Fyrrum söngvari Can vill spila með Íslendingum 1. september 2012 13:00 til íslands Damo Suzuki, fyrrum söngvari Can, er á leiðinni til Íslands í fyrsta sinn. nordicphotos/getty Damo Suzuki, fyrrverandi söngvari þýsku hljómsveitarinnar Can, spilar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, 3. október. „Mig hefur lengi langað að koma til Íslands. Það er margt áhugavert þar, eins og vetnisstrætóar, eldfjöll, heitir hverir og óspillt náttúra. Landið er líka lengst frá meginlandi Evrópu," segir Suzuki, sem er fæddur í Japan. Hljómsveitin Can spilaði tilraunakennt rokk, svokallað krautrock. Sveitin hafði mikil áhrif á þróun raftónlistar og hefur veitt mörgum þekktum flytjendum innblástur, þar á meðal David Bowie, Talking Heads, Brian Eno, Pavement og The Stone Roses. Kvikmyndin sígilda Metropolis eftir Fritz Lang verður sýnd á RIFF-hátíðinni og undir myndinni spilar Suzuki ásamt aðstoðarmönnum sínum, eða hljóðberum eins og hann kallar þá. „Metropolis er frábær mynd og á vel við í dag þrátt fyrir að vera orðin níutíu ára gömul. Myndin fjallar um hvernig „kerfið" stjórnar heiminum. Ég vildi óska að þessi mynd fengi enn meira vægi hjá fólki. Þá myndum við búa í betri heimi." Eftir að Suzuki hætti í Can árið 1973 eftir aðeins þriggja ára veru í sveitinni, gerðist hann vottur Jehóva og sneri baki við tónlistinni. Árið 1983 hóf hann aftur að spila og undanfarinn áratug hefur hann starfrækt tónlistarverkefnið Damo Suzuki"s Network. Hann ferðast víða um heim og flytur spunatónlist sína á alls kyns hátíðum með hjálp tónlistarmanna í löndunum sem hann heimsækir. Hugmyndina fékk hann eftir að Íraksstríðið brast á með tilheyrandi sprengjuregni og skotárásum. „Það voru mikil mótmæli víða um heim en eins og venjulega hunsuðu Bandaríkjamenn þau og drápu mörg börn og fleiri almenna borgara. Ofbeldi stjórnar heiminum og þegar ég sá fréttirnar af þessu hugsaði ég með mér að ég vildi gera eitthvað til að sporna við þessu ofbeldi." Vegna tónleikana á Íslandi hefur Suzuki óskað eftir aðstoð tveggja ungra og efnilegra íslenskra tónlistarmanna, eða bassaleikara og trommara. Áhugasamir geta sent tölvupóst á events@riff.is. Einnig spila með honum tveir þýskir tónlistarmenn sem hann fékk til liðs við sig með aðstoð þýska sendiráðsins á Íslandi, sem er samstarfsaðili RIFF að tónleikunum. freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Damo Suzuki, fyrrverandi söngvari þýsku hljómsveitarinnar Can, spilar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, 3. október. „Mig hefur lengi langað að koma til Íslands. Það er margt áhugavert þar, eins og vetnisstrætóar, eldfjöll, heitir hverir og óspillt náttúra. Landið er líka lengst frá meginlandi Evrópu," segir Suzuki, sem er fæddur í Japan. Hljómsveitin Can spilaði tilraunakennt rokk, svokallað krautrock. Sveitin hafði mikil áhrif á þróun raftónlistar og hefur veitt mörgum þekktum flytjendum innblástur, þar á meðal David Bowie, Talking Heads, Brian Eno, Pavement og The Stone Roses. Kvikmyndin sígilda Metropolis eftir Fritz Lang verður sýnd á RIFF-hátíðinni og undir myndinni spilar Suzuki ásamt aðstoðarmönnum sínum, eða hljóðberum eins og hann kallar þá. „Metropolis er frábær mynd og á vel við í dag þrátt fyrir að vera orðin níutíu ára gömul. Myndin fjallar um hvernig „kerfið" stjórnar heiminum. Ég vildi óska að þessi mynd fengi enn meira vægi hjá fólki. Þá myndum við búa í betri heimi." Eftir að Suzuki hætti í Can árið 1973 eftir aðeins þriggja ára veru í sveitinni, gerðist hann vottur Jehóva og sneri baki við tónlistinni. Árið 1983 hóf hann aftur að spila og undanfarinn áratug hefur hann starfrækt tónlistarverkefnið Damo Suzuki"s Network. Hann ferðast víða um heim og flytur spunatónlist sína á alls kyns hátíðum með hjálp tónlistarmanna í löndunum sem hann heimsækir. Hugmyndina fékk hann eftir að Íraksstríðið brast á með tilheyrandi sprengjuregni og skotárásum. „Það voru mikil mótmæli víða um heim en eins og venjulega hunsuðu Bandaríkjamenn þau og drápu mörg börn og fleiri almenna borgara. Ofbeldi stjórnar heiminum og þegar ég sá fréttirnar af þessu hugsaði ég með mér að ég vildi gera eitthvað til að sporna við þessu ofbeldi." Vegna tónleikana á Íslandi hefur Suzuki óskað eftir aðstoð tveggja ungra og efnilegra íslenskra tónlistarmanna, eða bassaleikara og trommara. Áhugasamir geta sent tölvupóst á events@riff.is. Einnig spila með honum tveir þýskir tónlistarmenn sem hann fékk til liðs við sig með aðstoð þýska sendiráðsins á Íslandi, sem er samstarfsaðili RIFF að tónleikunum. freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira