Ekkert mark tekið á Berezovskíj í London 1. september 2012 01:00 Borís Berezovskíj Vildi fá skaðabætur frá Roman Abramovich fyrir að hafa haft af sér stórfé með hótunum. nordicphotos/AFP „Mér þykir fyrir því að segja það en niðurstaða greiningar minnar á trúverðugleika herra Berezovskíjs er að hann myndi segja nánast hvað sem er til að styðja mál sitt," sagði Elizabeth Gloster, dómari í London, þegar hún kvað upp dóm í deilumáli tveggja rússneskra auðkýfinga. Borís Berezovskíj fór á síðasta ári í mál við Roman Abramovich, eiganda breska knattspyrnuliðsins Chelsea, fyrir að hafa með hótunum og fjárkúgun þröngvað sér til að selja hlut sinn í rússneska olíufyrirtækinu Sibneft langt undir raunvirði. Hann vildi fá 4,7 milljarða punda í skaðabætur, jafnvirði rúmlega 911 milljarða króna. Dómarinn sagðist ekki sjá að neitt væri hæft í ásökunum Berezovskíjs, og sagði hann „tilkomulítið og í eðli sínu óáreiðanlegt vitni, sem lítur á sannleikann sem hverfult og sveigjanlegt hugtak, sem hægt er að steypa í það mót sem hentar tilgangi hans núna". Berezovskíj hristi höfuðið hvað eftir annað meðan Gloster dómari las upp dómsúrskurðinn. „Ég er algerlega furðu lostinn yfir því sem hefur gerst hér í dag," sagði hann við blaðamenn. „Stundum finnst mér eins og Pútín sjálfur hafi skrifað þennan dóm." Berezovskíj flúði frá Rússlandi árið 2000, eftir að Vladimír Pútín hafði tekið við forsetaembættinu af Borís Jeltsín, og hefur síðan verið í sjálfskipaðri útlegð í Bretlandi. Berezovskíj hafði gert það gott á Jeltsín-árunum, var í innsta hring stuðningsmanna Jeltsíns og græddi á tá og fingri. Hann gerðist hins vegar fljótt andsnúinn Pútín og hefur ítrekað sakað Pútín um hafa bruggað sér launráð. Hann naut á sínum tíma stuðnings og vináttu rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkó. Sá hélt því fram að yfirmenn í rússnesku leyniþjónustunni hefðu skipað sér að myrða Berezovskíj árið 1998. Litvinenkó lést úr póloneitrun í London árið 2006 og hafa Berezovskíj og fleiri haldið því fram að Pútín hafi staðið á bak við það morð. Faðir Litvinenkós, sem býr á Ítalíu, telur hins vegar að það hafi verið Berezovskíj sem lét myrða Litvinenkó. Berezovskíj og Abramovich voru einnig góðir vinir í Rússlandi meðan viðskipti þeirra blómstruðu á Jeltsíntímanum. Þeir búa báðir í London. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
„Mér þykir fyrir því að segja það en niðurstaða greiningar minnar á trúverðugleika herra Berezovskíjs er að hann myndi segja nánast hvað sem er til að styðja mál sitt," sagði Elizabeth Gloster, dómari í London, þegar hún kvað upp dóm í deilumáli tveggja rússneskra auðkýfinga. Borís Berezovskíj fór á síðasta ári í mál við Roman Abramovich, eiganda breska knattspyrnuliðsins Chelsea, fyrir að hafa með hótunum og fjárkúgun þröngvað sér til að selja hlut sinn í rússneska olíufyrirtækinu Sibneft langt undir raunvirði. Hann vildi fá 4,7 milljarða punda í skaðabætur, jafnvirði rúmlega 911 milljarða króna. Dómarinn sagðist ekki sjá að neitt væri hæft í ásökunum Berezovskíjs, og sagði hann „tilkomulítið og í eðli sínu óáreiðanlegt vitni, sem lítur á sannleikann sem hverfult og sveigjanlegt hugtak, sem hægt er að steypa í það mót sem hentar tilgangi hans núna". Berezovskíj hristi höfuðið hvað eftir annað meðan Gloster dómari las upp dómsúrskurðinn. „Ég er algerlega furðu lostinn yfir því sem hefur gerst hér í dag," sagði hann við blaðamenn. „Stundum finnst mér eins og Pútín sjálfur hafi skrifað þennan dóm." Berezovskíj flúði frá Rússlandi árið 2000, eftir að Vladimír Pútín hafði tekið við forsetaembættinu af Borís Jeltsín, og hefur síðan verið í sjálfskipaðri útlegð í Bretlandi. Berezovskíj hafði gert það gott á Jeltsín-árunum, var í innsta hring stuðningsmanna Jeltsíns og græddi á tá og fingri. Hann gerðist hins vegar fljótt andsnúinn Pútín og hefur ítrekað sakað Pútín um hafa bruggað sér launráð. Hann naut á sínum tíma stuðnings og vináttu rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkó. Sá hélt því fram að yfirmenn í rússnesku leyniþjónustunni hefðu skipað sér að myrða Berezovskíj árið 1998. Litvinenkó lést úr póloneitrun í London árið 2006 og hafa Berezovskíj og fleiri haldið því fram að Pútín hafi staðið á bak við það morð. Faðir Litvinenkós, sem býr á Ítalíu, telur hins vegar að það hafi verið Berezovskíj sem lét myrða Litvinenkó. Berezovskíj og Abramovich voru einnig góðir vinir í Rússlandi meðan viðskipti þeirra blómstruðu á Jeltsíntímanum. Þeir búa báðir í London. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila