Málar á bakarí og verkstæði Hallfríður Þóra Tryggvadóttir skrifar 8. ágúst 2012 10:00 Handmálaðar veggskreytingar „Okkur finnst prentaðir vínyldúkar ljótir og viljum hafa karakter í lógóum. Við handmálum því auglýsingar og skilti fyrir fólk,“ segir Björn Loki Björnsson, nemi í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands, sem ásamt hópi ungra listamanna hefur ferðast um landið undanfarinn mánuð og málað vegglistaverk fyrir ýmsa aðila. Þjóðhátíðargestir hafa eflaust séð gamaldags auglýsingu á Vilberg-bakarí í Vestmannaeyjum en hópurinn málaði hana á föstudaginn. „Við ætlum að reyna að stofna Skiltamálun Viðars ehf. á næsta ári," segir hann spenntur. Sami hópur málaði mynd eftir grafíska hönnuðinn Sigga Eggerts utan á Hönnunarmiðstöð Íslands í vor, aðra mynd á Óðinstorgi og málaði nokkra bíla nýju bílaleigunnar Kúkúcampers.Björn Loki hefur ásamt fimm til átta drengja hópi ferðast um landið og handmálað skilti og auglýsingar fyrir ýmsa aðila. Skreytingin að ofan prýðir nú vegg stúdíós á Stöðvarfirði.Ferðalagið hefur gengið vonum framar og hafa þeir fengið fjölda fyrirspurna. „Við byrjuðum á Eistnaflugi í Neskaupstað þar sem við máluðum merki og myndir af bakarísmat fyrir kaffihúsið Nesbæ. Þaðan fórum við á Lunga á Seyðisfirði og gerðum stórt vegglistaverk á Herðubreið, félagsheimilið þar," segir hann. Hópurinn málaði fyrir Sláturhúsið, menningarsetur Egilsstaða, og stórt lógó og veggskreytingu á 3600 fermetra stúdíó á Stöðvarfirði, sem áður var frystihús, meðal annarra verkefna. „Við erum hugsanlega að fara að skreyta hótel á Ólafsfirði með handmáluðum auglýsingum á næstunni," segir hann en á næstu dögum fara þeir norður til Akureyrar og gera vegglistaverk fyrir bílaverkstæðið Ásco.En hvað er skemmtilegast? „Þegar maður fær frjálsar hendur og getur gert það sem mann langar en fengið borgaðan efniskostnað," segir hann og bætir við að ferðalagið sé allt fest á filmu. Myndlist Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Okkur finnst prentaðir vínyldúkar ljótir og viljum hafa karakter í lógóum. Við handmálum því auglýsingar og skilti fyrir fólk,“ segir Björn Loki Björnsson, nemi í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands, sem ásamt hópi ungra listamanna hefur ferðast um landið undanfarinn mánuð og málað vegglistaverk fyrir ýmsa aðila. Þjóðhátíðargestir hafa eflaust séð gamaldags auglýsingu á Vilberg-bakarí í Vestmannaeyjum en hópurinn málaði hana á föstudaginn. „Við ætlum að reyna að stofna Skiltamálun Viðars ehf. á næsta ári," segir hann spenntur. Sami hópur málaði mynd eftir grafíska hönnuðinn Sigga Eggerts utan á Hönnunarmiðstöð Íslands í vor, aðra mynd á Óðinstorgi og málaði nokkra bíla nýju bílaleigunnar Kúkúcampers.Björn Loki hefur ásamt fimm til átta drengja hópi ferðast um landið og handmálað skilti og auglýsingar fyrir ýmsa aðila. Skreytingin að ofan prýðir nú vegg stúdíós á Stöðvarfirði.Ferðalagið hefur gengið vonum framar og hafa þeir fengið fjölda fyrirspurna. „Við byrjuðum á Eistnaflugi í Neskaupstað þar sem við máluðum merki og myndir af bakarísmat fyrir kaffihúsið Nesbæ. Þaðan fórum við á Lunga á Seyðisfirði og gerðum stórt vegglistaverk á Herðubreið, félagsheimilið þar," segir hann. Hópurinn málaði fyrir Sláturhúsið, menningarsetur Egilsstaða, og stórt lógó og veggskreytingu á 3600 fermetra stúdíó á Stöðvarfirði, sem áður var frystihús, meðal annarra verkefna. „Við erum hugsanlega að fara að skreyta hótel á Ólafsfirði með handmáluðum auglýsingum á næstunni," segir hann en á næstu dögum fara þeir norður til Akureyrar og gera vegglistaverk fyrir bílaverkstæðið Ásco.En hvað er skemmtilegast? „Þegar maður fær frjálsar hendur og getur gert það sem mann langar en fengið borgaðan efniskostnað," segir hann og bætir við að ferðalagið sé allt fest á filmu.
Myndlist Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira