Þeytir skífum af ástríðu fyrir dansóðan landann 26. júlí 2012 15:30 Francesca Lombardo þeytir skífum á Kanilkvöldi á Faktorý á morgun en hún sló nýverið í gegn í heimi danstónlistar. Francesca Lombardo er plötusnúður á uppleið og þeytir skífum á Faktorý annað kvöld fyrir íslenska dansunnendur. „Ég held að það verði frábær upplifun að kynnast landinu og tónlistarunnendum þess," segir hin ítalska Francesca Lombardo sem þeytir skífum annað kvöld á Faktorý. Kanilhópurinn skipuleggur komu hennar til landsins en hann hefur staðið fyrir danskvöldum með hústónlist undanfarið rúmt ár á Faktorý og flutt inn fjölda erlendra plötusnúða. Francesca sló nýverið í gegn eftir að hafa skrifað undir samning hjá plötufyrirtækinu Crosstown Rebels, sem er eitt það umfangsmesta í danstónlist. Með samningnum er hún komin með sömu umboðsskrifstofu og nöfn á borð við Art Department, Jamie Jones og Maceo Plex. Fyrsta plata hennar á vegum fyrirtækisins kom út fyrir viku og nefnist Changes. Hún hefur fengið afar góð viðbrögð og situr í fjórða sæti á lista Beatport yfir hústónlist, en síðan er stór í sölu danstónlistar á Netinu. Breiðskífa með lagasmíðum hennar er væntanleg á næsta ári. „Ég er með mjög litríkan stíl," segir hún og nefnir að hún semji tónlist eftir líðan sinni og sæki innblástur til Depeche Mode, Aphex Twin og Plastikman meðal annarra. Francesca á að baki fjölbreytta reynslu í tónlist en hún hóf klassískt píanónám og óperusöng ung að árum. „Þrátt fyrir þetta hef ég alltaf heillast af raftónlist og tækjum," segir hún og rifjar upp: „Ég fann mig í rauninni aldrei í klassískri tónlist." Hún mun spila tónsmíðar sínar í bland við aðra tóna hústónlistar annað kvöld og sjá Jón Eðvald, Steindór Jónsson, Kanilsnældur og Atli Kanill um upphitun. Aðgangur er ókeypis á kvöldið sem mun án efa enda í ógleymanlegum dansi. „Ég hef verið plötusnúður í tíu ár og byrjaði á því mér til skemmtunar en nú hefur það orðið að aðalástríðu minni," segir Francesca. hallfridur@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Francesca Lombardo er plötusnúður á uppleið og þeytir skífum á Faktorý annað kvöld fyrir íslenska dansunnendur. „Ég held að það verði frábær upplifun að kynnast landinu og tónlistarunnendum þess," segir hin ítalska Francesca Lombardo sem þeytir skífum annað kvöld á Faktorý. Kanilhópurinn skipuleggur komu hennar til landsins en hann hefur staðið fyrir danskvöldum með hústónlist undanfarið rúmt ár á Faktorý og flutt inn fjölda erlendra plötusnúða. Francesca sló nýverið í gegn eftir að hafa skrifað undir samning hjá plötufyrirtækinu Crosstown Rebels, sem er eitt það umfangsmesta í danstónlist. Með samningnum er hún komin með sömu umboðsskrifstofu og nöfn á borð við Art Department, Jamie Jones og Maceo Plex. Fyrsta plata hennar á vegum fyrirtækisins kom út fyrir viku og nefnist Changes. Hún hefur fengið afar góð viðbrögð og situr í fjórða sæti á lista Beatport yfir hústónlist, en síðan er stór í sölu danstónlistar á Netinu. Breiðskífa með lagasmíðum hennar er væntanleg á næsta ári. „Ég er með mjög litríkan stíl," segir hún og nefnir að hún semji tónlist eftir líðan sinni og sæki innblástur til Depeche Mode, Aphex Twin og Plastikman meðal annarra. Francesca á að baki fjölbreytta reynslu í tónlist en hún hóf klassískt píanónám og óperusöng ung að árum. „Þrátt fyrir þetta hef ég alltaf heillast af raftónlist og tækjum," segir hún og rifjar upp: „Ég fann mig í rauninni aldrei í klassískri tónlist." Hún mun spila tónsmíðar sínar í bland við aðra tóna hústónlistar annað kvöld og sjá Jón Eðvald, Steindór Jónsson, Kanilsnældur og Atli Kanill um upphitun. Aðgangur er ókeypis á kvöldið sem mun án efa enda í ógleymanlegum dansi. „Ég hef verið plötusnúður í tíu ár og byrjaði á því mér til skemmtunar en nú hefur það orðið að aðalástríðu minni," segir Francesca. hallfridur@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira