Geiri Sæm tekur Froðuna aftur 16. ágúst 2012 09:00 Geiri Sæm Fréttablaðið/Anton Tónlistarmaðurinn Ásgeir Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, tekur meðal annars gamla smellinn sinn Froðuna með hljómsveitinni Kiriyama Family á menningarnótt. Kiriyama Family hefur flutt fyrrnefndan slagara á tónleikum sínum í sumar, þar á meðal á Húkkaraballinu á Þjóðhátíð. Útvarpsmaðurinn Frosti Logason var á dansgólfinu og ákvað eftir flutninginn að leiða saman tónlistarmennina. Þeir hafa nú verið við æfingar og troða upp á tónleikum útvarpsstöðvarinnar X-ins 97,7 sem fara fram í bakgarði Ellefunnar á Hverfisgötu 18. „Ég hugsa að ég hafi haldið síðustu opinberu tónleikana mína um ‘92 eða ‘93 þó ég hafi eitthvað verið að koma fram með ýmsum aðilum,“ segir Geiri sem var hvað frægastur á níunda áratugnum. „Ég heyrði Froðuna aftur fyrir slysni á Stöð 2 fyrir nokkrum mánuðum og í kjölfarið varð þetta að partíslagara hjá vinahópnum,“ segir Jóhann V. Vilbergsson meðlimur Kiriyama Family. Sveitin hóf í kjölfarið að flytja Froðuna. „Okkur fannst þetta svo æðislegt lag og við fílum einfaldlega góða tónlist.” Geiri er ánægður með samstarfið og segir fyrstu æfinguna hafa gengið vonum framar. „Þeir voru mjög vel undirbúnir og ljúfir og yndislegir drengir svo þetta steinlá.“ Tónleikarnir hefjast klukkan átta um kvöldið og verður fyrrnefndur slagari fluttur um tíuleytið.- hþt Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, tekur meðal annars gamla smellinn sinn Froðuna með hljómsveitinni Kiriyama Family á menningarnótt. Kiriyama Family hefur flutt fyrrnefndan slagara á tónleikum sínum í sumar, þar á meðal á Húkkaraballinu á Þjóðhátíð. Útvarpsmaðurinn Frosti Logason var á dansgólfinu og ákvað eftir flutninginn að leiða saman tónlistarmennina. Þeir hafa nú verið við æfingar og troða upp á tónleikum útvarpsstöðvarinnar X-ins 97,7 sem fara fram í bakgarði Ellefunnar á Hverfisgötu 18. „Ég hugsa að ég hafi haldið síðustu opinberu tónleikana mína um ‘92 eða ‘93 þó ég hafi eitthvað verið að koma fram með ýmsum aðilum,“ segir Geiri sem var hvað frægastur á níunda áratugnum. „Ég heyrði Froðuna aftur fyrir slysni á Stöð 2 fyrir nokkrum mánuðum og í kjölfarið varð þetta að partíslagara hjá vinahópnum,“ segir Jóhann V. Vilbergsson meðlimur Kiriyama Family. Sveitin hóf í kjölfarið að flytja Froðuna. „Okkur fannst þetta svo æðislegt lag og við fílum einfaldlega góða tónlist.” Geiri er ánægður með samstarfið og segir fyrstu æfinguna hafa gengið vonum framar. „Þeir voru mjög vel undirbúnir og ljúfir og yndislegir drengir svo þetta steinlá.“ Tónleikarnir hefjast klukkan átta um kvöldið og verður fyrrnefndur slagari fluttur um tíuleytið.- hþt
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira