Sigur Rósar teppi uppseld á örskotsstundu 30. ágúst 2012 10:00 Uppselt Um 700 kíló af íslenskri ull voru notuð í teppin. Jóel Pálsson er annar eigenda Farmers Market. „Það var gaman að flétta saman þessa tvo heima sem við hjá Farmers Market lifum og hrærumst í, tónlistar- og hönnunarheiminn," segir Jóel Pálsson tónlistarmaður um samstarfsverkefni Farmers Market og hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Jóel rekur hönnunarfyrirtækið ásamt eiginkonu sinni, fatahönnuðinum Bergþóru Guðnadóttur, og höfðu meðlimir Sigur Rósar samband við þau snemma í vor og báðu þau um að hanna teppi sem hægt væri að bjóða samhliða hinni hefðbundnu geisladiska- og bolasölu á tónleikaferðalagi sínu sem nú stendur yfir. „Við ákváðum að nota íslenska ull í teppin og hanna þau með tilliti til þess að hægt væri að framleiða þau hér heima. Bergþóra lagðist í smá grúsk og gerði svo eins konar abstrakt útgáfu af plötuumslagi Valtara. Við gerðum frumgerð, mynduðum hana og Sigur Rós setti á vefinn sinn. Það er skemmst frá því að segja að öll 300 teppin seldust upp í forsölu á nokkrum klukkutímum," segir Jóel. Í kjölfarið var ákveðið að framleiða önnur 300 teppi en í annarri litasamsetningu og seldust þau einnig strax upp. Fleiri teppi verða ekki framleidd og því um takmarkað upplag að ræða en framleiðslan hefur verið í gangi í allt sumar. Inntur eftir því hvort þau hafi í huga að vinna frekar með Sigur Rós útilokar Jóel það ekki. „Fáir vita að fyrirtæki okkar byrjaði sem plötuútgáfa þó fatahönnunin hafi tekið yfir síðustu árin." - sm Lífið Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það var gaman að flétta saman þessa tvo heima sem við hjá Farmers Market lifum og hrærumst í, tónlistar- og hönnunarheiminn," segir Jóel Pálsson tónlistarmaður um samstarfsverkefni Farmers Market og hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Jóel rekur hönnunarfyrirtækið ásamt eiginkonu sinni, fatahönnuðinum Bergþóru Guðnadóttur, og höfðu meðlimir Sigur Rósar samband við þau snemma í vor og báðu þau um að hanna teppi sem hægt væri að bjóða samhliða hinni hefðbundnu geisladiska- og bolasölu á tónleikaferðalagi sínu sem nú stendur yfir. „Við ákváðum að nota íslenska ull í teppin og hanna þau með tilliti til þess að hægt væri að framleiða þau hér heima. Bergþóra lagðist í smá grúsk og gerði svo eins konar abstrakt útgáfu af plötuumslagi Valtara. Við gerðum frumgerð, mynduðum hana og Sigur Rós setti á vefinn sinn. Það er skemmst frá því að segja að öll 300 teppin seldust upp í forsölu á nokkrum klukkutímum," segir Jóel. Í kjölfarið var ákveðið að framleiða önnur 300 teppi en í annarri litasamsetningu og seldust þau einnig strax upp. Fleiri teppi verða ekki framleidd og því um takmarkað upplag að ræða en framleiðslan hefur verið í gangi í allt sumar. Inntur eftir því hvort þau hafi í huga að vinna frekar með Sigur Rós útilokar Jóel það ekki. „Fáir vita að fyrirtæki okkar byrjaði sem plötuútgáfa þó fatahönnunin hafi tekið yfir síðustu árin." - sm
Lífið Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira