Bresku glæpasagnasamtökin stofna Íslandsdeild 7. september 2012 14:30 Ragnar Jónasson segir það mikinn heiður að stofnuð hafi verið Íslandsdeild innan CWA. fréttablaðið/stefán „Mér þótti það mikill heiður að hann skyldi biðja mig um þetta. Þetta sýnir í raun áhugann á íslenskum glæpasögum," segir spennusagnahöfundurinn Ragnar Jónasson. Stjórn bresku glæpasagnasamtakanna, Crime Writers Association (CWA), hefur samþykkt stofnun sérstakrar Íslandsdeildar innan samtakanna. Aðeins níu deildir eru innan samtakanna og er Íslandsdeildin sú fyrsta utan Bretlands. CWA hefur einnig nýlega stofnað samtök fyrir lesendur glæpasagna, The Crime Readers Association. Ragnar hefur sjálfur verið meðlimur í CWA í tvö ár og hitti formann samtakanna, höfundinn Peter James, á glæpasagnaráðstefnu í Bristol í vor. Þar koma saman höfundar glæpasagna héðan og þaðan úr heiminum og hittast. Ragnar tók þátt í pallborðsumræðum um glæpasögur og ræddi einnig við James, sem er vinsæll höfundur í Bretlandi. „Hann vildi stofna Íslandsdeild, en skandinavískar og íslenskar glæpasögur eru alltaf að vekja meiri og meiri athygli. Ég sagðist vera til í að aðstoða hann," segir Ragnar. Núna geta íslenskir glæpasagnahöfundar því skráð sig á heimasíðu CWA, Thecwa.co.uk, og mun Ragnar taka þátt í að safna félagsmönnum. Útlendingar sem skrifa bækur sem gerast á Íslandi eru einnig gjaldgengir í samtökin og nefnir Ragnar þar til sögunnar höfunda á borð við Michael Ridpath og Quentin Bates. Að sögn Ragnars hefur Peter James einnig mikinn áhuga á að heimsækja Ísland og spjalla við íslenska höfunda. Sjálfur er Ragnar tilbúinn með sína fjórðu bók, glæpasöguna Rof sem kemur út í október. Hún fjallar um rannsókn á gömlu morðmáli norður í landi, í Héðinsfirði. Þar er mál rannsakað sem átti sér stað fyrir hálfri öld, áður en Héðinsfjarðargöngin voru opnuð og fjörðurinn var enn lokaður eyðifjörður. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Mér þótti það mikill heiður að hann skyldi biðja mig um þetta. Þetta sýnir í raun áhugann á íslenskum glæpasögum," segir spennusagnahöfundurinn Ragnar Jónasson. Stjórn bresku glæpasagnasamtakanna, Crime Writers Association (CWA), hefur samþykkt stofnun sérstakrar Íslandsdeildar innan samtakanna. Aðeins níu deildir eru innan samtakanna og er Íslandsdeildin sú fyrsta utan Bretlands. CWA hefur einnig nýlega stofnað samtök fyrir lesendur glæpasagna, The Crime Readers Association. Ragnar hefur sjálfur verið meðlimur í CWA í tvö ár og hitti formann samtakanna, höfundinn Peter James, á glæpasagnaráðstefnu í Bristol í vor. Þar koma saman höfundar glæpasagna héðan og þaðan úr heiminum og hittast. Ragnar tók þátt í pallborðsumræðum um glæpasögur og ræddi einnig við James, sem er vinsæll höfundur í Bretlandi. „Hann vildi stofna Íslandsdeild, en skandinavískar og íslenskar glæpasögur eru alltaf að vekja meiri og meiri athygli. Ég sagðist vera til í að aðstoða hann," segir Ragnar. Núna geta íslenskir glæpasagnahöfundar því skráð sig á heimasíðu CWA, Thecwa.co.uk, og mun Ragnar taka þátt í að safna félagsmönnum. Útlendingar sem skrifa bækur sem gerast á Íslandi eru einnig gjaldgengir í samtökin og nefnir Ragnar þar til sögunnar höfunda á borð við Michael Ridpath og Quentin Bates. Að sögn Ragnars hefur Peter James einnig mikinn áhuga á að heimsækja Ísland og spjalla við íslenska höfunda. Sjálfur er Ragnar tilbúinn með sína fjórðu bók, glæpasöguna Rof sem kemur út í október. Hún fjallar um rannsókn á gömlu morðmáli norður í landi, í Héðinsfirði. Þar er mál rannsakað sem átti sér stað fyrir hálfri öld, áður en Héðinsfjarðargöngin voru opnuð og fjörðurinn var enn lokaður eyðifjörður. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira