Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Teitur Guðmundsson skrifar 28. september 2012 06:00 Ég ætla að nota tækifærið og lofa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, af því enginn annar virðist gera það, og þá sér í lagi forsvarsmenn hennar sem hafa hreinlega ekki sést svo mánuðum skiptir opinberlega. Hvað þá að fagfólkið stígi fram og verjist þeirri ádeilu sem er nær stöðug á þjónustu heilsugæslunnar eða á fyrirkomulagi hennar. Þeir sem mig þekkja vita að ég er eindreginn stuðningsmaður einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu þar sem ég starfa og tel að þar liggi stærstu sóknarfærin í framtíðinni. Þrátt fyrir það þykir mér sorglegt hið neikvæða umtal um þessa grunnstoð í heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Hver fréttin á fætur annarri um langan biðtíma, lélegan aðbúnað, atgervisflótta lækna og yfirvofandi hættuástand auk rifrildis fagstétta um það hverjum beri að skrifa út pilluna eða ekki er það sem birtist okkur í fjölmiðlum. Hvar eru forvígismenn heilsugæslunnar, hvar er stolta fagfólkið sem bendir á jákvæðar hliðar heilsugæslunnar? Hvers vegna hef ég á tilfinningunni að það sé bara á Landspítalanum sem stjórnendateymi bregðast við fréttum opinberlega og reyna að leiðrétta eða útskýra eftir því sem við á hverju sinni? Það hefur til dæmis verið á allra vitorði að þrátt fyrir ein erfiðustu ár í manna minnum í fjárhagslegu tilliti, hafi Landspítalinn verið rekinn innan fjárheimilda. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að halda átti Birni Zoëga sem forstjóra. Veit einhver að það hefur líka verið svo í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðastliðin tvö ár og lítur vel út fyrir árið 2012? Ætli Svanhvít hafi fengið launahækkun, eða að Guðbjartur hafi boðið henni á einkafund um helgi? Sennilega á hún ekki séns á vinnu í Svíþjóð og svo þekkir hana heldur enginn opinberlega svo það er ekkert mál að sópa því undir teppið, eða bara sleppa því að pæla í því að umbuna henni fyrir vel unnin störf?! Hvað þá að umbuna fólkinu á gólfinu sem stendur sig eins og hetjur og lætur þetta allt ganga upp! Þegar kemur að umræðu um staðsetningu Landspítalans og rökum með og á móti bregst stjórnendateymið fljótt og örugglega við í fjölmiðlum. Ekki skal tekin afstaða til byggingarinnar af minni hálfu en að minnsta kosti er ljóst að þeir sem fara fyrir spítalanum verja með kjafti og klóm að hann skuli rísa. Það er eiginlega fyndið að skoða fréttaflutning í fjölmiðlum um þessa tvo risa í íslenskri heilbrigðisþjónustu, því hann er svo gjörólíkur. Ég gat ekki fundið margar jákvæðar fréttir, en ein á RÚV frá 23.12.2011 þótti mér ágæt en þar kom fram að velferðarráðuneytið hefði ákveðið að verja 60 milljónum til tækjakaupa fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en Landspítalinn fékk í sömu andrá 50 milljónir! Þegar starfssemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er skoðuð verður ljóst eins og víðar að ýmislegt má betur fara, en fyrir alla muni reynið að hampa því sem gott er, það er svo miklu uppbyggilegra! Ég ætla að ríða á vaðið og telja upp nokkra hluti sem ég sé sem utanaðkomandi og vonandi fylgja starfsmenn sem og stjórnendur í kjölfarið með þau atriði sem ég gleymi. Ný heimasíða er einkar vel heppnuð og veitir gott aðgengi að upplýsingum, rafrænar tímabókanir hjá lækni eru loksins komnar á skrið sem og rafræn samskipti milli lækna og við Sjúkratryggingar Íslands. Heilsuvernd skólabarna er til fyrirmyndar og sóttvarnir markvissar, bæði hvað snertir börn og þá sem sækjast eftir dvalarleyfi hérlendis. Mæðravernd og ungbarnavernd á fastan sess í daglegri þjónustu stöðvanna í teymisvinnu fagstétta. Þá er öflug læknamóttaka miðpunktur þjónustunnar á dagvinnutíma sem og á síðdegisvakt sem miðar að því að sinna þörfum langveikra og þeirra sem þurfa minniháttar aðstoð. Þá er verðið fyrir þjónustuna lágt og ætti að vera fáum ofviða. Látið ekki aðra þurfa að segja ykkur að þið séuð frábær þrátt fyrir að á móti blási, vinnið uppbyggilega og jákvætt að því að styrkja eigin ímynd og flaggið því sem vel er gert. Stillið fólkinu ykkar í framvarðasveit og komið þeim skilaboðum á framfæri sem þið viljið að séu til umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Teitur Guðmundsson Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun
Ég ætla að nota tækifærið og lofa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, af því enginn annar virðist gera það, og þá sér í lagi forsvarsmenn hennar sem hafa hreinlega ekki sést svo mánuðum skiptir opinberlega. Hvað þá að fagfólkið stígi fram og verjist þeirri ádeilu sem er nær stöðug á þjónustu heilsugæslunnar eða á fyrirkomulagi hennar. Þeir sem mig þekkja vita að ég er eindreginn stuðningsmaður einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu þar sem ég starfa og tel að þar liggi stærstu sóknarfærin í framtíðinni. Þrátt fyrir það þykir mér sorglegt hið neikvæða umtal um þessa grunnstoð í heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Hver fréttin á fætur annarri um langan biðtíma, lélegan aðbúnað, atgervisflótta lækna og yfirvofandi hættuástand auk rifrildis fagstétta um það hverjum beri að skrifa út pilluna eða ekki er það sem birtist okkur í fjölmiðlum. Hvar eru forvígismenn heilsugæslunnar, hvar er stolta fagfólkið sem bendir á jákvæðar hliðar heilsugæslunnar? Hvers vegna hef ég á tilfinningunni að það sé bara á Landspítalanum sem stjórnendateymi bregðast við fréttum opinberlega og reyna að leiðrétta eða útskýra eftir því sem við á hverju sinni? Það hefur til dæmis verið á allra vitorði að þrátt fyrir ein erfiðustu ár í manna minnum í fjárhagslegu tilliti, hafi Landspítalinn verið rekinn innan fjárheimilda. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að halda átti Birni Zoëga sem forstjóra. Veit einhver að það hefur líka verið svo í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðastliðin tvö ár og lítur vel út fyrir árið 2012? Ætli Svanhvít hafi fengið launahækkun, eða að Guðbjartur hafi boðið henni á einkafund um helgi? Sennilega á hún ekki séns á vinnu í Svíþjóð og svo þekkir hana heldur enginn opinberlega svo það er ekkert mál að sópa því undir teppið, eða bara sleppa því að pæla í því að umbuna henni fyrir vel unnin störf?! Hvað þá að umbuna fólkinu á gólfinu sem stendur sig eins og hetjur og lætur þetta allt ganga upp! Þegar kemur að umræðu um staðsetningu Landspítalans og rökum með og á móti bregst stjórnendateymið fljótt og örugglega við í fjölmiðlum. Ekki skal tekin afstaða til byggingarinnar af minni hálfu en að minnsta kosti er ljóst að þeir sem fara fyrir spítalanum verja með kjafti og klóm að hann skuli rísa. Það er eiginlega fyndið að skoða fréttaflutning í fjölmiðlum um þessa tvo risa í íslenskri heilbrigðisþjónustu, því hann er svo gjörólíkur. Ég gat ekki fundið margar jákvæðar fréttir, en ein á RÚV frá 23.12.2011 þótti mér ágæt en þar kom fram að velferðarráðuneytið hefði ákveðið að verja 60 milljónum til tækjakaupa fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en Landspítalinn fékk í sömu andrá 50 milljónir! Þegar starfssemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er skoðuð verður ljóst eins og víðar að ýmislegt má betur fara, en fyrir alla muni reynið að hampa því sem gott er, það er svo miklu uppbyggilegra! Ég ætla að ríða á vaðið og telja upp nokkra hluti sem ég sé sem utanaðkomandi og vonandi fylgja starfsmenn sem og stjórnendur í kjölfarið með þau atriði sem ég gleymi. Ný heimasíða er einkar vel heppnuð og veitir gott aðgengi að upplýsingum, rafrænar tímabókanir hjá lækni eru loksins komnar á skrið sem og rafræn samskipti milli lækna og við Sjúkratryggingar Íslands. Heilsuvernd skólabarna er til fyrirmyndar og sóttvarnir markvissar, bæði hvað snertir börn og þá sem sækjast eftir dvalarleyfi hérlendis. Mæðravernd og ungbarnavernd á fastan sess í daglegri þjónustu stöðvanna í teymisvinnu fagstétta. Þá er öflug læknamóttaka miðpunktur þjónustunnar á dagvinnutíma sem og á síðdegisvakt sem miðar að því að sinna þörfum langveikra og þeirra sem þurfa minniháttar aðstoð. Þá er verðið fyrir þjónustuna lágt og ætti að vera fáum ofviða. Látið ekki aðra þurfa að segja ykkur að þið séuð frábær þrátt fyrir að á móti blási, vinnið uppbyggilega og jákvætt að því að styrkja eigin ímynd og flaggið því sem vel er gert. Stillið fólkinu ykkar í framvarðasveit og komið þeim skilaboðum á framfæri sem þið viljið að séu til umræðu.