Svíar eru víst fyndið fólk 26. september 2012 09:00 Sá fyndnasti í svíþjóð Johan Glans er talinn fyndnasti maður Svíþjóðar. Hann verður með uppistand í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag. Mynd/Johanna Ankarcrona Uppistandarinn Johan Glans kemur fram í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag. Sýningin samanstendur af glænýju efni og nefnist World Tour of Scandinavia. Sænski grínistinn Johan Glans hefur verið nefndur fyndnasti maður Svíþjóðar og er heimsóknin til Íslands liður í ferðalagi hans um Norðurlöndin. Glans segir sænskan húmor nokkuð líkan þeim danska og finnska á þann hátt að kaldhæðnin er allsráðandi. „Ég hef heimsótt öll Norðurlöndin fyrir utan Ísland og veit því ekki hvort sænski húmorinn er líkur þeim íslenska, en ég mundi segja að hann væri svolítið í ætt við þann breska enda eru Norðurlandabúar upp til hópa bælt fólk og það brýst fram í húmor þeirra." Glans hefur verið nefndur fyndnasti maður Svíþjóðar, eða „Sveriges roligaste man". Hann segir titilinn ekki hrjá sig þó hann finni stundum fyrir því að fólk ætlist til að hann sé stöðugt með glens og gaman á mannamótum. „Ég finn stundum fyrir því í veislum að fólk bíður eftir því að ég segi eða geri eitthvað fyndið. Ég held samt að það sé betra að vera talinn sá fyndnasti heldur en leiðinlegasti maður Svíþjóðar. Það væri agalegt." Sumir vilja meina að Svíar séu upp til hópa ekki fyndnir og segist Glans taka því sem móðgun. „Ég veit að við eigum það til að sitja þunglynd í Ikea-sófanum okkar og borða rúgbrauð en við erum samt fyndin! Svíar elska húmor og uppistand er ofsalega vinsælt hér," segir grínistinn sem mun fjalla um allt milli himins og jarðar á sýningu sinni. „Efnið er persónulegt og ég mun meðal annars tala um kirkjuferðir, hefðir, barnaafmæli og aðra hluti sem hafa hent mig í lífinu." Þetta er í fyrsta sinn sem Glans sækir Ísland heim og kveðst hann spenntur fyrir heimsókninni. Hann mun dvelja hér í fjóra daga og hyggst nýta tímann til að fara í hvalaskoðun, heimsækja Bláa lónið og skoða Geysi. Sýningin verður laugardaginn 29. september klukkan 20 og mun Ari Eldjárn hita mannskapinn upp fyrir Glans. sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Uppistandarinn Johan Glans kemur fram í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag. Sýningin samanstendur af glænýju efni og nefnist World Tour of Scandinavia. Sænski grínistinn Johan Glans hefur verið nefndur fyndnasti maður Svíþjóðar og er heimsóknin til Íslands liður í ferðalagi hans um Norðurlöndin. Glans segir sænskan húmor nokkuð líkan þeim danska og finnska á þann hátt að kaldhæðnin er allsráðandi. „Ég hef heimsótt öll Norðurlöndin fyrir utan Ísland og veit því ekki hvort sænski húmorinn er líkur þeim íslenska, en ég mundi segja að hann væri svolítið í ætt við þann breska enda eru Norðurlandabúar upp til hópa bælt fólk og það brýst fram í húmor þeirra." Glans hefur verið nefndur fyndnasti maður Svíþjóðar, eða „Sveriges roligaste man". Hann segir titilinn ekki hrjá sig þó hann finni stundum fyrir því að fólk ætlist til að hann sé stöðugt með glens og gaman á mannamótum. „Ég finn stundum fyrir því í veislum að fólk bíður eftir því að ég segi eða geri eitthvað fyndið. Ég held samt að það sé betra að vera talinn sá fyndnasti heldur en leiðinlegasti maður Svíþjóðar. Það væri agalegt." Sumir vilja meina að Svíar séu upp til hópa ekki fyndnir og segist Glans taka því sem móðgun. „Ég veit að við eigum það til að sitja þunglynd í Ikea-sófanum okkar og borða rúgbrauð en við erum samt fyndin! Svíar elska húmor og uppistand er ofsalega vinsælt hér," segir grínistinn sem mun fjalla um allt milli himins og jarðar á sýningu sinni. „Efnið er persónulegt og ég mun meðal annars tala um kirkjuferðir, hefðir, barnaafmæli og aðra hluti sem hafa hent mig í lífinu." Þetta er í fyrsta sinn sem Glans sækir Ísland heim og kveðst hann spenntur fyrir heimsókninni. Hann mun dvelja hér í fjóra daga og hyggst nýta tímann til að fara í hvalaskoðun, heimsækja Bláa lónið og skoða Geysi. Sýningin verður laugardaginn 29. september klukkan 20 og mun Ari Eldjárn hita mannskapinn upp fyrir Glans. sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira