Málar til að halda geðheilsu 27. júlí 2012 06:00 Hjalti P. Finnsson hefur sinnt listinni frá því hann missti vinnuna í hruninu. Hann er vinsæll meðal notenda Facebook samskiptasíðunnar. Hjalti P. Finnsson grafískur hönnuður og listamaður efndi nýverið til leiks á Facebook þar sem notendum samskiptasíðunnar gefst kostur á að vinna verk eftir listamanninn. Leikurinn hefur vakið mikla athygli og komið Hjalta nokkuð á óvart. Hjalti stundaði nám í grafískri hönnun við Danmarks Designskole og starfaði við fagið þar til hann missti vinnuna í kjölfar hrunsins. Hann ákvað þá að snúa sér alfarið að myndlist og hefur nú sinnt henni í tæp þrjú ár. „Mig langaði alltaf að verða listamaður en lét skynsemina ráða og fór í grafíska hönnun því ekki getur maður lifað á listinni," segir Hjalti hlæjandi og bætir við: „Ég byrjaði á þessu eftir að ég missti vinnuna og gerði þetta fyrst og fremst til að halda geðheilsunni. Ég hafði upplifað atvinnuleysi áður og vildi ekki sökkva í vonleysið aftur." Verk Hjalta eru klippimyndir og er markmið hans með listinni að skapa frásögn, en ekki endilega heildstæða sögu. Verkin minna um margt á verk listamannsins Errós og kannast Hjalti vel við þá samlíkingu. „Ég hef verið hrifinn af verkum hans alveg frá því ég var barn og stúderað Erró í mörg ár. Það mætti kannski segja að við notum sama tungumálið í verkum okkar en við erum ekki að skrifa sömu bókina. Þeir sem þekkja aðeins lítillega til Errós setja gjarnan sama sem merki á milli okkar en þeir sem þekkja verk hans vel greina strax mun." Inntur eftir því hvort samlíkingin við Erró hafi reynst honum vel segir Hjalti hana vera tvíeggjað sverð. „Hún hefur hjálpað þannig að fólk þekkir stílinn og er hrifið af honum en hamlað mér á þann hátt að fólk heldur stundum að ég sé að herma eftir honum."- sm Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hjalti P. Finnsson grafískur hönnuður og listamaður efndi nýverið til leiks á Facebook þar sem notendum samskiptasíðunnar gefst kostur á að vinna verk eftir listamanninn. Leikurinn hefur vakið mikla athygli og komið Hjalta nokkuð á óvart. Hjalti stundaði nám í grafískri hönnun við Danmarks Designskole og starfaði við fagið þar til hann missti vinnuna í kjölfar hrunsins. Hann ákvað þá að snúa sér alfarið að myndlist og hefur nú sinnt henni í tæp þrjú ár. „Mig langaði alltaf að verða listamaður en lét skynsemina ráða og fór í grafíska hönnun því ekki getur maður lifað á listinni," segir Hjalti hlæjandi og bætir við: „Ég byrjaði á þessu eftir að ég missti vinnuna og gerði þetta fyrst og fremst til að halda geðheilsunni. Ég hafði upplifað atvinnuleysi áður og vildi ekki sökkva í vonleysið aftur." Verk Hjalta eru klippimyndir og er markmið hans með listinni að skapa frásögn, en ekki endilega heildstæða sögu. Verkin minna um margt á verk listamannsins Errós og kannast Hjalti vel við þá samlíkingu. „Ég hef verið hrifinn af verkum hans alveg frá því ég var barn og stúderað Erró í mörg ár. Það mætti kannski segja að við notum sama tungumálið í verkum okkar en við erum ekki að skrifa sömu bókina. Þeir sem þekkja aðeins lítillega til Errós setja gjarnan sama sem merki á milli okkar en þeir sem þekkja verk hans vel greina strax mun." Inntur eftir því hvort samlíkingin við Erró hafi reynst honum vel segir Hjalti hana vera tvíeggjað sverð. „Hún hefur hjálpað þannig að fólk þekkir stílinn og er hrifið af honum en hamlað mér á þann hátt að fólk heldur stundum að ég sé að herma eftir honum."- sm
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira