Óður til amma og liðins tíma 30. ágúst 2012 18:00 Ömmustrákur Sigmundur Ernir leitast við að fanga liðinn tíma nægjusemi og nærveru fjölskyldunnar í nýjustu ljóðabók sinni. Fréttablaðið/Anton „Þetta átti bara að vera kafli í einni bók en svo rann á mig slíkt endurminningaræði að ég gat ekki stoppað," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður og ljóðskáld, um ljóðabókina Eldhús ömmu Rún sem komin er út á vegum Uppheima. Þetta er níunda ljóðabók Sigmundar Ernis en hér ferðast hann með „tímavél minninganna til æskuslóða sinna á Akureyri," eins og stendur á bókakápu. Sigmundur gengst fúslega við því að það sé mikil fortíðarþrá í textanum. „Mig langaði að reyna að fanga þennan tíma nýtni og nægjusemi og samheldni fjölskyldunnar sem er svo fallegur; tíma sem kemur aldrei aftur og lýsir sér í rólegra samfélagi og gildum sem fléttuðust um nærveru og nægjusemi. Heimili voru í rauninni hálfgerð framleiðslufyrirtæki, þar sem bæði matur og flest öll föt voru búin til og jafnvel húsgögn ef því var að skipta. Þessi kafli óx og varð að samfelldum ljóðaflokki, eða prósaflokki, því þetta er nokkuð frjáls texti. Sögurnar segir Sigmundur Ernir í gegnum ömmur sínar, þær Sigrúnu og Guðrúnu, sem hann tileinkar jafnframt bókina. „Ömmur mínar voru húsmæður af þessum gamla sígilda skóla trúar og tryggðar; konur sem fóru sjaldan út úr húsi og „héldu heimili". Ég var mikið hjá þeim á mínum uppvaxtarárum þegar ég var að komast til vits og þroska og alltaf var á vísan að róa; alltaf hádegismatur og allt í föstum skorðum. Kannski er maður líka að reyna að tengja samhengi aldanna; ömmur mínar fæddust beggja megin við aldamótin 1900 og ljóðin eru ort rúmlega hundrað árum síðar." Þetta er önnur ljóðabók Sigmundar Ernis á jafnmörgum árum en Afviknir staðir sem kom út í fyrra var fyrsta ljóðabók hans síðan 2002. „Ég hafði gefið út þrjár sögur í millitíðinni en eins og öll ljóðskáld þekkja er maður alltaf að; hversdagslegustu atburðir á borð við að ganga fram á ljósastaur geta kallað fram mynd sem maður skrifar hjá sér. Það hafði því safnast niður heilmikið efni á þessum áratug og í rauninni þurfti ég bara að setjast niður og ritstýra því sem ég átti í mínum ranni." Hann segir skriftirnar fara ágætlega saman við þingstörfin. „Að því leyti að á þinginu er svolítill gassagangur í orðunum en við skriftirnar þarf maður að liggja yfir hverju orði og hverjum staf." bergsteinn@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Þetta átti bara að vera kafli í einni bók en svo rann á mig slíkt endurminningaræði að ég gat ekki stoppað," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður og ljóðskáld, um ljóðabókina Eldhús ömmu Rún sem komin er út á vegum Uppheima. Þetta er níunda ljóðabók Sigmundar Ernis en hér ferðast hann með „tímavél minninganna til æskuslóða sinna á Akureyri," eins og stendur á bókakápu. Sigmundur gengst fúslega við því að það sé mikil fortíðarþrá í textanum. „Mig langaði að reyna að fanga þennan tíma nýtni og nægjusemi og samheldni fjölskyldunnar sem er svo fallegur; tíma sem kemur aldrei aftur og lýsir sér í rólegra samfélagi og gildum sem fléttuðust um nærveru og nægjusemi. Heimili voru í rauninni hálfgerð framleiðslufyrirtæki, þar sem bæði matur og flest öll föt voru búin til og jafnvel húsgögn ef því var að skipta. Þessi kafli óx og varð að samfelldum ljóðaflokki, eða prósaflokki, því þetta er nokkuð frjáls texti. Sögurnar segir Sigmundur Ernir í gegnum ömmur sínar, þær Sigrúnu og Guðrúnu, sem hann tileinkar jafnframt bókina. „Ömmur mínar voru húsmæður af þessum gamla sígilda skóla trúar og tryggðar; konur sem fóru sjaldan út úr húsi og „héldu heimili". Ég var mikið hjá þeim á mínum uppvaxtarárum þegar ég var að komast til vits og þroska og alltaf var á vísan að róa; alltaf hádegismatur og allt í föstum skorðum. Kannski er maður líka að reyna að tengja samhengi aldanna; ömmur mínar fæddust beggja megin við aldamótin 1900 og ljóðin eru ort rúmlega hundrað árum síðar." Þetta er önnur ljóðabók Sigmundar Ernis á jafnmörgum árum en Afviknir staðir sem kom út í fyrra var fyrsta ljóðabók hans síðan 2002. „Ég hafði gefið út þrjár sögur í millitíðinni en eins og öll ljóðskáld þekkja er maður alltaf að; hversdagslegustu atburðir á borð við að ganga fram á ljósastaur geta kallað fram mynd sem maður skrifar hjá sér. Það hafði því safnast niður heilmikið efni á þessum áratug og í rauninni þurfti ég bara að setjast niður og ritstýra því sem ég átti í mínum ranni." Hann segir skriftirnar fara ágætlega saman við þingstörfin. „Að því leyti að á þinginu er svolítill gassagangur í orðunum en við skriftirnar þarf maður að liggja yfir hverju orði og hverjum staf." bergsteinn@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira