Frumflutti óútgefið lag Sjonna 1. september 2012 14:00 frumflutti lag sjonna Þórunn Erna Clausen frumflutti lag Sjonna Brink, Days Gone By. Mynd: oli/olinn.net „Þetta gekk ótrúlega vel. Það var rosalega gaman að fá að syngja þetta lag og leyfa fólki að heyra það," segir Þórunn Erna Clausen. Óútgefið lag Sjonna Brink, Days Gone By, var frumflutt á minningartónleikum um hann sem voru haldnir í Borgarleikhúsinu á afmælisdegi hans, 29. ágúst. Þá hefði Sjonni, sem var eiginmaður Þórunnar Ernu, orðið 38 ára en hann lést í janúar í fyrra. „Röddin hans er með í prufuupptöku af laginu og við höfðum það þannig á tónleikunum líka. Þetta var mjög sérstök stund fyrir mig," segir Þórunn Erna, sem samdi sjálf textann en notaði einnig þau orð sem heyrðust skýrt í prufuupptöku Sjonna. Með Þórunni fluttu Vignir Snær Vigfússon, Pálmi Sigurhjartarson og aðrir fyrrum samstarfsmenn Sjonna lagið á tónleikunum. „Mér finnst þetta frábært lag eftir Sjonna. Það er algjör synd að hann var ekki búinn að klára textann og syngja það alveg sjálfur en svona er lífið. Við kláruðum þetta fyrir hann og gerðum okkar besta." Til stendur að gefa lagið út seinni hlutann í september og stjórnar Vignir Snær upptökunum. Aðspurð segist Þórunn Erna vera mjög ánægð með minningartónleikana. „Sjonni var svo frábær tónlistarmaður og lagahöfundur og ég veit ekki hvort fólk áttar sig á því fyrr en það sér þetta á einu kvöldi hversu mikið magn af góðum lögum hann átti," segir hún. „Það voru fimmtán söngvarar sem komu fram og það voru allir að blómstra í öllum lögum. Það var mikil hjartahlýja í salnum, á sviðinu og baksviðs og þetta var bara einstakt. Það voru einhverjir töfrar í loftinu." - fb Fréttir Tónlist Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta gekk ótrúlega vel. Það var rosalega gaman að fá að syngja þetta lag og leyfa fólki að heyra það," segir Þórunn Erna Clausen. Óútgefið lag Sjonna Brink, Days Gone By, var frumflutt á minningartónleikum um hann sem voru haldnir í Borgarleikhúsinu á afmælisdegi hans, 29. ágúst. Þá hefði Sjonni, sem var eiginmaður Þórunnar Ernu, orðið 38 ára en hann lést í janúar í fyrra. „Röddin hans er með í prufuupptöku af laginu og við höfðum það þannig á tónleikunum líka. Þetta var mjög sérstök stund fyrir mig," segir Þórunn Erna, sem samdi sjálf textann en notaði einnig þau orð sem heyrðust skýrt í prufuupptöku Sjonna. Með Þórunni fluttu Vignir Snær Vigfússon, Pálmi Sigurhjartarson og aðrir fyrrum samstarfsmenn Sjonna lagið á tónleikunum. „Mér finnst þetta frábært lag eftir Sjonna. Það er algjör synd að hann var ekki búinn að klára textann og syngja það alveg sjálfur en svona er lífið. Við kláruðum þetta fyrir hann og gerðum okkar besta." Til stendur að gefa lagið út seinni hlutann í september og stjórnar Vignir Snær upptökunum. Aðspurð segist Þórunn Erna vera mjög ánægð með minningartónleikana. „Sjonni var svo frábær tónlistarmaður og lagahöfundur og ég veit ekki hvort fólk áttar sig á því fyrr en það sér þetta á einu kvöldi hversu mikið magn af góðum lögum hann átti," segir hún. „Það voru fimmtán söngvarar sem komu fram og það voru allir að blómstra í öllum lögum. Það var mikil hjartahlýja í salnum, á sviðinu og baksviðs og þetta var bara einstakt. Það voru einhverjir töfrar í loftinu." - fb
Fréttir Tónlist Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira