Ásgeir Trausti seldist upp á sex dögum 21. september 2012 10:00 Ásgeirs Trausta, platan Dýrð í dauðaþögn, seldist í um þúsund eintökum á sex dögum. Fréttablaðið/valli „Hann er með þennan x-faktor sem allir eru að leita að og hann nær til breiðs hóps fólks,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, um velgengni frumraunar tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta, plötunnar Dýrð í dauðaþögn. Platan er uppseld í flestum verslunum landsins en hún kom út á þriðjudaginn í síðustu viku. Eiður segir þetta vera frábæra byrjun á ferli Ásgeirs sem er greinilega rísandi stjarna í íslenskum tónlistarheimi. „Gróflega myndi ég áætla að um þúsund eintök hafi selst fyrstu sex dagana sem er svakalega gott. Fyrst þegar ég sá þessar tölur fór ég að hugsa hvort þetta væri ekki með betri upphafsvikum íslensks tónlistarmanns,“ segir Eiður en fleiri eintök af plötunni eru væntanleg í verslanir eftir helgi. „Í kjölfarið á þessari velgengni fór ég til dæmis að skoða hversu mikið Of Monsters and Men seldu af plötum fyrstu útgáfuviku sína í fyrra. Ásgeir Trausti tvöfaldar þeirra tölur.“ Lögin Sumargestur og Leyndarmál hafa lagst vel í landsmenn og notið vinsælda. Eiður segist því hafa fundið spennu fyrir tónlistarmanninum og haft á tilfinningunni að platan myndi seljast vel áður en hún kom út. „Ég pantaði annað upplag fjórum dögum áður en platan kom út. Það hef ég ekki gert áður á mínum fimmtán ára ferli sem útgáfustjóri. Maður er nú vanur að stíga varlega til jarðar í þessum bransa.“ Dýrð í dauðaþögn er nú í fyrsta sæti Tónlistans og hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Platan fékk fjórar stjörnur hjá Trausta Júlíussyni, gagnrýnanda Fréttablaðsins, sem sagði hana óskabyrjun á ferlinum. „Ásgeir Trausti er bæði hægur og hógvær og það fær tónlistina til að skína í gegn og tel ég það vera eina af ástæðunum fyrir velgengninni.“ -áp Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Hann er með þennan x-faktor sem allir eru að leita að og hann nær til breiðs hóps fólks,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, um velgengni frumraunar tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta, plötunnar Dýrð í dauðaþögn. Platan er uppseld í flestum verslunum landsins en hún kom út á þriðjudaginn í síðustu viku. Eiður segir þetta vera frábæra byrjun á ferli Ásgeirs sem er greinilega rísandi stjarna í íslenskum tónlistarheimi. „Gróflega myndi ég áætla að um þúsund eintök hafi selst fyrstu sex dagana sem er svakalega gott. Fyrst þegar ég sá þessar tölur fór ég að hugsa hvort þetta væri ekki með betri upphafsvikum íslensks tónlistarmanns,“ segir Eiður en fleiri eintök af plötunni eru væntanleg í verslanir eftir helgi. „Í kjölfarið á þessari velgengni fór ég til dæmis að skoða hversu mikið Of Monsters and Men seldu af plötum fyrstu útgáfuviku sína í fyrra. Ásgeir Trausti tvöfaldar þeirra tölur.“ Lögin Sumargestur og Leyndarmál hafa lagst vel í landsmenn og notið vinsælda. Eiður segist því hafa fundið spennu fyrir tónlistarmanninum og haft á tilfinningunni að platan myndi seljast vel áður en hún kom út. „Ég pantaði annað upplag fjórum dögum áður en platan kom út. Það hef ég ekki gert áður á mínum fimmtán ára ferli sem útgáfustjóri. Maður er nú vanur að stíga varlega til jarðar í þessum bransa.“ Dýrð í dauðaþögn er nú í fyrsta sæti Tónlistans og hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Platan fékk fjórar stjörnur hjá Trausta Júlíussyni, gagnrýnanda Fréttablaðsins, sem sagði hana óskabyrjun á ferlinum. „Ásgeir Trausti er bæði hægur og hógvær og það fær tónlistina til að skína í gegn og tel ég það vera eina af ástæðunum fyrir velgengninni.“ -áp
Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira