Repúblikanar þinga í skugga fellibyls 30. ágúst 2012 03:00 Mitt Romney og ann eiginkona hans Í dag er röðin komin að Romney að flytja ræðu, en Ann ávarpaði landsþing repúblikana á þriðjudag.nordicphotos/AFP Meðan fellibylurinn Ísak herjaði á íbúa New Orleans fylgdust repúblikanar almennt í Bandaríkjunum spenntir með landsþingi flokksins í Tampa, þar sem allir helstu leiðtogar flokksins flytja ræður. Mikið úrhelli fylgdi fellibylnum en hvassviðrið varð aldrei jafn mikið og íbúar á þessum slóðum kynntust fyrir sjö árum, þegar fellibylurinn Katrína reið þar yfir. Hundruð þúsunda yfirgáfu engu að síður heimili sín í öryggisskyni, en fellibylurinn fór hægt yfir og hellti ógrynni vatns yfir íbúa í Louisiana-ríki. Á landsþingi repúblikana var röðin í gær komin að ræðu Pauls Ryan, varaforsetaefnis flokksins, sem afar skiptar skoðanir eru um meðal Bandaríkjamanna. Íhaldssamir frjálshyggjumenn hafa fagnað honum ákaft, en umdeildar fjárlagahugmyndir hans hafa farið misjafnlega í kjósendur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Pew-rannsóknarmiðstöðinni og dagblaðinu The Washington Post er algengast að Bandaríkjamenn telji hann bæði íhaldssaman og gáfaðan, en jafnframt hálfgerðan loddara og þykjustumann. Í ræðu sinni í gærkvöld þurfti Ryan að tryggja sér og Mitt Romney, forsetaefni flokksins, stuðning sem flestra óákveðinna kjósenda sem geta ráðið úrslitum í forsetakosningunum í nóvember. Stuðningsmenn Baracks Obama forseta notuðu hins vegar daginn í gær til að birta myndband þar sem dregin er upp sú mynd af Ryan að hann sé stjórnmálamaður frá löngu liðnum tíma, sem vilji meðal annars rústa heilbrigðistryggingakerfi eldri borgara. Í gær skaut svo upp kollinum Condoleezza Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra úr stjórn George W. Bush, sem flutti ræðu á landsþinginu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún blandar sér að ráði í bandarísk stjórnmál eftir að hún lét af ráðherraembætti. Í dag flytur svo Romney, forsetaefnið sjálft, sína ræðu þar. Eiginkona hans, Ann Romney, ávarpaði þingið á miðvikudagskvöld þar sem hún talaði meðal annars um 43 ára hjónaband þeirra og þá margvíslegu erfiðleika sem verkalýðsfjölskyldur eiga við að stríða: „Ef þið hlustið vandlega, þá heyrið þið að konurnar andvarpa aðeins hærra en karlarnir. Svona er það bara, er það ekki? Það eru mæðurnar sem alltaf þurfa að leggja aðeins meira á sig til að koma öllu í rétt horf," sagði hún. Skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum. Kjósendur virðast treysta Romney betur í efnahagsmálum, en kunna almennt betur við Obama. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Meðan fellibylurinn Ísak herjaði á íbúa New Orleans fylgdust repúblikanar almennt í Bandaríkjunum spenntir með landsþingi flokksins í Tampa, þar sem allir helstu leiðtogar flokksins flytja ræður. Mikið úrhelli fylgdi fellibylnum en hvassviðrið varð aldrei jafn mikið og íbúar á þessum slóðum kynntust fyrir sjö árum, þegar fellibylurinn Katrína reið þar yfir. Hundruð þúsunda yfirgáfu engu að síður heimili sín í öryggisskyni, en fellibylurinn fór hægt yfir og hellti ógrynni vatns yfir íbúa í Louisiana-ríki. Á landsþingi repúblikana var röðin í gær komin að ræðu Pauls Ryan, varaforsetaefnis flokksins, sem afar skiptar skoðanir eru um meðal Bandaríkjamanna. Íhaldssamir frjálshyggjumenn hafa fagnað honum ákaft, en umdeildar fjárlagahugmyndir hans hafa farið misjafnlega í kjósendur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Pew-rannsóknarmiðstöðinni og dagblaðinu The Washington Post er algengast að Bandaríkjamenn telji hann bæði íhaldssaman og gáfaðan, en jafnframt hálfgerðan loddara og þykjustumann. Í ræðu sinni í gærkvöld þurfti Ryan að tryggja sér og Mitt Romney, forsetaefni flokksins, stuðning sem flestra óákveðinna kjósenda sem geta ráðið úrslitum í forsetakosningunum í nóvember. Stuðningsmenn Baracks Obama forseta notuðu hins vegar daginn í gær til að birta myndband þar sem dregin er upp sú mynd af Ryan að hann sé stjórnmálamaður frá löngu liðnum tíma, sem vilji meðal annars rústa heilbrigðistryggingakerfi eldri borgara. Í gær skaut svo upp kollinum Condoleezza Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra úr stjórn George W. Bush, sem flutti ræðu á landsþinginu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún blandar sér að ráði í bandarísk stjórnmál eftir að hún lét af ráðherraembætti. Í dag flytur svo Romney, forsetaefnið sjálft, sína ræðu þar. Eiginkona hans, Ann Romney, ávarpaði þingið á miðvikudagskvöld þar sem hún talaði meðal annars um 43 ára hjónaband þeirra og þá margvíslegu erfiðleika sem verkalýðsfjölskyldur eiga við að stríða: „Ef þið hlustið vandlega, þá heyrið þið að konurnar andvarpa aðeins hærra en karlarnir. Svona er það bara, er það ekki? Það eru mæðurnar sem alltaf þurfa að leggja aðeins meira á sig til að koma öllu í rétt horf," sagði hún. Skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum. Kjósendur virðast treysta Romney betur í efnahagsmálum, en kunna almennt betur við Obama. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira