Kvikmyndasmiðja RIFF vinsæl 13. ágúst 2012 12:00 Í fyrra tóku 38 manns þátt í smiðjunni og aukningin á milli ára því gríðarleg. Mynd/einkaeign ?Við sigtum aðeins úr umsækjendum og svo eru einhver úrföll en ég býst við að það verði að minnsta kosti 60 þátttakendur í ár,? segir Marteinn Þórsson umsjónarmaður fjögurra daga kvikmyndasmiðjunnar Talent Lab á Reykjavík International Film Festival, RIFF. Um 90 manns sóttu um að komast að í ár, sem er rúmlega tvisvar sinnum fleiri en í fyrra þegar 38 manns sóttu smiðjuna. ?Ég hef svo sem enga skýringu á þessari gríðarlegu aukningu en það voru allir rosalega ánægðir í fyrra og ætli það hafi ekki bara spurst út,? segir Marteinn. Umsækjendur þurftu ekki að uppfylla neinar kröfur um kunnáttu eða reynslu heldur segir Marteinn áhugann vera fyrir öllu. Heiðursgestir hátíðarinnar verða á meðal kennara og fá þátttakendur til dæmis færi á að kynna hugmyndir sínar fyrir framleiðendum. ?Svona smiðjur eru frábær vettvangur fyrir fólk til að koma upp samböndum og kynnast því hvernig kvikmyndahátíðir ganga fyrir sig, en slíkar hátíðir skipta öllu máli til að lifa af í kvikmyndabransanum,? segir hann. Athygli vekur að aðeins fjórir umsækjendanna eru Íslendingar en aðrir koma hvaðanæva að úr heiminum. ?Í fyrra voru engir Íslendingar svo þetta er gríðarleg prósentuaukning síðan þá,? segir Marteinn og hlær. ?Manni finnst auðvitað skrítið hversu fáir sækja um héðan en það er eins og Íslendingarnir fatti ekki hvað þetta er æðislegt tækifæri. Svo er það nú oft þannig að maður sér ekki það sem er næst manni, ætli það sé ekki tilfellið hér,? bætir hann við. - trs Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
?Við sigtum aðeins úr umsækjendum og svo eru einhver úrföll en ég býst við að það verði að minnsta kosti 60 þátttakendur í ár,? segir Marteinn Þórsson umsjónarmaður fjögurra daga kvikmyndasmiðjunnar Talent Lab á Reykjavík International Film Festival, RIFF. Um 90 manns sóttu um að komast að í ár, sem er rúmlega tvisvar sinnum fleiri en í fyrra þegar 38 manns sóttu smiðjuna. ?Ég hef svo sem enga skýringu á þessari gríðarlegu aukningu en það voru allir rosalega ánægðir í fyrra og ætli það hafi ekki bara spurst út,? segir Marteinn. Umsækjendur þurftu ekki að uppfylla neinar kröfur um kunnáttu eða reynslu heldur segir Marteinn áhugann vera fyrir öllu. Heiðursgestir hátíðarinnar verða á meðal kennara og fá þátttakendur til dæmis færi á að kynna hugmyndir sínar fyrir framleiðendum. ?Svona smiðjur eru frábær vettvangur fyrir fólk til að koma upp samböndum og kynnast því hvernig kvikmyndahátíðir ganga fyrir sig, en slíkar hátíðir skipta öllu máli til að lifa af í kvikmyndabransanum,? segir hann. Athygli vekur að aðeins fjórir umsækjendanna eru Íslendingar en aðrir koma hvaðanæva að úr heiminum. ?Í fyrra voru engir Íslendingar svo þetta er gríðarleg prósentuaukning síðan þá,? segir Marteinn og hlær. ?Manni finnst auðvitað skrítið hversu fáir sækja um héðan en það er eins og Íslendingarnir fatti ekki hvað þetta er æðislegt tækifæri. Svo er það nú oft þannig að maður sér ekki það sem er næst manni, ætli það sé ekki tilfellið hér,? bætir hann við. - trs
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira