Rokkjötnar verða líklega endurteknir 11. september 2012 09:00 Átta þungarokkshljómsveitir stigu á svið á Rokkjötnum á laugardaginn, þar á meðal Momentum. Mynd/Þóroddur bjarnason „Það kemur allt til greina en það er ekkert búið að ákveða neitt,“ segir Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, spurður hvort Rokkjötnar verði endurteknir á næsta ári. Rokkhátíðin var haldin í Kaplakrika í fyrsta sinn á laugardaginn með átta íslenskum hljómsveitum og heppnaðist hún með eindæmum vel. Á bilinu 1.500 til 2.000 manns sóttu hátíðina og magnaðist stemningin upp eftir því sem leið á kvöldið. „Þetta var alveg geðveikt, þetta gekk fullkomlega upp,“ segir Snæbjörn, sem átti stóran þátt í skipulagningunni. „Takmarkið var að sýna fram á að það væri hægt að halda risastóra rokktónleika án þess að fá erlend bönd og það tókst. Við vildum grafa þungarokkið úr torfkofunum og slá á þessa minnimáttarkennd.“ Hann telur líklegt að hátíðin verði haldin að ári. „Það eru allir farnir að tala um Rokkkjötna 2013 en við erum enn þá að sofa úr okkur þynnkuna. Auðvitað finnst manni það trúlegt eins og staðan er núna en við erum ekki búnir að búa til Facebook-viðburðinn.“ Spurður út í möguleikann á að fá erlenda hljómsveit á næstu hátíð segist Snæbjörn ekki vilja útiloka neitt. „Við sjáum til hvað okkur dettur í hug næst.“ -fb Tónlist Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Það kemur allt til greina en það er ekkert búið að ákveða neitt,“ segir Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, spurður hvort Rokkjötnar verði endurteknir á næsta ári. Rokkhátíðin var haldin í Kaplakrika í fyrsta sinn á laugardaginn með átta íslenskum hljómsveitum og heppnaðist hún með eindæmum vel. Á bilinu 1.500 til 2.000 manns sóttu hátíðina og magnaðist stemningin upp eftir því sem leið á kvöldið. „Þetta var alveg geðveikt, þetta gekk fullkomlega upp,“ segir Snæbjörn, sem átti stóran þátt í skipulagningunni. „Takmarkið var að sýna fram á að það væri hægt að halda risastóra rokktónleika án þess að fá erlend bönd og það tókst. Við vildum grafa þungarokkið úr torfkofunum og slá á þessa minnimáttarkennd.“ Hann telur líklegt að hátíðin verði haldin að ári. „Það eru allir farnir að tala um Rokkkjötna 2013 en við erum enn þá að sofa úr okkur þynnkuna. Auðvitað finnst manni það trúlegt eins og staðan er núna en við erum ekki búnir að búa til Facebook-viðburðinn.“ Spurður út í möguleikann á að fá erlenda hljómsveit á næstu hátíð segist Snæbjörn ekki vilja útiloka neitt. „Við sjáum til hvað okkur dettur í hug næst.“ -fb
Tónlist Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira