Of margt slæmt og of fátt gott Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 2. október 2012 00:01 Dicte Svensson er blaðamaður og skrifar um glæpi. Hún á sér ýmis leyndarmál úr fortíðinni sem hún þarf að takast á við á meðan hún reynir að komast til botns í glæpamáli sem snertir hana sjálfa. Francesca Olsen er í framboði til borgarstjóra Árósa og einnig hún glímir við fortíðina sem hefur bankað upp á með tilheyrandi vandræðum. Raunar má segja að fortíðin og þau leyndarmál sem hún geymir sé gegnumgangandi þema í bókinni Með góðu eða illu eftir Elsebeth Egholm. Hún snýst öðrum þræði um uppgjör og hvernig gamlar syndir hverfa ekki fyrr en horfst hefur verið í augu við þær og ábyrgð tekin á gjörðum sínum. Egholm tekst ágætlega að búa til flókna fléttu þar sem ofið er saman þráðum fortíðar og nútíðar. Flækjan kemur hins vegar niður á framvindu sögunnar. Gallinn við bókina er hve Egholm teygir lopann. Lesendum er haldið volgum, litlum upplýsingamolum hent til þeirra en um leið og eitthvað virðist vera að skýrast er sögunni vikið annað. Slíkur frásagnarmáti gæti gengið ágætlega upp, en í þessu tilviki vantar um of á spennuna. Egholm tekst einfaldlega ekki að kveikja forvitni hjá lesendum til að sagan sé gleypt í sig og hinum fjölmörgu spurningum svarað. Þá gerir bókin um of ráð fyrir að lesandinn þekki forsöguna og hafi lesið fyrri bækur um Dicte Svenson. Aðalpersónur bókarinnar eru haganlega saman settar, en höfundur mætti þó kafa dýpra í margar þeirra. Sagan ber keim af því að vera hluti af stærra höfundaverki um sömu persónur og fleiri bækur þurfi til að skilja þær til fulls. Að því sögðu er bókin haganlega skrifuð, en flókin tengsl og vísanir í fortíðina vega ekki upp á móti því að aðalatriðið í spennusögu, sjálfa spennuna, vantar. Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Dicte Svensson er blaðamaður og skrifar um glæpi. Hún á sér ýmis leyndarmál úr fortíðinni sem hún þarf að takast á við á meðan hún reynir að komast til botns í glæpamáli sem snertir hana sjálfa. Francesca Olsen er í framboði til borgarstjóra Árósa og einnig hún glímir við fortíðina sem hefur bankað upp á með tilheyrandi vandræðum. Raunar má segja að fortíðin og þau leyndarmál sem hún geymir sé gegnumgangandi þema í bókinni Með góðu eða illu eftir Elsebeth Egholm. Hún snýst öðrum þræði um uppgjör og hvernig gamlar syndir hverfa ekki fyrr en horfst hefur verið í augu við þær og ábyrgð tekin á gjörðum sínum. Egholm tekst ágætlega að búa til flókna fléttu þar sem ofið er saman þráðum fortíðar og nútíðar. Flækjan kemur hins vegar niður á framvindu sögunnar. Gallinn við bókina er hve Egholm teygir lopann. Lesendum er haldið volgum, litlum upplýsingamolum hent til þeirra en um leið og eitthvað virðist vera að skýrast er sögunni vikið annað. Slíkur frásagnarmáti gæti gengið ágætlega upp, en í þessu tilviki vantar um of á spennuna. Egholm tekst einfaldlega ekki að kveikja forvitni hjá lesendum til að sagan sé gleypt í sig og hinum fjölmörgu spurningum svarað. Þá gerir bókin um of ráð fyrir að lesandinn þekki forsöguna og hafi lesið fyrri bækur um Dicte Svenson. Aðalpersónur bókarinnar eru haganlega saman settar, en höfundur mætti þó kafa dýpra í margar þeirra. Sagan ber keim af því að vera hluti af stærra höfundaverki um sömu persónur og fleiri bækur þurfi til að skilja þær til fulls. Að því sögðu er bókin haganlega skrifuð, en flókin tengsl og vísanir í fortíðina vega ekki upp á móti því að aðalatriðið í spennusögu, sjálfa spennuna, vantar.
Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira