Aron: Fattaði ekki að mörkin komu með svo stuttu millibili Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. ágúst 2012 07:00 Aron Vakti mikla athygli í Danmörku í gær. Aron Jóhannsson skráði nafn sitt í sögubækurnar í gær þegar hann skoraði öll fjögur mörk sinna manna í AGF í 4-1 útisigri á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Fyrstu þrjú mörkin skoraði hann á þremur mínútum og 50 sekúndum og bætti hann þar með fimmtán ára gamalt met Ebbe Sand sem hafði skorað þrennu á fjórum mínútum og tveimur sekúndum í úrvalsdeildarleik árið 1997. En Aron var þar með ekki hættur. Hann bætti fjórða markinu við úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Það kom sextán mínútum eftir fyrsta markið og er það einnig met í sögu dönsku deildarinnar. „Þetta var ekki amalegt," sagði Aron í léttum dúr við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Ef ég á reyndar að segja alveg satt þá fattaði ég ekki að þessi þrjú mörk komu með svona skömmu millibili. Ég hélt að þetta hefði komið á 10-15 mínútna kafla. Ég fékk svo að vita þetta eftir leikinn og var ég auðvitað glaður við að heyra það," bætti hann við. Hann var svo tekinn af velli á 68. mínútu og neitar Aron því ekki að það hefði verið gaman að fá að klára leikinn. „Sigurinn var svo gott sem tryggður og þjálfarinn vildi greinilega hvíla leikmenn," sagði Aron, sem hefur verið í byrjunarliði AGF í öllum leikjum tímabilsins. „Ég hef fundið fyrir miklu trausti frá þjálfaranum sem er mjög gott fyrir mig." Þetta var annar sigur AGF á tímabilinu og er liðið með átta stig að loknum sjö leikjum. „Við vissum fyrir leikinn að við þyrftum á sjö stigum að halda. Við spiluðum vel strax frá fyrstu mínútu og fengum þrjú stig. Ég gæti ekki verið ánægðari. Við sýndum í dag að við getum spilað góðan fótbolta." Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira
Aron Jóhannsson skráði nafn sitt í sögubækurnar í gær þegar hann skoraði öll fjögur mörk sinna manna í AGF í 4-1 útisigri á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Fyrstu þrjú mörkin skoraði hann á þremur mínútum og 50 sekúndum og bætti hann þar með fimmtán ára gamalt met Ebbe Sand sem hafði skorað þrennu á fjórum mínútum og tveimur sekúndum í úrvalsdeildarleik árið 1997. En Aron var þar með ekki hættur. Hann bætti fjórða markinu við úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Það kom sextán mínútum eftir fyrsta markið og er það einnig met í sögu dönsku deildarinnar. „Þetta var ekki amalegt," sagði Aron í léttum dúr við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Ef ég á reyndar að segja alveg satt þá fattaði ég ekki að þessi þrjú mörk komu með svona skömmu millibili. Ég hélt að þetta hefði komið á 10-15 mínútna kafla. Ég fékk svo að vita þetta eftir leikinn og var ég auðvitað glaður við að heyra það," bætti hann við. Hann var svo tekinn af velli á 68. mínútu og neitar Aron því ekki að það hefði verið gaman að fá að klára leikinn. „Sigurinn var svo gott sem tryggður og þjálfarinn vildi greinilega hvíla leikmenn," sagði Aron, sem hefur verið í byrjunarliði AGF í öllum leikjum tímabilsins. „Ég hef fundið fyrir miklu trausti frá þjálfaranum sem er mjög gott fyrir mig." Þetta var annar sigur AGF á tímabilinu og er liðið með átta stig að loknum sjö leikjum. „Við vissum fyrir leikinn að við þyrftum á sjö stigum að halda. Við spiluðum vel strax frá fyrstu mínútu og fengum þrjú stig. Ég gæti ekki verið ánægðari. Við sýndum í dag að við getum spilað góðan fótbolta."
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira