Dansað um tilvist mannsins 12. september 2012 00:01 Berglind og Ásrún unnu grunngerð verksins saman en fengu síðar Ásu Dýradóttur, Áka Ásgeirsson og Jóhann Bjarna Pálmason til liðs við sig. Fréttablaðið/Stefán Listdans, myndlist, tónlist og ljós leggjast á eitt í verkinu Dúnn eftir dansdúettinn Litlar og nettar sem frumsýnt verður í Tjarnarbíó á föstudag. Í verkinu er ekki lítið undir, sjálf tilvist mannsins og sólin. Dúettinn Litlar og nettar skipa þær Berglind Pétursdóttir og Ásrún Magnúsdóttir sem útskrifuðust af listdansbraut Listaháskóla Íslands í fyrra. Berglind og Ásrún höfðu unnið mikið saman í LHÍ og voru staðfastar í að halda samstarfinu áfram að lokinni útskrift. Í mars síðastliðnum settust þær niður og hófu hugmyndavinnu að nýju verki og ákváðu að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur fjalla um tilvist mannsins og sólina. „Þetta tvennt tengist traustum böndum," segir Berglind, „þegar við byrjuðum að fjalla um tilvistina gátum við ekki látið sólina afskipta." Eftir um mánaðarvinnu fengu þær Berglind og Ásrún þrjá aðra listamenn af ólíkum sviðum til liðs við sig: Ásu Dýradóttur myndlistarkonu, Áka Ásgeirsson tónlistarmann og Jóhann Bjarna Pálmason ljósameistara, sem lögðu öll sitthvað til verksins. „Þetta er allt fólk sem við þekktum úr einni eða annarri átt," segir Berglind. „Áki kenndi okkur til dæmis í LHÍ og við þekktum Ásu og Snorra líka. Þau tóku vel í þessa hugmynd þegar við bárum hana undir þau og það varð til þessi klíka." Útkoman er sýning sem Berglind og Ásrún lýsa sem allt í senn dansverki, gjörningi, ljósverki og leikriti. „Dúnn er sjónarspil," segir Berglind. „Við unnum þetta mjög abstrakt; þetta byggir mikið á hreyfitjáningu, eðli málsins samkvæmt, en líka á myndum, vídeóverkum, tónlist og fleiri miðlum. Við höfum verið að prófa okkur mikið áfram á meðan undirbúningur stóð." Dúnn verður sem fyrr segir frumsýnt á föstudag. Verkið verður sýnt alls sex sinnum. Verkið var unnið með styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem veitti 2,8 milljónir króna til verksins. Nánari upplýsingar um verkið má finna á heimasíðu þess, dunn2012.tumblr.com/. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Listdans, myndlist, tónlist og ljós leggjast á eitt í verkinu Dúnn eftir dansdúettinn Litlar og nettar sem frumsýnt verður í Tjarnarbíó á föstudag. Í verkinu er ekki lítið undir, sjálf tilvist mannsins og sólin. Dúettinn Litlar og nettar skipa þær Berglind Pétursdóttir og Ásrún Magnúsdóttir sem útskrifuðust af listdansbraut Listaháskóla Íslands í fyrra. Berglind og Ásrún höfðu unnið mikið saman í LHÍ og voru staðfastar í að halda samstarfinu áfram að lokinni útskrift. Í mars síðastliðnum settust þær niður og hófu hugmyndavinnu að nýju verki og ákváðu að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur fjalla um tilvist mannsins og sólina. „Þetta tvennt tengist traustum böndum," segir Berglind, „þegar við byrjuðum að fjalla um tilvistina gátum við ekki látið sólina afskipta." Eftir um mánaðarvinnu fengu þær Berglind og Ásrún þrjá aðra listamenn af ólíkum sviðum til liðs við sig: Ásu Dýradóttur myndlistarkonu, Áka Ásgeirsson tónlistarmann og Jóhann Bjarna Pálmason ljósameistara, sem lögðu öll sitthvað til verksins. „Þetta er allt fólk sem við þekktum úr einni eða annarri átt," segir Berglind. „Áki kenndi okkur til dæmis í LHÍ og við þekktum Ásu og Snorra líka. Þau tóku vel í þessa hugmynd þegar við bárum hana undir þau og það varð til þessi klíka." Útkoman er sýning sem Berglind og Ásrún lýsa sem allt í senn dansverki, gjörningi, ljósverki og leikriti. „Dúnn er sjónarspil," segir Berglind. „Við unnum þetta mjög abstrakt; þetta byggir mikið á hreyfitjáningu, eðli málsins samkvæmt, en líka á myndum, vídeóverkum, tónlist og fleiri miðlum. Við höfum verið að prófa okkur mikið áfram á meðan undirbúningur stóð." Dúnn verður sem fyrr segir frumsýnt á föstudag. Verkið verður sýnt alls sex sinnum. Verkið var unnið með styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem veitti 2,8 milljónir króna til verksins. Nánari upplýsingar um verkið má finna á heimasíðu þess, dunn2012.tumblr.com/. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira