Gerir franska víkingamynd 26. september 2012 11:00 Tekur upp á íslandi Magali Magistry leikstýrir franskri stuttmynd sem tekin verður upp hér á landi í október. Íslenskir leikarar fara með öll hlutverkin.fréttablaðið/valli Framleiðslufyrirtækið Zik Zak kemur að gerð franskrar stuttmyndar sem taka á upp í október. Myndin er á íslensku og gerist að hluta til í íslenskum nútíma og að hluta til á víkingaöld og skartar einvörðungu íslenskum leikurum í aðalhlutverki. Franska leikstýran Magali Magistry leikstýrir myndinni og semur handrit hennar. Myndin verður meðal annars tekin upp á Krýsuvíkursvæðinu og í Reykjavík. Með aðalhlutverk myndarinnar fara Sveinn Ólafur Gunnarsson, Damon Younger og Margrét Bjarnadóttir og með önnur smærri hlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Ólafur Egilsson og Guðjón Þorsteinn Pálmarsson. Um söguþráð myndarinnar segir Magistry þetta: „Myndin segir frá víkingnum Magnúsi sem er á höttunum eftir illmenninu Bjarna sem hefur rænt barni og konu Magnúsar. Magnús og Bjarni berjast og í miðjum bardaganum heyrist lófaklapp og þá áttar áhorfandinn sig á því að verið er að setja söguna á svið og þá færist sagan til nútímans þar sem Magnús er óvirkur alkóhólisti og eiginkonan hefur skilið við hann og tekið saman við Bjarna." Magistry á íslenska vini og hefur heimsótt landið nokkrum sinnum. Hún kveðst einnig hafa mjög gaman af íslenskri kvikmyndagerð og segir þetta tvennt hafa orðið til þess að hún ákvað að semja kvikmyndahandrit sem gerist á Íslandi. „Ég og tökumaðurinn minn erum einu útlendingarnir sem komum að gerð myndarinnar, allir aðrir eru íslenskir sem er mjög skemmtilegt." Franski kvikmyndasjóðurinn hefur veitt stuttmyndinni fjármagn og hefur sjónvarpsstöðin Arte tryggt sér sýningarréttinn á myndinni sem verður sýnd bæði í Þýskalandi og Frakklandi. - sm Lífið Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Zik Zak kemur að gerð franskrar stuttmyndar sem taka á upp í október. Myndin er á íslensku og gerist að hluta til í íslenskum nútíma og að hluta til á víkingaöld og skartar einvörðungu íslenskum leikurum í aðalhlutverki. Franska leikstýran Magali Magistry leikstýrir myndinni og semur handrit hennar. Myndin verður meðal annars tekin upp á Krýsuvíkursvæðinu og í Reykjavík. Með aðalhlutverk myndarinnar fara Sveinn Ólafur Gunnarsson, Damon Younger og Margrét Bjarnadóttir og með önnur smærri hlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Ólafur Egilsson og Guðjón Þorsteinn Pálmarsson. Um söguþráð myndarinnar segir Magistry þetta: „Myndin segir frá víkingnum Magnúsi sem er á höttunum eftir illmenninu Bjarna sem hefur rænt barni og konu Magnúsar. Magnús og Bjarni berjast og í miðjum bardaganum heyrist lófaklapp og þá áttar áhorfandinn sig á því að verið er að setja söguna á svið og þá færist sagan til nútímans þar sem Magnús er óvirkur alkóhólisti og eiginkonan hefur skilið við hann og tekið saman við Bjarna." Magistry á íslenska vini og hefur heimsótt landið nokkrum sinnum. Hún kveðst einnig hafa mjög gaman af íslenskri kvikmyndagerð og segir þetta tvennt hafa orðið til þess að hún ákvað að semja kvikmyndahandrit sem gerist á Íslandi. „Ég og tökumaðurinn minn erum einu útlendingarnir sem komum að gerð myndarinnar, allir aðrir eru íslenskir sem er mjög skemmtilegt." Franski kvikmyndasjóðurinn hefur veitt stuttmyndinni fjármagn og hefur sjónvarpsstöðin Arte tryggt sér sýningarréttinn á myndinni sem verður sýnd bæði í Þýskalandi og Frakklandi. - sm
Lífið Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira