Leikarinn George Clooney hefur bannað kærustu sinni Stacy Keibler að eiga samskipti við raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian. Clooney komst að því að Keibler og Kardashian fóru út á lífið saman á tískuvikunni í New York í byrjun mánaðarins og varð víst æfur.
Slúðurritið Star greinir frá þessu og segir að Clooney hafi ekki mikið álit á Kardashian. „Honum finnst hún vera fræg fyrir ekki neitt og að það sé slæmt fyrir frama Keibler að hún sjáist með raunveruleikastjörnunni," segir í blaðinu.
Clooney og Keibler hafa verið par síðan sumarið 2011.

