lagði stund á fræði og skáldskap og hélt dagbók sem Halldór byggði meðal annars persónu Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. „Flestir þekkja til Magnúsar í gegnum Ólaf Kárason, jafnvel þeir sem hafa ekki lesið Heimsljós, hann er bara það stór persóna," segir Ársæll Níelsson, leikari og höfundur einleiksins Ljósvíkingur- Skáldið á Þröm. Verkið var frumflutt á Suðureyri við Súgandafjörð í mars en er nú sýnt í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi. Ársæll, sem er Tálknfirðingur að upplagi, flutti á Suðureyri árið 2010 eftir að hafa útskrifast frá The Commedia School í Kaupmannahöfn. „Fljótlega eftir að ég flutti á Suðureyri hitti ég Steindór Andersen rímnamann, sem þá bjó fyrir vestan. Hann benti mér á yfir kaffibolla á áhugavert viðfangsefni, það er að segja Magnús og dagbækur hans sem höfðu verið geymdar á bókasafninu á Suðureyri. Ég fór að kynna mér þennan mann og sá strax að hann hefði verið mjög áhugaverður." Ársæll vann einleikinn upp úr dagbókum Magnúsar og segist hafa viljað gefa fólki færi á að kynnast skáldinu i gegnum eigin orð þess og án gleraugna Halldórs Laxness. „Ég reyndi satt best að segja að halda mig eins mikið frá Heimsljósi og ég gat. Magnús var feiknamikið skáld og ekki síðri penni en Halldór, enda notaði Halldór fjöldamargar málsgreinar úr dagbókum Magnúsar svo til óbreyttar." Spurður hvort hann sé að reyna að rétta hlut Magnúsar að einhverju leyti, svarar Ársæll bæði já og nei. „Ég held að Halldór hafi í raun ekki dregið upp ranga mynd af Magnúsi því í fyrsta lagi er Ólafur Kárason skáldsagnapersóna og í öðru lagi er Magnús ekki eina fyrirmyndin, heldur Þórður Grunnvíkingur líka. Nöfn Ólafs og Magnúsar eru aftur á móti óneitanlega tengd órofa böndum en Ólafur er meiri aumingi en Magnús og ekki jafn góð manneskja. Magnús var góð manneskja en fyrst og fremst sjúklingur." Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm verður sýnt átta sinnum í Reykjavík. En sýning er þegar afstaðin en sú síðasta verður 23. október. Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Magnús Hj. Magnússon lifnar við í einleiknum Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm, sem sýnt er í Norðurpólnum um þessar mundir. Ársæll Níelsson, höfundur verksins og leikari, segir fulla ástæðu til að kynna sögu mannsins sem Halldór Laxness byggði Ólaf Kárason á. Þótt nafn Magnúsar Hj. Magnússonar sé ekki á allra vitorði, þekkja vísast flestir til sögu hans í gegnum Heimsljós Halldórs Laxness. Magnús bjó mest alla ævi á norðanverðum Vestfjörðum, lagði stund á fræði og skáldskap og hélt dagbók sem Halldór byggði meðal annars persónu Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. „Flestir þekkja til Magnúsar í gegnum Ólaf Kárason, jafnvel þeir sem hafa ekki lesið Heimsljós, hann er bara það stór persóna," segir Ársæll Níelsson, leikari og höfundur einleiksins Ljósvíkingur- Skáldið á Þröm. Verkið var frumflutt á Suðureyri við Súgandafjörð í mars en er nú sýnt í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi. Ársæll, sem er Tálknfirðingur að upplagi, flutti á Suðureyri árið 2010 eftir að hafa útskrifast frá The Commedia School í Kaupmannahöfn. „Fljótlega eftir að ég flutti á Suðureyri hitti ég Steindór Andersen rímnamann, sem þá bjó fyrir vestan. Hann benti mér á yfir kaffibolla á áhugavert viðfangsefni, það er að segja Magnús og dagbækur hans sem höfðu verið geymdar á bókasafninu á Suðureyri. Ég fór að kynna mér þennan mann og sá strax að hann hefði verið mjög áhugaverður." Ársæll vann einleikinn upp úr dagbókum Magnúsar og segist hafa viljað gefa fólki færi á að kynnast skáldinu i gegnum eigin orð þess og án gleraugna Halldórs Laxness. „Ég reyndi satt best að segja að halda mig eins mikið frá Heimsljósi og ég gat. Magnús var feiknamikið skáld og ekki síðri penni en Halldór, enda notaði Halldór fjöldamargar málsgreinar úr dagbókum Magnúsar svo til óbreyttar." Spurður hvort hann sé að reyna að rétta hlut Magnúsar að einhverju leyti, svarar Ársæll bæði já og nei. „Ég held að Halldór hafi í raun ekki dregið upp ranga mynd af Magnúsi því í fyrsta lagi er Ólafur Kárason skáldsagnapersóna og í öðru lagi er Magnús ekki eina fyrirmyndin, heldur Þórður Grunnvíkingur líka. Nöfn Ólafs og Magnúsar eru aftur á móti óneitanlega tengd órofa böndum en Ólafur er meiri aumingi en Magnús og ekki jafn góð manneskja. Magnús var góð manneskja en fyrst og fremst sjúklingur." Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm verður sýnt átta sinnum í Reykjavík. En sýning er þegar afstaðin en sú síðasta verður 23. október.
Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira