Skopmyndateiknari skrifar Skaupið 19. september 2012 09:22 Halldór Baldursson skopmyndateiknari er einn af handritshöfundum Áramótaskaupsins í ár. Hann hlakkar til að prófa að vinna í hópi. fréttablaðið/gva Halldór Baldursson, skopteiknari Fréttablaðsins, er einn af sex handritshöfundum Áramótaskaupsins í ár. Hann segist hlakka til þess að fá loks tækifæri til að vinna með öðrum í hópi í stað þess að sitja einn að vinnu sinni. Halldór semur handritið ásamt Sævari Sigurgeirssyni, Önnu Svövu Knútsdóttur, Hjálmari Hjálmarssyni, Gunnari Helgasyni og Gunnari Birni Guðmundssyni leikstjóra Skaupsins. „Það verður spennandi að fá að vinna með svona skapandi og skemmtilegu fólki, að sjá hvort ég finni nýja hlið á minni kímni og hvort hópvinnan kveiki í fleirum þarna inni. Svo er þetta líka mikill heiður," segir Halldór. Hann segir Gunnar Björn hafa borið hugmyndina undir sig fyrir nokkrum vikum og hefur hópurinn þegar hist einu sinni. Aðspurður segist hann viss um að vinna hans sem skopteiknari muni nýtast við handritaskrifin. „Pólitískt spé er allsráðandi á báðum vettvöngum. Það kemur líka fyrir að brandararnir mínir ganga ekki upp sem teikningar og þá get ég kannski notað þá í Skaupið," segir Halldór en þverneitar að eiga brandara á lager. „Ég er algjörlega hugmyndasnauður og eins og undin tuska dag hvern. Það kemur þó alltaf eitthvað þegar maður sest niður og fer að skapa og búa til, en það er ekki þannig að ég haldi áfram og safni í lager. Ég er bara feginn að vera búinn." Þegar hann er að lokum spurður hvort hann muni ekki sitja límdur við sjónvarpsskjáinn á gamlárskvöld segir hann: „Ég missi aldrei af Skaupinu og það ætti enginn að missa af því, þetta er skylduáhorf." - sm Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Halldór Baldursson, skopteiknari Fréttablaðsins, er einn af sex handritshöfundum Áramótaskaupsins í ár. Hann segist hlakka til þess að fá loks tækifæri til að vinna með öðrum í hópi í stað þess að sitja einn að vinnu sinni. Halldór semur handritið ásamt Sævari Sigurgeirssyni, Önnu Svövu Knútsdóttur, Hjálmari Hjálmarssyni, Gunnari Helgasyni og Gunnari Birni Guðmundssyni leikstjóra Skaupsins. „Það verður spennandi að fá að vinna með svona skapandi og skemmtilegu fólki, að sjá hvort ég finni nýja hlið á minni kímni og hvort hópvinnan kveiki í fleirum þarna inni. Svo er þetta líka mikill heiður," segir Halldór. Hann segir Gunnar Björn hafa borið hugmyndina undir sig fyrir nokkrum vikum og hefur hópurinn þegar hist einu sinni. Aðspurður segist hann viss um að vinna hans sem skopteiknari muni nýtast við handritaskrifin. „Pólitískt spé er allsráðandi á báðum vettvöngum. Það kemur líka fyrir að brandararnir mínir ganga ekki upp sem teikningar og þá get ég kannski notað þá í Skaupið," segir Halldór en þverneitar að eiga brandara á lager. „Ég er algjörlega hugmyndasnauður og eins og undin tuska dag hvern. Það kemur þó alltaf eitthvað þegar maður sest niður og fer að skapa og búa til, en það er ekki þannig að ég haldi áfram og safni í lager. Ég er bara feginn að vera búinn." Þegar hann er að lokum spurður hvort hann muni ekki sitja límdur við sjónvarpsskjáinn á gamlárskvöld segir hann: „Ég missi aldrei af Skaupinu og það ætti enginn að missa af því, þetta er skylduáhorf." - sm
Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira