Orðið gott Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. september 2012 06:00 Íbúðalánasjóður skilaði enn einu vondu uppgjöri fyrir helgina. Tap sjóðsins á fyrri helmingi ársins var 3,1 milljarður króna og eigið fé er komið niður fyrir lögbundin mörk. Því stefnir í að skattgreiðendur þurfi að leggja sjóðnum til 11 til 12 milljarða króna, til viðbótar við þá 33 sem Alþingi hafði þegar samþykkt að borga til að hífa upp eiginfjárhlutfallið. Ein meginástæða slæmrar afkomu einnar af helztu lánastofnunum landsins eru viðvarandi og vaxandi vanskil á húsnæðislánum, sem viðskiptavinir hans hafa tekið. Um 5.000 lán eru í alvarlegum vanskilum og hafa mörg hver verið árum saman í þeirri stöðu. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sagði í helgarblaði Fréttablaðsins að þessi staða væri þannig tilkomin að lánþegar hefðu ?nýtt sér öll úrræði til að fresta því að taka á vandanum eða að fresta því óumflýjanlega eða jafnvel vonast eftir því að fram komi betri úrræði sem mönnum lítist betur á.? Sigurður segir að sjóðurinn verði að fara að spyrna við fótum og segja: ?Nú er þetta bara orðið gott. Ef ekki sjáum við fleiri svona slæm uppgjör.? Þessi ummæli Sigurðar hafa sums staðar verið lögð út sem gagnrýni á hluta lánþega sjóðsins fyrir að gera ekkert í sínum málum, og það eru þau að sjálfsögðu. En það má sömuleiðis líta á þau sem gagnrýni á óábyrga stjórnmálamenn, sem hafa veifað voninni um ?betri úrræði?, helzt auðvitað almenna skuldaniðurfellingu, framan í fólk sem er komið í öngstræti í fjármálum og getur ekki staðið í skilum. Þessi óábyrgi pólitíski málflutningur á sinn þátt í því ástandi sem er á hluta lánasafns Íbúðalánasjóðs; að þar er fólk hætt að borga og gerir ekkert í sínum málum. Sigurður Erlingsson bendir á að úrvinnslu á 110% leiðinni svokölluðu sé lokið og um áramót verði sértæk skuldaaðlögun ekki í boði. Þess vegna séu síðustu forvöð fyrir skuldara að taka á sínum málum. Hann segir að stytta þurfi þann tíma, sem líður frá vanskilum og þar til hægt sé að ganga að eign, sé skuldari ekki að vinna í sínum málum. Hins vegar séu úrræðin til hjá umboðsmanni skuldara. Um leið og sótt sé um hjá embættinu stöðvist ferlið hjá Íbúðalánasjóði. Í umræðum á netinu um helgina mátti glöggt sjá að margir telja forstjóra Íbúðalánasjóðs í hópi þeirra vondu manna sem telja eðlilegt að fólk endurgreiði lán sem það tók. Vissulega breyttust forsendur hjá stórum hluta lántakenda við hrun krónunnar. Stjórnvöld og fjármálastofnanir hafa af þeim sökum boðið upp á margvísleg úrræði fyrir skuldara til að létta þeim greiðslubyrðina. Í umræðunni um þessi mál gleymist hins vegar oft að alvarleg vanskil hjá talsverðum hópi voru staðreynd fyrir hrun og margir höfðu þá þegar reist sér hurðarás um öxl og hefðu aldrei verið borgunarmenn fyrir lánunum sínum. Það hlýtur að vera lágmark að lántakendur í vanda nýti sér þau úrræði sem í boði eru til að semja um endurgreiðslu skulda sinna, í stað þess að hætta bara að borga. Aðgerðaleysi skuldara Íbúðalánasjóðs kostar skattgreiðendur stórfé. Það er sömuleiðis lágmarkskrafa að stjórnmálamenn sýni þá ábyrgð að lofa ekki nýjum lausnum, sem engin innstæða er fyrir. Þetta er líka orðið gott hjá sumum pólitíkusum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Íbúðalánasjóður skilaði enn einu vondu uppgjöri fyrir helgina. Tap sjóðsins á fyrri helmingi ársins var 3,1 milljarður króna og eigið fé er komið niður fyrir lögbundin mörk. Því stefnir í að skattgreiðendur þurfi að leggja sjóðnum til 11 til 12 milljarða króna, til viðbótar við þá 33 sem Alþingi hafði þegar samþykkt að borga til að hífa upp eiginfjárhlutfallið. Ein meginástæða slæmrar afkomu einnar af helztu lánastofnunum landsins eru viðvarandi og vaxandi vanskil á húsnæðislánum, sem viðskiptavinir hans hafa tekið. Um 5.000 lán eru í alvarlegum vanskilum og hafa mörg hver verið árum saman í þeirri stöðu. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sagði í helgarblaði Fréttablaðsins að þessi staða væri þannig tilkomin að lánþegar hefðu ?nýtt sér öll úrræði til að fresta því að taka á vandanum eða að fresta því óumflýjanlega eða jafnvel vonast eftir því að fram komi betri úrræði sem mönnum lítist betur á.? Sigurður segir að sjóðurinn verði að fara að spyrna við fótum og segja: ?Nú er þetta bara orðið gott. Ef ekki sjáum við fleiri svona slæm uppgjör.? Þessi ummæli Sigurðar hafa sums staðar verið lögð út sem gagnrýni á hluta lánþega sjóðsins fyrir að gera ekkert í sínum málum, og það eru þau að sjálfsögðu. En það má sömuleiðis líta á þau sem gagnrýni á óábyrga stjórnmálamenn, sem hafa veifað voninni um ?betri úrræði?, helzt auðvitað almenna skuldaniðurfellingu, framan í fólk sem er komið í öngstræti í fjármálum og getur ekki staðið í skilum. Þessi óábyrgi pólitíski málflutningur á sinn þátt í því ástandi sem er á hluta lánasafns Íbúðalánasjóðs; að þar er fólk hætt að borga og gerir ekkert í sínum málum. Sigurður Erlingsson bendir á að úrvinnslu á 110% leiðinni svokölluðu sé lokið og um áramót verði sértæk skuldaaðlögun ekki í boði. Þess vegna séu síðustu forvöð fyrir skuldara að taka á sínum málum. Hann segir að stytta þurfi þann tíma, sem líður frá vanskilum og þar til hægt sé að ganga að eign, sé skuldari ekki að vinna í sínum málum. Hins vegar séu úrræðin til hjá umboðsmanni skuldara. Um leið og sótt sé um hjá embættinu stöðvist ferlið hjá Íbúðalánasjóði. Í umræðum á netinu um helgina mátti glöggt sjá að margir telja forstjóra Íbúðalánasjóðs í hópi þeirra vondu manna sem telja eðlilegt að fólk endurgreiði lán sem það tók. Vissulega breyttust forsendur hjá stórum hluta lántakenda við hrun krónunnar. Stjórnvöld og fjármálastofnanir hafa af þeim sökum boðið upp á margvísleg úrræði fyrir skuldara til að létta þeim greiðslubyrðina. Í umræðunni um þessi mál gleymist hins vegar oft að alvarleg vanskil hjá talsverðum hópi voru staðreynd fyrir hrun og margir höfðu þá þegar reist sér hurðarás um öxl og hefðu aldrei verið borgunarmenn fyrir lánunum sínum. Það hlýtur að vera lágmark að lántakendur í vanda nýti sér þau úrræði sem í boði eru til að semja um endurgreiðslu skulda sinna, í stað þess að hætta bara að borga. Aðgerðaleysi skuldara Íbúðalánasjóðs kostar skattgreiðendur stórfé. Það er sömuleiðis lágmarkskrafa að stjórnmálamenn sýni þá ábyrgð að lofa ekki nýjum lausnum, sem engin innstæða er fyrir. Þetta er líka orðið gott hjá sumum pólitíkusum.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun