Lífið

Óskarverðlaunahafi á RIFF

Susanne Bier.
Susanne Bier.
Danski kvikmyndaleikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Susanne Bier verður verðlaunuð fyrir framúrskarandi listfengi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í lok mánaðarins.

Bier hlaut Óskarinn fyrir myndina Hævnen í fyrra.

Af því tilefni verða þrjár myndir Bier sýndar á RIFF, Elska þig að eilífu, Eftir brúðkaupið og Hárlausi hárskerinn, en sú mynd var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir tveimur vikum síðan og skartar þeim Pierce Brosnan og Trine Dyrholm í aðalhlutverkum.

Bier mætir til landsins til að veita verðlaunum viðtöku þann 29. september en sama kvöld verður myndin sýnd og Bier situr fyrir svörum áhorfenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.